Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuÞessi vika hefur að mestu snúist um samræmdu prófin hjá strákunum og við erum því sérlega glöð yfir því að helgin sé framundan. Það er greinilega aðeins of langt síðan ég var í 7. bekk og ég stend í mikilli þakkarskuld við alnetið og þær upplýsingar sem þar má finna þegar ég stend á gati. Ætli ég sé ein um að vera svona ryðguð? Æ, hvað ég eiginlega vona það þó það væri vissulega huggun í að vita af fleirum sem klóra sér í kollinum yfir kenniföllum og rómverskum tölum. Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Þar sem það styttist í helgina ætla ég að koma með hugmynd að æðislegum helgarmat. Okkur þykir þessi réttur svo dásamlega góður að við borðuðum hann tvisvar í síðustu viku (alveg dagsatt!). Í annað skiptið buðum við mömmu í mat og hún dásamaði hann í bak og fyrir. Við höfum bæði borið réttinn fram með taglatelle og með ofnbökuðum kartöflubátum og salati. Bæði er mjög gott en mér þykir pastað þó standa upp úr. Það er bara eitthvað ómótstæðilegt við kjúklinginn með beikon/steinselju/parmesan hjúpnum og bragðmikilli soðsósunni sem pastað tekur í sig. Svoooo brjálæðislega gott og mín besta tillaga fyrir helgina.

Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

 • 4 kjúklingabringur (um 700 g)
 • pipar og salt
 • um 160 g beikonstrimlar
 • 2 dósir sýrður rjómi
 • 1/2 sóló hvítlaukur
 • 1 msk Hunt´s Yellow Mustard
 • 2 msk sojasósa
 • 1-2 kjúklinga- eða grænmetisteningar (mér þykir best að blanda þeim)
 • smá cayenne pipar
 • handfylli af hakkaðri steinselju
 • handfylli af rifnum parmesan

Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og leggið í eldfast mót. Saltið lítillega og piprið. Setjið sýrðan rjóma, teninga, pressaðan hvítlauk, sinnep og sojasósu í pott og látið sjóða saman við vægan hita í nokkrar mínútur. Hellið sósunni yfir kjúklinginn. Steikið beikonstrimla á pönnu og stráið yfir. Stráið að lokum hakkaðri steinselju og rifnum parmesan yfir. Bakið við 175° í 40 mínútur.

Berið fram með tagliatelle, pipar og vel af ferskrifnum parmesan.Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuKjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuKjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuKjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpMér finnst ég allt of sjaldan setja fiskuppskriftir hingað inn. Það er ekki það að ég eldi sjaldan fisk heldur frekar að hann er svo óspennandi hjá okkur. Krakkarnir fá ekki leið á soðnum fiski og ég læt það allt of oft eftir þeim að hafa soðinn fisk með kartöflum, smjöri og tómatsósu í matinn. Síðan erum við öll mjög hrifin af bleikju og með henni höfum við ýmist kartöflubáta í ofni, salat og hvítlaukssósu eða soðnar kartöflur, gulrætur eða brokkólí og brætt smjör. Þess á milli höfum við plokkfisk, steiktan fisk eða fiskibollur og ef ég fæ að ráða reyktan fisk með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Mér þykir það æðislega gott en er því miður ein um það hér á heimilinu.Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpFiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Það gerist síðan inn á milli að ég hristi upp í hlutunum og geri fiskrétt og þá þykir mér upplagt að setja uppskriftina hingað inn. Eins og þennan þorskrétt sem allir voru hæstánægðir með. Þetta er nokkurs konar uppskrift af fiski í raspi, nema án vesenisins við að velta fiskinum upp úr eggi og raspi og steikja á pönnu. Einfalt, fljótlegt og stórgott! Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpFiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp (uppskrift frá Familjekassen)

 • um 600 g þorskur (eða ýsa)
 • 1 dl raspur
 • 100 g rifinn ostur
 • 1 hvítlauksrif
 • 2 msk fínhökkuð steinselja
 • salt og pipar
 • smjör

Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Föstudagskvöld

FöstudagskvöldFöstudagskvöld

Góða kvöldið!

Mig langar að benda ykkur á að Hagkaup er með 20% afslátt af Margrétar skálunum þessa dagana. Í tilefni af 60 ára afmæli skálanna komu þær aftur í gömlu retro litunum sem eru dásamlega fallegir. Ég stökk til um leið og þær komu og keypti mér fjórar skálar í mismunandi stærðum (ég valdi bleikar og bláar en hefði vel getað hugsað mér þær allar). Ég hef átt eina Margrétarskál í fjölda mörg ár og nota hana stöðugt. Mamma á skálarnar hins vegar í öllum stærðum. Þessar dönsku skálar eru margverðlaunaðar og hafa meira að segja verið á frímerki í Danmörku!

Við erum nýbúin að borða kvöldmatinn (tacogratín – svoooo gott!), strákarnir eru að velja mynd og kvöldinu ætlum við að eyða í sjónvarpssófanum.  Ég get ekki hugsað mér betri stað á föstudagskvöldum en hér heima í afslöppun eftir vikuna. Ég er enn í sæluvímu eftir Svíþjóðarferðina og þegar ég datt niður á sænskt snakk í vikunni var ég fljót að kippa með mér tveimur pokum sem eru komnir í skál núna.

Föstudagskvöld

Svíþjóðarferðin var yndisleg í alla staði. Veðrið lék við okkur og við höfðum það svo gott. Stokkhólmur er borg sem allir ættu að heimsækja. Fyrir mér er ferð í Iittala outlettið ómissandi í Stokkhólmsheimsóknum og ég mátti til með að smella af nokkrum myndum þar til að sýna ykkur.

FöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöldFöstudagskvöld

Himnaríki!

Eigið gott föstudagskvöld 

HAGKAUP

Besta poppið!

Besta poppið!Ég má til með að benda ykkur á popp sem ég uppgötvaði nýlega (kannski síðust af öllum!) og er nýjasta æðið hér á heimilinu, Orville simply salted í pop up bowl. Poppið er fituminna en hefðbundið popp og með mjög góðu saltbragði. Malín var búin að sjá það víða á amerískum síðum og var spennt að prófa. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum, svo æðislega gott!!Besta poppið!

Annars sit ég hér, með nýpoppað popp og tímarit, að bíða eftir að verða sótt. Við vinkonurnar ætlum að skella okkur í smá frí til Stokkhólms út vikuna. Ég læt frá mér heyra ef færi gefst en annars verð ég á instagram (heiti ljufmeti þar).

Besta poppið!

 

Nestishugmyndir

NestishugmyndirHæ blogglesendur hennar mömmu. Mamma bað mig um að gestablogga um nestið mitt og það geri ég með mikilli ánægju. Ég heiti Malín og var að byrja í menntaskóla. Fyrstu daga mína í skólanum fórum við vinkonurnar oftast yfir í Kringluna og keyptum okkur mat þar í hádeginu. Ég fann strax að mig langaði ekki til að venja mig á að borða svona óhollt á hverjum degi, fyrir utan hvað það er dýrt. Þar sem mamma gerir alltaf stórinnkaup einu sinni í viku þá ákvað ég að fara með henni í búðina og týndi í körfuna það sem mig langaði til að hafa í nesti. Það er ekkert mál að útbúa nesti ef maður er búinn að ákveða fyrirfram hvað það eigi að vera og það er þægilegt að geta gengið að því í töskunni og þurfa ekki að hlaupa út í búð að kaupa eitthvað rusl.

NestishugmyndirNestishugmyndirNestishugmyndir

Ég byrja dagana nánast alltaf á hafragraut. Ég vil hafa grautinn þykkan og set alls konar út í hann eins og epli, fræ, kanil eða hnetusmjör og banana. Mér þykir þetta vera góð byrjun á deginum og ég er södd allan morguninn eftir hafragrautinn. Nestið mitt er síðan hádegismaturinn minn. Það er alltaf heitur matur heima á kvöldin og því fæ ég mér bara léttan hádegisverð sem er nestið mitt. Mamma gerði hafrastykki í vikunni sem mér þykir æði að taka með mér í nesti (uppskriftin af þeim er hér) og vona að hún geri þau aftur fljótlega (mátt alveg gera tvöfaldan skammt næst mamma, eða þrefaldan…).

Nesti

Nestið mitt í síðustu viku var :

Mánudagur: Einfalt cesarsalat. Við keyptum salat, tilbúna eldaða kjúklingabita og cesardressingu. Ég ætlaði að setja harðsoðin egg, tómata og parmesan ost saman við en það gafst ekki tími til þess (það var jú mánudagur og allt). Salatið og kjúklingurinn fóru í nestisbox og sósan í sér box til að það myndi ekki liggja saman allan morguninn.

Þriðjudagur: Heilhveitivefjur með skinku, gúrku, salati og rjómaosti. Með þessu hafði ég vínber.

Miðvikudagur: Ég er svo stutt í skólanum á miðvikudögum að hafrastykki og ávöxtur duga.

Fimmtudagur: Píta með hummus og spínati (gleymdist að mynda það).

Föstudagur: Var veik og því ekki þörf á nesti.

Ég drekk ekkert annað en vatn og ég geymi því stórt glas með loki í skólanum og fylli á það af og til yfir daginn.

Ég keypti líka hrískökur með dökku súkkulaði og hafði þær í skápnum mínum í skólanum til að narta í á milli tíma.

Fleiri nestishugmyndir eru:

 • tortillavefjur – hægt að setja allt milli himins og jarðar í þær
 • flatkökur með hangikjöti, túnfisksalati, reyktum silungi…
 • beygla með pizzasósu og osti, inn í örbylgjuofn (ef það er svoleiðis græja í þínum skóla)
 • afgangur af kvöldmatnum deginum áður
 • ávextir, grænmeti
 • salat – hægt að gera endalaust margar útfærslur
 • smoothie (mömmu uppskrift er geggjuð, þið finnið hana hér)
 • gróft rúnstykki með pítusósu, reyktum silungi og eggi eða tómati
 • samloka með skinku og osti (ef það er samlokugrill aðgengilegt)
 • gróf samloka með gúrku og eggi
 • gróf brauðsneið með avókadó, eggi og tómat (algjört uppáhald)

Það væri gaman ef þið eruð með fleiri hugmyndir að þið mynduð skrifa þær hér fyrir neðan í athugasemdirnar.

Nestishugmyndir

xoxo

Malín ♥

Föstudagskvöld

Föstudagskvöld

Ég sá að það var óskað eftir nestishugmyndum og þar sem Malín sér alfarið um að útbúa sitt nesti sjálf þá fékk ég hana til að halda nestisdagbók þessa vikuna. Nestisfærsla er því væntanleg hingað á bloggið um leið og hún hefur lausa stund.

Hér að ofan er nýjasta viðbótin í snyrtibudduna mína. Mér þykja nýju haustlitirnir frá Chanel æðislegir og kolféll fyrir varalit (93 Intime) og naglalakki (625 Secret). Það fær að vera mín bjútý-ábending fyrir helgina.

Eigið gott föstudagskvöld