Vikumatseðill

VikumatseðillÞað er bæði löng helgi og langt síðan ég setti færslu hingað inn. Ástæðan fyrir því síðarnefnda er að ég hef verið í Þýskalandi, fyrst í Berlín og síðan í suður Þýskalandi, í dásamlegu fríi. Ég hef áður verið í Berlín og var þá lítið hrifin af borginni en núna kolféll ég fyrir henni. Síðan var gaman að koma til suðurhluta landsins, þar sem er allt annað landslag og fegurðin ólýsanleg.

VikumatseðillVikumatseðill

Hversdagsleikinn tók við um leið og ég kom heim, þar sem beið mín stútfull óhreinatauskarfa og baðherbergi sem hafði ekki verið þrifið í viku. Til að bæta gráu ofan á svart tók slydda á móti okkur þegar við lentum. Það geta víst ekki alltaf verið jólin…

Vikumatseðill

Myndirnar hér að ofan eru frá kampavínsbrönsinum á Hotel Adlon Kempinski. Það væri synd að fara til Berlínar án þess að upplifa hann. Kampavín, kavíar, humar, sjávarréttir, steikur… já, hreinlega allt sem hægt er að hugsa sér. Crepes með Grand Marnier, heimagerður ís og eftirréttaborð frá himnaríki. Já, þið skiljið hvað ég meina. Umhverfið er fallegt með útsýni yfir Brandenburgarhliðið. Þetta verður ekki toppað!

En eins og áður kom fram þá hefur hversdagsleikinn tekið við og honum fylgir ósköp hversdagslegur vikumatseðill. Ég kann vel við bæði!

Vikumatseðill

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Einfalt og stórgott lasagna

Þriðjudagur: Einfalt og stórgott lasagna

Blómkálssúpa

Miðvikudagur: Blómkálssúpa

Brauð með ítalskri fyllingu

Fimmtudagur: Brauð með ítalskri fyllingu

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

Föstudagur: Kjúklingasalat með BBQ-dressingu

Gulllans kaka

Með helgarkaffinu: Gullans kaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllurUm síðustu helgi bauð ég strákunum upp á þessar frönsku brauðrúllur þegar þeir voru að dunda sér við að koma garðhúsgögnunum á sinn stað á pallinum. Sólin skein og þeir voru alsælir með að geta borðað úti. Ég setti mynd af brauðrúllunum á Instagram og Malín sem var hjá vinkonu sinni dreif sig heim um leið og hún sá það. Ég held að hún sé ekki enn búin að fyrirgefa okkur að hafa klárað rúllurnar því hún kom að tómum diskum. Kannski að ég skelli í annan skammt um helgina til að friða samviskuna. Það tekur enga stund!

Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllur

 • 8 sneiðar af fransbrauði
 • Nutella, hnetusmjör og sulta, eða hvaða fylling sem er
 • 2 egg
 • 3 msk mjólk
 • 3/4 dl sykur
 • 1 stútfull tsk kanil
 • smjör til að steikja upp úr
 • Hlynsíróp til að bera fram með (má sleppa)

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og fletjið sneiðarnar síðan út með kökukefli. Setjið um 1-2 tsk af fyllingu um 2 cm frá öðrum enda brauðsins í rönd.  Rúllið brauðinu upp og endurtakið með allar brauðsneiðarnar.Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllur

Hrærið saman egg og mjólk í grunnri skál og leggið til hliðar.

Blandið sykri og kanil saman í annari skál og leggið til hliðar.

Hitið pönnu við miðlungshita og bræðið um 1 msk af smjöri á henni. Veltið brauðrúllunum upp úr eggjablöndunni og setjið þær síðan á pönnuna með samskeitin niður. Steikið á öllum hliðum og bætið smjöri á pönnuna eftir þörfum. Takið brauðrúllurnar af pönnunni og veltið þeim strax upp úr kanilsykrinum. Berið fram heitt eins og það er eða með hlynsírópi.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku

Pasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basilikuÞað er alltaf pláss í uppskriftabókinni fyrir fljótlega rétti sem bragðast eins og veislumatur. Þessi pastaréttur er nákvæmlega þannig og hentar því frábærlega þegar von er á saumaklúbbnum eða matargestum og allt er í hershöndum.

Pasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basilikuPasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basilikuPasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basiliku

Dásamlega góður pastaréttur sem stendur alltaf fyrir sínu. Ég ber hann einfaldlega fram með hvítlauksbrauði og ferskum parmesan sem hver og einn rífur yfir diskinn sinn. Súpergott!

Pasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basiliku

Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku (uppskrift fyrir 4)

 • 400 g tagliatelle
 • 600 g kjúklingabringur
 • 1 laukur, hakkaður
 • 8 sólþurrkaðir tómatar
 • 1 dl vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • 2 dl rjómi
 • 0,5 msk þurrkuð basilika
 • salt og pipar
 • 2 dl parmesanostur, rifinn

Sjóðið pastað. Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu ásamt hökkuðum lauk og tómötum. Bætið vatni, kjúklingateningi og rjóma á pönnuna og látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með basiliku, salti og pipar.

Hellið vatninu af pastanu. Hrærið pastanu og parmesan saman við kjúklingasósuna og hrópið gjörið þið svo vel! Berið fram með ferskrifnum parmesan og hvítlauksbrauði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Vikumatseðill

VikumatseðillÍ dag er enginn venjulegur sunnudagur því í dag á Malín 17 ára afmæli. Í staðinn fyrir að fagna með pompi og prakt og rúnta um götur bæjarins þá situr hún inni í herbergi og lærir fyrir stærðfræðipróf. Ég er endalaust stolt af Malínu og dáist að dugnaðnum og gleðinni sem fylgir henni.

Langa helgin leið fullhratt enda lék veðrið við okkur og við nýttum veðurblíðuna bæði í göngu og skíðaferð. Nú tekur full vinnuvika við sem ég undirbý með hefðbundnum hætti, þ.e. með því að gera vikumatseðil.

Vikumatseðill

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Mánudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Asískar kjötbollur

Þriðjudagur: Asískar kjötbollur

Aspassúpa

Miðvikudagur: Aspassúpa

Spaghetti alla carbonara

Fimmtudagur: Spaghetti alla carbonara

Steiktar quesadillas með kjúklingi

Föstudagur: Steiktar quesadillas með kjúklingi

Súkkulaði- og bananakaka

Með helgarkaffinu: Súkkulaði- og bananakaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP