Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Þó að haustið sé handan við hornið er enn heilmikið eftir af grilltímabilinu. Ég keypti mér fyrir nokkrum árum grillstand fyrir kjúkling eftir að hafa ítrekað heyrt vinnufélaga mína dásama honum. Ég veit ekki hversu oft við höfum skellt kjúklingi á standinn þegar okkur langar í eitthvað gott en nennum ekki að hafa mikið fyrir matnum og óhætt að segja að þetta reyndust góð kaup. Á miðjum standinum er skál sem settur er bjór í (sem sér til þess að kjúklingurinn verður ekki þurr), kryddaður kjúklingur er settur ofan á skálina og að lokum er tappi settur í hálsopið. Herlegheitin eru síðan sett á lokað grill í um klukkustund. Það þarf ekkert að hugsa um kjúklinginn á meðan hann grillast og það bregst ekki að hann verður mjúkur og dásamlega góður í hvert einasta skipti! Ég mæli með þessu.

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Við borðum grillaða kjúklinginn ansi oft eins og hér á myndunum, þ.e. sem hálfgerðan skyndibita með djúpsteiktum frönskum, hrásalati og piparostasósu. Ég fæ aldrei leið á þessu. Hér breyttum við út af vananum og höfðum parmesanfranskar með kjúklingnum. Franskarnar eru djúpsteiktar og um leið og þær koma upp úr pottinum eru þær saltaðar og velt upp úr fínrifnum parmesanosti (þessi sem maður kaupir tilbúinn rifinn). Hristið vel saman og stráið smá meiri parmesanosti yfir þegar hann byrjar að bráðna. Passar vel með öllum grillmat!

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

HAGKAUP

Dumlekökur í ofnskúffu

Dumlekökur í ofnskúffu

Hér áður fyrr, þegar börnin voru yngri, gat ágústmánuður oft verið svolítið snúin. Þá var sumarfríið oft búið hjá okkur foreldrunum en skólinn ekki byrjaður og málin voru leyst með því að skrá börnin á sumarnámskeið. Í dag er þetta liðin saga og börnin orðin svo stór að í ár voru þau í fyrsta sinn öll í sumarvinnu.  Það sem mér þykir ekki minna merkilegt er að í fyrsta sinn á ævinni kom sú staða upp að ég hef nánast verið ein heima í heila viku! Ég man varla eftir að hafa nokkurn tímann verið ein heima í sólarhring þannig að þetta eru svo sannarlega viðbrigði. Í fyrstu hugsaði ég með mér að það væri nú ágætt að þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfa mig en þetta fer að verða gott. Á morgun kemur Malín heim (eftir tveggja vikna flakk um Stokkhólm og Wales) og ég get ekki beðið!

Dumlekökur í ofnskúffu

Í vikunni hef ég komið ýmsu í verk og þegar ég var að renna yfir myndirnar í tölvunni í gærkvöldi þá rakst ég á þessar af Dumle kökum sem ég bakaði fyrr í sumar. Þær voru æðislegar og áttu auðvitað að vera fyrir löngu komnar inn á bloggið. Það hentar jú sjaldan jafn vel að eiga góðgæti með kaffinu en þegar allir eru heima í sumarfríi! Þessi uppskrift er stór og gefur um 50 kökur sem hægt er að frysta og taka út eftir þörfum. Ég mæli þó með að þeim sé komið strax í frystinn því annars eiga þær eftir að klárast upp til agna áður en þú veist af. Þar tala ég af reynslu!

Dumlekökur í ofnskúffu

Dumlekökur (uppskriftin gefur um 50 kökur)

  • 300 g smjör, við stofuhita
  • 3 dl sykur
  • 2 msk vanillusykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • 3 mak sýróp
  • 7,5 dl hveiti
  • 2 pokar Dumle karamellur (samtals 240 g), hakkaðar

Hitið ofninn í 175° og klæðið ofnskúffu með bökunarpappír. Hnoðið öll hráefnin, fyrir utan Dumle karamellurnar, saman í deig og þrýstið því í ofnskúffuna þannig að það verði jafn þykkt og fylli út í hana. Stráið hökkuðum Dumle karamellum yfir. Bakið 10-12 mínútur, þar til kanntarnir hafa fengið gylltan lit. Látið kólna og skerið síðan í bita.

Dumlekökur í ofnskúffu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í lok júlí fór Jakob í vikuferð til Finnlands í sumarbúðir. Á meðan var ég eins og vængbrotinn fugl hér heima en hann upplifði bestu daga lífs síns. Það sem hann skemmti sér vel og þrátt fyrir að við settum ferðafrelsi á símann hans heyrðist varla frá honum þessa vikuna. Eftir langa viku sóttum við Gunnar hann á Leifsstöð þar sem við fengum að bíða í klukkutíma áður en hann lét sjá sig.

Vikumatseðill

Jakob kom færandi hendi, með gjafir handa öllum. Ég fékk nýjan mumminbolla í safnið sem ég elska og varð strax uppáhalds bollinn minn!

Vikumatseðill

Í fjarveru Jakobs nýttum við Gunnar góðviðrið einn seinnipartinn í göngu í Esjunni. Vissuð þið að ef farið er út fyrir stígana og ekki hefðbundna leið upp að steini þá má finna vilt jarðaber og hindber? Við höfðum ekki gengið lengi þegar við sáum lítil en bragðgóð jarðaber sem við týndum upp í okkur.

VikumatseðillVikumatseðillVikumatseðill

Þegar við komum niður rákumst við á þennan fallega hund sem býr á svæðinu. Okkur langaði að eiga hann.

Vikumatseðill

Það er orðið þónokkuð langt síðan ég setti inn vikumatseðil og þar sem margir eru að detta í vinnu aftur eftir sumarfrí þá getur verið gott að skipuleggja matarvikuna og gera stórinnkaup, því hver nennir í búðina eftir vinnudaginn þegar manni langar mest til að vera heima í sumarfríi? Ekki ég. Hér kemur því sumarlegur matseðill sem gefur veislu alla vikuna!

Vikumatseðill

Pönnusteiktur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi

Mánudagur: Pönnusteiktur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi

BBQ-Pizza

Þriðjudagur: Grilluð BBQ-pizza

Japanskt kjúklingasalat

Miðvikudagur: Japanskt kjúklingasalat

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Fimmtudagur: Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

BBQ-Hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauk og hvítmygluosti

Föstudagur: BBQ-hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauk og hvítmygluosti

Torta di Pernilla

Með helgarkaffinu: Torta di Pernilla

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Kaupmannahöfn!

Kaupmannahöfn!

Þá er verslunarmannahelgin að baki og sumarið farið að styttast í annan endann. Í fyrra fórum við með krakkana á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en í ár eyddi ég helginni í Kaupmannahöfn með mömmu, bróður mínum og systur minni sem býr í þar. Ferðina fórum við í tilefni af sjötugsafmælis mömmu sem við fögnuðum sem aldrei fyrr. Myndin að ofan er tekin á sjálfum afmælisdeginum sem við hófum í bröns á Hilton. Systurdóttir mín hafði tekið með sér fínustu kórónuna fyrir ömmu sína, það dugar auðvitað ekkert minna þegar fagnað er stórafmælum! Myndirnar hér að neðan eru hins vegar frá morgunverðinum deginum áður sem við borðuðum á heilsustaðnum 42raw.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Við borðuðum svo góðan mat í ferðinni að ég var stöðugt pakksödd í fjóra daga. Mér datt í hug að það gæti verið snjallt deila þeim góðu veitingastöðum sem við fórum á, ef ske kynni að einhver væri á leið til Köben og vantar hugmyndir. Það er auðvitað hafsjór af góðum veitingastöðum í Kaupmannahöfn en ég má til með að benda á æðislegan stað sem ég hafði ekki farið á áður,  Sticks´n´sushi á Tivoli Hotel. Æðislegur matur, góðir kokteilar og stórkostlegt útsýni! Bókið borð og mætið tímalega því það er ekki annað hægt en að hefja kvöldið á fordrykk í rólunum bak við barinn, með útsýni yfir Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Cafe Viktor er annar staður sem ég má til með að mæla með. Dásamlega fallegt umhverfi og góður matur. Ef heppnin er með þér gætir þú rekist á kóngafólkið eða, eins og í okkar tilfelli, haft Ole Henriksen á næsta borði.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Það kann að hljóma óspennandi að fara í bröns á Kastrup en eftir að hafa heyrt að Hilton hótelið þar hefði verið valinn besti brönsstaður Kaupmannahafnar hoppuðum við upp í Uber og létum slag standa.  Við sáum ekki eftir því og enduðum á að sitja þar í fleiri tíma og njóta alls þess góða sem staðurinn hafði upp á að bjóða.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Að lokum má ég til með að benda á Skagen Fiskerestaurant á Illum Rooftop þar sem við fengum æðislegan mat. Rauðsprettan var klikkgóð og fish´n chips með því besta sem við höfum smakkað. Upplagt að gera hlé á búðarröltinu og fá sér góðan hádegisverð þar.

image image

Á milli þess sem við borðuðum nutum við þess að rölta um Kaupmannahöfn og knúsa systurbörnin mín sem við sjáum allt of sjaldan.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Yndisleg ferð sem við munum seint gleyma.

HAGKAUP