Tacogratín með pastabotni

Tacogratín með pastabotni

Það eru eflaust fáir jafn ánægðir með rigninguna og ég í dag. Eftir frábæra helgi, með bæði fjallgöngu og árshátíð, sagði þreytan til sín og það var óneitanlega gott að koma heim úr vinnunni, leggjast upp í sófa og vita næst af sér þegar Öggi kom og sagði að maturinn væri tilbúinn. Þetta hefði ég seint látið eftir mér ef sólin hefði skinið en í svona veðri má þetta alveg.

Tacogratín með pastabotni

Við vorum fimm vinnufélagar sem gengum á Búrfell með mökum okkar. Ég á fína mynd af hópnum en kann ekki við að birta hana hér í leyfisleysi. Þið fáið því bara mynd af okkur hjónunum að berjast við rokið á uppleið. Þið sjáið hvað útsýnið var fallegt og það varð enn fallegra því hærra sem við fórum. Á toppnum leyndist tjörn sem við gengum í kringum áður en við héldum aftur niður. Æðisleg ganga í góðum félagsskap.

Tacogratín með pastabotni

Við enduðum helgina hér heima á einföldum og stórgóðum kvöldmat. Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki hefðibundin sunnudagssteik en mikið þótti okkur maturinn samt góður. Krakkarnir voru líka stórhrifin og kláruðu afganginn af matnum í dag. Næst ætla ég að mylja nachos yfir salatið og jafnvel gera meiri sósu. Æðislega gott!

Tacogratín með pastabotni

Tacogratín með pastabotni

  • 600 g nautahakk
  • 1 bréf tacokrydd
  • 1 paprika
  • ½ púrrulaukur
  • 1 dós ananaskurl
  • pasta

Sósa

  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 dl rjómaostur
  • 0,5 dl tacosósa

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Hakkið papriku í litla bita, strimlið púrrulaukinn og látið renna af ananaskurlinu.

Steikið nautahakkið þar til það er fullsteikt, stráið tacokryddi yfir og hellið smá vatni yfir. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er farið. Bætið papriku, púrrlauk og ananaskurli á pönnuna og hrærið öllu saman.

Hrærið hráefnunum í sósuna saman.

Setjið pastað í botninn á eldföstu móti, setjið nautahakkshræruna yfir og að lokum sósuna. Eldið í 200° heitum ofni í 10-15 mínútur.

10 athugasemdir á “Tacogratín með pastabotni

  1. Tacosósa í sósuna er það salsasósa? er ekki alveg að átta mig. Takk fyrir frábært blogg og uppskriftir Guðbjörg Borgarnesi.

  2. Gerði þennan rétt í síðustu viku og hann er mjög góður. Finnst einmitt oft erfitt að finna rétti með hakki í … þannig þessi verður gerður fljótt aftur.
    Var að pæla varðandi pastað, hvað setur þú mikið pasta ?

Skildu eftir svar við Sólborg B Hætta við svar