Vikumatseðill

VikumatseðillUm síðustu helgi bakaði ég köku sem ég birti síðan mynd af á Instagram. Í gær fékk ég fyrirspurn um uppskriftina og eftir smá umhugsun taldi ég mig vissa um að ég hefði fundið hana hjá Smitten Kitchen. Í dag ætlaði ég að finna kökuna aftur en allt kemur fyrir ekki, kakan virðist horfin af internetinu! Eða að ég sé hreinlega búin að gleyma hvar ég fann uppskriftina. Þetta kennir mér að setja góðar uppskriftir strax hingað inn á bloggið því annars týni ég þeim.

Síðasta sunnudag skrifað ég að mig langaði svo í soðna lifrapylsu og í vikunni lét ég verða af því að sjóða lifrapylsu sem ég bar fram með heimagerðri kartöflumús og rófustöppu. Við buðum mömmu í mat og allir voru alsælir! Ódýr og einfaldur veislumatur. Það má kaupa lifrapylsuna frosna fyrir lítinn pening og því er þetta snjöll máltíð svona rétt fyrir mánaðarmótin. Krakkar elska þetta! En að máli málanna þennan sunnudaginn, nefnilega vikumaseðlinum. Ég vona að hann nýtist ykkur.

Vikumatseðill

 

Þorskur í ljúffengri karrýsósuMánudagur: Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Ofnbakaðar kjötbollurÞriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

AspassúpaMiðvikudagur: Aspassúpa

Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínatiFimmtudagur: Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Kjúklingabaka með sweet chili Föstudagur: Kjúklingabaka með sweet chili

SkinkuhornMeð helgarkaffinu: Skinkuhorn með hvítlaukssósu

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Pulled pork í rjómasósu

pulled pork í rjómasósuÉg þarf ekki að huga að neinum helgarmat þessa helgina þar sem ég fer út að borða og í bíó á föstudagskvöldinu, út að borða og á tónleika á laugardagskvöldinu og í saumaklúbb á sunnudagskvöldinu! Það eru ekki allar helgar svona vel bókaðar hjá mér, eins heimakær og ég nú er. Ég er þó með góða tillögu að helgarmat fyrir þá sem eru farnir að huga að helgarmatnum, hægeldaður svínahnakki í rjómasósu með kartöflum (brúnaðar er enn betra!), salati og rifsberjahlaupi. Ótrúlega einfalt og tekur örskamma stund að útbúa en þarf síðan að vera allan daginn í ofninum, þannig að þegar kjötið er tilbúið dettur það nánast í sundur. Þetta var helgarmaturinn okkar um síðustu helgi og þar sem strákarnir voru í afmæli á laugardagskvöldinu nýtti ég tækifærið og eldaði góðan skammt þá sem við gátum notið bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Ég setti kjötið í ofninn strax um morguninn og um kvöldið var ekkert að gera nema að sjóða kartöflur og útbúa sósu úr soðinu. Einfalt og stórgott!

pulled pork í rjómasósu

Pulled pork í rjómasósu (uppskrift frá Bakverk och fikastunder)

  • 1 kg. svínahnakki í sneiðum
  • salt, svartur pipar, hvítur pipar og aromat
  • 2 nautakjötsteningar
  • 3 dl vatn

Kryddið svínahnakkasniðarnar og steikið síðan upp úr smjöri við háan hita þannig að kjötið fái fallega steikarhúð á öllum hliðum. Leggið í eldfast mót (bætið jafnvel smá meira af kryddi á). Hellið vatninu yfir pönnuna og bætið nautakjötsteningunum í. Látið suðuna koma upp og teningana leysast upp. Hellið vatninu af pönnunni yfir kjötið og setjið álpappír yfir formið (ef þið eigið ofnpott þá er upplagt að nota hann). Setjið í 130° heitan ofn í 8-10 klst.

pulled pork í rjómasósu

Rjómasósa

  • krafturinn frá kjötinu (sem verður á botninum á mótinu eftir eldunina)
  • 2,5 dl rjómi
  • ca 1 tsk. rifsberjahlaup
  • smá sykur
  • maizena til að þykkja sósuna

Setjið kjötkraftinn í pott og hrærið rjóma saman við. Látið sjóða saman í smá stund og smakkið til með rifsberjahlaupi og smá sykri (jafnvel smá hvítur pipar). Þykkið sósuna með Maizena mjöli.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillÍ vikunni birtist viðtal við mig í fylgiriti Viðskitpablaðsins, Eftir vinnu. Þegar ljósmyndin fyrir viðtalið var tekin lá ég í flensu og hálftíma áður en ljósmyndarinn kom lá ég í náttfötunum í sófanum og dauðsá eftir að hafa ekki afbókað hann. Sem svo oft áður kom Malín mér til bjargar, hún er SNILLINGUR í að farða og það er mikill lúxus að hafa eina slíka á heimilinu. Ég sat í náttfötunum, hálf sofandi, á meðan hún græjaði mig. Fimm mínútum áður en ljósmyndarinn kom hoppaði ég í föt (hélt reyndar að um andlitsmynd væri að ræða og var því lítið að velta því fyrir mér í hvað ég færi) og málið var leyst.

Vikumatseðill

Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að ég hef fengið svo mörg hrós fyrir hvað ég er fínt máluð á myndinni og ég verð að segja að Malínu tókst vel að fela hvað ég var slöpp og kvefuð í augunum. Malín er á fullu fyrir öll skólaböll að farða vinkonur og kunningja og þegar eitthvað stendur til hjá þeim hafa þær iðulega samband og biðja hana að farða sig. Einnig farðar hún mig og ömmur sínar þegar okkur dettur í hug að lyfta okkur upp. Hún á hrós skilið fyrir dugnaðinn!

Annars að aðalatriðinu, matseði fyrir komandi viku. Ég vona að ykkur líki hann!

Vikumatseðill

Ítalskur lax með fetaostasósu

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Kjöthleifur á pönnu

Þriðjudagur: Ljúffengur kjöthleifur á pönnu

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pylsugratín með kartöflumús

Fimmtudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Grískur ofnréttur

Föstudagur: Grískur ofnréttur

Kókoskúlur

Með helgarkaffinu: Kókoskúlur

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í

HAGKAUP

Föstudagur!

SpánnÞað hefur verið þögn hér á blogginu upp á síðkastið og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski séð að ég hef verið í smá haustfríi. Við fórum til Spánar og framlengdum sumrinu aðeins í leiðinni. Það var yndislegt þrátt fyrir að ég náði mér í flensuskít sem virðist ekki ætla að fara úr mér. Alveg glatað!

SpánnÞað kom mér á óvart hversu skemmtileg borg Alicante er. Ég áttaði mig á því að ég hef vanmetið hana stórlega. Þröngar götur, góðir veitingastaðir og hótelið okkar var frábærlega staðsett á ströndinni. Eftir viku í Alicante færðum við okkur til Calpe og þangað ætla ég að fara aftur. Við gistum á þessu hóteli sem var æðislegt í alla staði. Kampavínsbar, æðisleg sólbaðsaðstaða, einn besti morgunmatur sem við höfum fengið (úrvalið gaf valkvíða á háu stigi, himneskt eftirréttahlaðborð og í glösunum var ýmist cava, nýpressaður appelsínudjús eða nespressó) og frábærlega staðsett á ströndinni með veitingastaði allt um kring.

SpánnEins gott og það er að fara í frí þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim. Það sem ég saknaði krakkana! Helgin verður nýtt í að ná sér af veikindum (þetta er hálfgert flensubæli hér þessa dagana), fylla á ísskápinn og plana næstu viku. Okkur er farið að langa í heita lifrapylsu, kartöflumús og rófustöppu, kannski að það fari á matseðil komandi viku. Haustlegur matur og ég brýt eflaust allar reglur með því að bera hann fram með Egils appelsíni (það drekkur það þó enginn nema ég). Iss, að ég skuli segja frá þessu…

Spánn

Æðislegir snickersbitar

SnickersbitarÉg sit hér heima undir teppi með beinverki og reyni hvað ég get að verða ekki veik. Malín er búin að vera veik í rúma viku og enn eru engin batamerki (hún var síðast hjá lækni í gær sem staðfesti að um mjög slæma vírussýkingu væri að ræða). Greyið er að missa svo mikið úr skólanum en hún hefur verið samviskusöm og náð að skila öllum verkefnum þrátt fyrir allt.

Snickersbitar

Á föstudaginn ætla ég í frí og því hentar mér sérlega illa að leggjast í flensu núna. Eins á ég von á ljósmyndara hingað í kvöld til að taka mynd af mér fyrir Viðskiptablaðið út af smá viðtali sem verður við mig þar. Sá á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum! Helst langar mig bara til að draga teppið yfir þrútnu kvefaugun og biðja ljósmyndarann vel að lifa.Snickersbitar

Ég ætla að nýta daginn í að hvíla mig, finna mér bækur til að lesa í fríinu og gefa ykkur uppskrift að æðislegum snickersbitum sem tekur enga stund að gera en hverfa því miður allt of fljótt í mannskapinn. Og fyrst ég er í bókapælingum ætla ég líka að mæla með tveimur bókum sem ég las í sumar, Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins (#1 New York Times bestseller) og Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes (ég las hana á sænsku, sem útskýrir sænska titilinn) sem er líka New York Times bestseller með yfir 5 milljón seld eintök. Þær eru ólíkar en ég hafði gaman af þeim báðum. Þriðja bókin á myndinni, The Power of Now eftir Eckhart Tolle, er alltaf á náttborðinu mínu og mætti eflaust vera á flestum náttborðum.

Snickersbitar

Snickersbitar

1 krukka hnetusmjör ca 350g
1 1/2 dl sýróp
1 dl sykur
9 dl cornflakes
1 tsk vanillusykur
1 dl kókosmjöl
2 pokar dökkur hjúpur (hjúpdropar, samtals 300 g)

Bræðið hnetusmjör, sýróp og sykur saman í potti. Blandan á bara að bráðna saman en ekki sjóða. Blandið cornflakes, kókosmjöli og vanillusykri saman í skál. Blandið öllu saman og þrýstið í botn á smjörpappírsklæddu skúffukökuformi. Látið kólna. Bræðið súkkulaðið og setjið yfir. Látið harðna og skerið síðan í lekkera bita.SnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitar

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP