Tíu góðar tillögur að eftirréttum fyrir áramótin

Vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

Það eru eflaust margir að velta áramótamatseðlinum fyrir sér þessa dagana. Sjálf hef ég ákveðið að hafa humar í forrétt og nautalund í aðalrétt en er enn að velta eftirréttinum fyrir mér. Fyrir þá sem eru í sömu hugleiðingum koma hér 10 stórgóðar tillögur:

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Brownies með saltri karamellusósu

Brownies með saltri karamellusósu

Tobleronemús

Tobleronemús

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Nutella semifreddo

Nutella semifreddo

Litlar og lekkerar marenskökur

marange

Pannacotta með hindberjasýrópi

Pannacotta með hindberjasýrópi

Brownikaka með Daim og jarðaberjafrauði

Browniekaka með daim og jarðaberjafrauði

Marensrúlla með ástaraldin

Marensrúlla með ástaraldin

Ísbaka með bourbon karamellu

Ísbaka með bourbon karamellu

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Flórentínur

FlórentínurÞessi jól munu eflaust fara í sögubækur fjölskyldunnar sem þau notalegustu allra tíma. Við höfum ekki hreyft okkur! Jólaboðinu sem mamma er vön að vera með á jóladag var frestað sökum veikinda sem varð til þess að við fórum aldrei á fætur í gær. Ég las í gegnum þrjár matreiðslubækur, velti áramótamatseðlinum fyrir mér, horfði á sjónvarpið og borðaði sætindi allan daginn. Hversu notalegt! Ég ætla að halda áfram á sömu nótum í dag. Það þarf að gera pláss í ísskápnum fyrir áramótamatinn og eina leiðin til að gera það er að borða það sem í honum er.

FlórentínurFlórentínur

Ég prófaði tvær nýjar smákökuuppskriftir fyrir þessi jól, flórentínur og súkklaðibitakökur, og báðar reyndust æðislegar. Malín og Gunnar hafa staðið á beit í Flórentínunum og súkkulaðibitakökurnar endaði ég á að fela í frystinum því þær hurfu allt of hratt. Báðar uppskriftirnar fann ég á blogginu Eldað í vesturbænum, æðislegt blogg sem því miður hefur legið í dvala undanfarin ár. Ég held enn í vonina að það lifni aftur við. Hér kemur uppskriftin af Flórentínunum, tekin beint af Eldað í vesturbænum.

Flórentínur

Flórentínur

(Uppskrift frá The Gourmet Cookie Book)

 • 125 ml rjómi
 • 120 g sykur
 • 45 g smjör
 • 150 g möndlur, fínsaxaðar
 • Börkur af hálfri appelsínu, rifinn eða fínsaxaður
 • 50 g hveiti

Aðferð:

Setjið rjóma, sykur og smjör saman í pott og náið upp suðu, passið að hræra reglulega því annars brennur sykurinn við botninn eða blandan sýður upp úr pottinum. Sjóðið þangað til að blandan verður þykk og karamellubrún á litinn. Slökkvið undir pottinum og hrærið möndlum, appelsínuberki og hveiti saman við.

Takið fram ofnplötu og bökunarpappír og setjið eina matskeið í einu af deiginu á plötuna með 6 cm millibili. Fletjið dropana með sleikju (ágætt að bleyta hana aðeins fyrst svo hún límist ekki við dropana).

Bakið kökurnar við 180°C í 8 – 10 mínútur. Leyfið þeim að kólna í ca. 5 mínútur áður en þær eru færðar á grind. Leyfið þeim að kólna alveg og smyrjið þær síðan með bráðnu súkkulaði.

Geymið í ísskáp.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Gleðileg jól

Gleðileg jól!Mig grunar að það séu fáir sem sitja við tölvuna í dag enda margt annað að gera á sjálfum aðfangadegi jóla. Hér hljómar jólatónlist, gjafirnar eru komnar undir tréð og ég ætla að dunda mér í eldhúsinu í dag á meðan krakkarnir keyra út jólagjafir. Þetta er fyrsta árið sem þau fara ein í gjafaleiðangur, það breyttist margt þegar Malín fékk bílpróf.

Gleðileg jól!

Í kvöld eigum við von á mömmu og bróður mínum til okkar og á matseðli kvöldsins standa bæði hamborgarahryggur og maltgrís-læri, brúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, sósa og fleira góðgæti. Ég er vön að vera með möndlugraut í hádeginu á aðfangadegi en ákvað í ár að breyta til og gera Ris a la mande með kirsuberjasósu í eftirrétt  (og auðvitað verður möndlugjöf fyrir þann heppna). Öllum leist vel á það en Gunnari þótti alveg vonlaust að fá ekki líka súkkulaðimúsina hennar mömmu þannig að henni var bætt á eftirréttaseðilinn og mamma ætlar að koma með hana með sér. Þá langaði Jakobi svoooo mikið að hafa ávexti með rjómakremi eins og mamma gerir í eftirrétt þannig að hún ákvað líka að koma með það. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi hér í kvöld!

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að jólahátíðin gefi full af ljúfum gleðistundum ♥

Gleðileg jól!

HAGKAUP

Lakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

Það virðist engin smákökusort fá að liggja óhreyfð hér á heimilinu en sú sort sem ég baka hvað oftast eru lakkrístopparnir. Ég hef bakað nokkra umganga fyrir þessi jól og þeir hverfa jafn hratt og þeir koma úr ofninum. Krakkarnir elska þá!

Lakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

 • 3 eggjahvítur
 • 200 g púðursykur
 • 1 poki lakkrískurl (150 g)
 • 1 poki karamellukurl (150 g)

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Hrærið lakkrís- og karamellukurli varlega saman við. Myndið toppa með tveimur teskeiðum og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið við 150° í 15-18 mínútur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Ég á alveg svakalega erfitt með að standast brauðmeti og gæti eflaust lifað sátt á grilluðum samlokum svo dögum skipti án þess að fá nóg. Þegar ég var yngri gaf mamma mér stundum grillaða samloku með skinku, osti, tómatsósu og lauk (ýmist með hráum eða steiktum, bæði er gott) og það þykir mér enn þann dag í dag vera æðislega gott. Síðan þykir mér líka gott að gera hefðbundna grillaða samloku með skinku og osti en fæ mér þá gott sinnep með. Og ef brauðið er gott og osturinn bragðmikill þykir mér samlokan nánast jafnast á við veislumat.

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Ég las fyrr í haust í Bon Appetit að lykillinn að góðri grillaðri samloku væri mæjónes. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að það að smyrja brauðið að utan (þær hliðar sem fara á grillið) með smjöri væri trixið komst að því að smyrja brauðið með mæjónesi gefur brakandi stökka skorpu sem gerir samlokun súpergóða. Ég mæli með að þið prófið!

Grillaðar samlokur með stökkri skorpu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Pastagratín úr því sem til er!

Pastagratín með því sem til er!

Ísskápurinn hjá mér hefur verið stútfullur upp á síðkastið en samt einhvern veginn ekkert til sem mig langar að gæða mér á. Ég tók því ákvörðun um að kaupa sem minnst í matinn og reyna frekar að nýta það sem til er. Það er svo fínt að losa aðeins pláss fyrir jólin, þegar alvöru kræsingar taka yfir. Kræsingar sem mig langar til að borða og mega gjarnan fylla bæði ísskáp og skápa.

Pastagratín með því sem til er!

Það getur oft ýmislegt skemmtilegt og gott komið úr svona skápatiltektum. Eins og þetta pastagratín sem eitthvert barnanna stakk upp á að við myndum hafa aftur á jólunum! Sama og þegið, en gott var það.

Pastagratín með því sem til er!

Ég vissi að það leyndist ýmislegt í grænmetisskúffunni og fór því í búðina og keypti piparost. Restina átti ég til hér heima. Uppskriftin er ekki heilög heldur bara til viðmiðunar og ég veit að það hefði til dæmis verið stórgott að hafa sæta kartöflu þarna með. Úr þessu varð kvöldmatur sem dugði okkur í tvo daga, og það eina sem ég keypti var einn piparostur. Grænmetið var komið á síðasta snúning og hefði annars endað í tunnunni. Hvítlauksbrauð fer vel með og gerir máltíðina enn drýgri.

Pastagratín með því sem til er!

Pastagratín úr því sem til er

 • 1/2 púrrulaukur, skorinn í strimla
 • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
 • 1 græn paprika, skorin í bita
 • 150 g sveppir, skornir í fernt
 • 5 kartöflur, skornar í bita
 • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
 • 5 dl rjómi
 • 1 piparostur
 • maldon salt
 • pipar
 • paprikukrydd
 • cayenne pipar
 • 1 grænmetisteningur
 • 500 g pasta (ósoðið)

Bræðið smjör á pönnu og steikið kartöflur og hvítlauks við miðlungsháan hita (stilling 4 af 9) í 5 mínútur. Bætið púrrulauk, rauðlauk, papriku og sveppum á pönnuna og steikið áfram í 5 mínútur til viðbótar. Hellið rjóma yfir og bætið niðurskornum piparosti og grænmetisteningi á pönnuna. Látið suðuna koma upp og sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti, pipar, paprikukryddi og smá cayenne pipar.

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Takið smá af pastavatninu og hrærið saman við grænmetissósuna á pönnunni. Hellið vatninu frá pastanu og setjið pastað í eldfast mót. Hellið grænmetissósunni yfir og blandið öllu vel saman. Stráið osti yfir og setjið í 180° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með parmesan og hvítlauksbrauði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Bragðmikið og hollt túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Ég hef aldrei haft jafn lítið fyrir jólunum í ár og mér líður eins og ég sé að svíkjast undan eða gleyma einhverju. Jólagjafirnar eru keyptar, smákökurnar hafa verið bakaðar (og borðaðar… og bakaðar aftur) og um daginn sló ég til og keypti gervijólatré. Ég hef undanfarin ár verið með lifandi tré og endurtekið sömu vitleysuna, þ.e. að keyra á milli verslana (tek heilan dag í þetta) og þykja öll tréin ljót, enda á að kaupa það skársta og um leið og ég hef komið með það heim orðið handviss um að tréð sé fullt af pöddum. Þá hef ég sett það í sturtu og látið það dúsa þar yfir nóttina. Á þessum tímapunkti dauðsé ég eftir að hafa keypt lifandi tré og ekki staðið við loforð fyrra árs um að kaupa aldrei aftur lifandi tré. Gjörsamlega galin hegðun sem endurtekur sig á hverju ári! En í ár ákvað ég að láta vaða beint í gervitréið og hlakka til að sleppa við dramakastið. Ég vona að ég eigi ekki eftir að sjá eftir því eða fá dramakast yfir að vera ekki með lifandi tré. Það væri nú eitthvað…

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

En á meðan beðið er eftir jólunum reyni ég að halda mér nokkurn veginn á mottunni matarlega séð. Það er jú svo mikil matarveisla framundan. Mér var um daginn bent á túnfisk í chillisósu sem væri svo góður. Ég hef aldrei tekið eftir honum áður en kannski hefur hann verið til lengi? Ég ákvað að nota hann í heilsusamlegt túnfisksalat sem heppnaðist æðislega vel og hefur verið snarlið mitt undanfarna daga. Það er svo gott að eiga salatið í ísskápnum og frábært að setja ofan á hrökkbrauð (og enn betra á Ritzkex). Salatið er bragðmikið og fullkomið sem snarl eða í saumaklúbbinn.

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Bragðmikið túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

 • 1 dós túnfiskur í chillisósu (frá Ora)
 • 5 sólþurrkaðir tómatar frá Sacla
 • 10 ólívur
 • 1/4 – 1/2 rauðlaukur
 • 2 dl kotasæla

Hakkið tómata og rauðlauk, setjið allt í skál og hrærið vel saman.

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívumTúnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP