Vikumatseðill

Þar sem ég var í París um síðustu helgi og kom ekki heim fyrr en á þriðjudag fór lítið fyrir vikumatseðlinum þá vikuna, bæði á blogginu og hér heima. Eftir vinnu á miðvikudag og fimmtudag ráfaði ég um búðina og reyndi að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til að hafa í kvöldmat en með glötuðum árangri. Soðinn fiskur og Dominos pizza varð lendingin. Á föstudeginum rofaði til og ég eldaði ljúffengan tælenskan kjúklingarétt sem ég ætla að setja fljótlega inn á bloggið. Til að koma í veg fyrir að vitleysan endurtaki sig hef ég eytt morgninum í að undirbúa matarvikuna. Það sem ég elska vikumatseðla og stórinnkaup!

Vikumatseðill

Smjörsteiktur þorskur

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Brokkólí- og sveppabaka

Þriðjudagur: Brokkólí og sveppabaka

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Einfalt og stórgott lasagna

Fimmtudagur: Einfalt og stórgott lasagna

Indverskur Butter Chicken

Föstudagur: Indverskur Butter Chicken

Snickersbitar

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

París

París

Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski séð að ég fór í smá frí til Parísar. Þegar ég var í Kaupmannahöfn í ágúst kom Hannes mér á óvart og sendi mér mynd af tveimur flugmiðum til Parísar. Hann var þá búinn að bóka 5 daga ferð fyrir okkur og það sem ég hef beðið spennt síðan þá. Ég hef legið yfir veitingastöðum og við vorum búin að bóka borð fyrir öll kvöldin áður en við fórum út. Þar sem ég veit að margir voru ánægðir með veitingastaðaábendingarnar frá Kaupmannahafnarferðinni ætla ég að taka aftur saman lista yfir þá veitingastaði sem við borðuðum á og vorum ánægð með.

ParísParís

Við flugum með morgunflugi til Parísar eftir aðeins tveggja tíma svefn og vorum því ekki líkleg til stórverka fyrsta daginn. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu fengum við okkur göngutúr og settumst inn á eitt elsta kaffihús Parísar, Cafe de Flora. Þar er gaman að sitja og fylgjast með mannlífinu, fá sér hvítvín og pipraðar kartöfluflögur.

ParísParís

Um kvöldið áttum við bókað borð á Brasserie LIPP, sem er kannski þekktastur fyrir nautasteikina og bernasie sósuna sína, sem og að Hemmingway var fastagestur þar. Við fengum okkur naut og bernaise sem var alveg hreint ólýsanlega gott. Sjarmerandi staður og góður matur.

ParísParísParís

Í hádeginu daginn eftir áttum við bókað borð á L´Avenue. Þar hefði ég getað eytt öllum deginum! Við fengum okkur hvítvín, snigla og reyktan lax með blinis, brjálæðislega gott. Þarna er hægt að sitja endalaust og fylgjast með fólkinu í kring. Þú gætir jafnvel rekist á stjörnur á borð við Rihanna, Justin Bieber, Kim Kardashian og Kanye West.

ParísParísParísParís

Um kvöldið borðuðum við á Hotel Costes. Maturinn var æðislegur og umhverfið ekki síðra. Tælenskar vorrúllur í forrétt, humar og nautakjöt í aðalrétt og marangebomba og sorbet í eftirrétt. Kampavín í fordrykk og hvítvín með matnum. Fólkið á næsta borði var skemmtilegt og bauð okkur upp á freyðivín og skál eftir matinn. Frábært kvöld í alla staði.

ParísParísParísParís

Við byrjuðum laugardaginn á morgunverði á Buvette, en staðurinn er einnig í New York. Við pöntuðum okkur croque monsieur sem var mjög gott, en ég horfði girndaraugum á avókadóbrauðið og vöfflupönnukökuna með beikoni og hlynsýrópi sem fólkið á næsta borði fékk sér. Það mun ég panta næst.

ParísParís

Eftir að hafa rölt um stræti Parísar settumst við aftur inn á Hotel Costes, í þetta sinn á barinn. Mojito og franskar er kannski ekki hefðbundið snarl en rann vel niður. Notalegur bar með svoooo þægilegum sætum, kannski af því að þreytan var farin að segja til sín…

ParísParísParísParísParísParísParís

Pershing Hall varð fyrir valinu um kvöldið og gaf Hotel Costes ekkert eftir. Míníborgarar með stökku andarkjöti og tælensku salati í forrétt, angus naut í teriyaki og kartöflumús fyrir Hannes og pad thai með humri fyrir mig í aðalrétt og í eftirrétt deildum við súkkulaðikökusneið. Bellini í fordrykk og hvítvín með matnum. Dásamlegt í alla staði!

ParísParís

Sunnudagurinn hófst á Le Pain Quotidien, þar sem allt er lífrænt ræktað og gott. Ég fékk mér avokadóbrauð og súkkulaðicrossant en Hannes eggjaköku með sveppum og salat. Frábær byrjun á deginum.

ParísParísParísParísParís

Um kvöldið fórum við á Ralph Laurent veitingastaðinn, Ralph´s. Þar fengum við okkur hamborgara og rauðvín í æðislega fallegu umhverfi og eftirrétta þrennu sem setti punktinn yfir i-ið. Þessi veitingastaður kom einna mest á óvart, svo dásamlega fallegur og sjarmerandi.

ParísParís

Á mánudagskvöldinu vorum við búin að bóka borð á Chez George. Staðurinn var í uppáhaldi hjá Juliu Child þegar hún bjó í París og hefur haldist óbreyttur í útliti síðan þá. Bon Appetit setur Chez George á lista yfir “ 5 must visit“ veitingastaði í París og lýsir staðnum sem einn af best varðveittustu bistróstöðum borgarinnar. Staðurinn er alltaf þétt setinn og eftir að hafa hlustað á fólkið á næsta borði dásama matinn sinn gat ég ekki setið á mér og spurði hvað þau höfðu pantað. Þau sögðust þá hafa pantað það sama og fólkið á næsta borði því þau höfðu að hrósað réttinum í bak og fyrir, nautafilé í sinneps rjóma og koníakssósu. Rétturinn er víst sá vinsælasti á staðnum og var meiriháttar góður. Eftirrétturinn var ekki síðri, baðaður upp úr súkkulaðisósu.

ParísParís

Á milli þess sem við röltum um stræti Parísar settumst við reglulega niður í drykk og hressingu. Við fórum á Ladurée sem væri synd að láta framhjá sér fara. Bæði fórum við á kaffihúsið og fengum okkur ostaköku og heitt súkkulaði/kaffi og á barinn í makkarónur og freyðivín. Sjarmerandi staðir og dásamlegir í alla staði.

París

Það má ekki fara til Parísar án þess að setjast inn á gott Creperie. Ég var ekki með neinn valkvíða þar, crepes með súkkulaðisósu húsins, por favor! Sjúklega gott.

París

París

Síðan rann einn og annar drykkur niður á milli búða og óhætt að segja að það væsti ekki um okkur.

ParisParisParis

Hótelið sem við gistum á heitir Le Cinq Codet. Ég hef varla sofið í betra rúmi og mig langaði mest til að taka rúmið, sængina og koddana með mér heim. Síðan þótti mér notalegt að það var komið með súkkulaði á hverju kvöldi upp á herbergi til okkar og á hverjum degi fengum við hreina sloppa og inniskó. Það má vel venjast slíku, sérstaklega kvöldsúkkulaðinu…

HAGKAUP

 

Hafarstykki með jarðaberjasultu

Hafarstykki með jarðaberjasultu

Ef þetta veður er ekki kjörið til þess að dunda sér í eldhúsinu þá veit ég ekki hvað. Síðan er jú líka svo brjálæðislega notalegt að setjast niður með nýbakað kvöldkaffi þegar rigningin ber rúðurnar. Ég bakaði um daginn hafrastykki sem strákarnir mínir elskuðu og mig grunar að þeir hafi borðað þau í öll mál daginn eftir því þau voru búin þegar ég kom heim úr vinnunni.

Hafarstykki með jarðaberjasultu

Uppskriftin kemur frá Ree Drummond sem er kannski betur þekkt sem The Pioneer Woman. Ég á nokkrar af matreiðslubókunum hennar og get lofað að uppskriftirnar klikka aldrei! Þessi uppskrift var engin undantekning. Hafrastykkin minna óneytanlega á hjónabandssælu og kannski helsti munurinn sá að það er jarðaberjasulta í þeim. Skemmtileg tilbreyting sem vert er að prófa!

Hafarstykki með jarðaberjasultu

Hafrastykki með jarðaberjasultu – uppskrift frá The pioneer woman

 • 200 g smjör
 • 250 g hveiti
 • 140 g haframjöl
 • 200 g púðursykur
 • 1 tsk lyftiduft
 • ¼ salt
 • 1 krukka St. Dalfour jarðaberjasulta (284 g)

Hitið ofninn í 175° og smyrjið (eða klæðið með smjörpappír) form sem er um 22 x 33 cm að stærð.

Blandið saman hveiti, haframjöli, púðursykri, lyftidufti og salti. Skerið smjörið í bita og blandið saman við þurrefnin þannig að úr verði gróf mylsna. Setjið helminginn af mylsnunni í formið og þrýstið henni í botninn á því. Setjið sultuna yfir. Setjið seinni helminginn af mylsnunni yfir og þrýstið aðeins yfir hana.

Bakið í 35-40 mínútur. Látið kólna í forminu og skerið síðan í bita.

Hafarstykki með jarðaberjasultuHafarstykki með jarðaberjasultuHafarstykki með jarðaberjasultuHafarstykki með jarðaberjasultuHafarstykki með jarðaberjasultu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Mjúk appelsínukaka

Mjúk appelsínukaka

Eftir annasömustu viku í langann tíma og alveg svakalega byrjun á helginni þá langar mig að gera alveg ofboðslega lítið í dag. Nýta þetta fallega veður í góðann göngutúr, baka köku með kaffinu og eyða kvöldinu í náttfötum í sjónvarpssófanum horfandi á The Good Wife.

Mjúk appelsínukaka

Ef það eru fleiri en ég í bökunarhugleiðingum þá er ég með uppskrift af æðislegri appelssínuköku sem allir kunnu að meta hér á bæ. Yfir kökuna bræddi ég einfaldlega suðusúkkulaði sem fór vel með appelsínubragðinu en það má líka bara sigta flórsykur yfir hana eða gera glassúr úr flórsykri og ferskum appelsínusafa.

Mjúk appelsínukaka

Mjúk appelsínukaka

 • 1 ½ bolli hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ½ bolli sykur
 • 2 egg
 • 3 msk mjólk
 • ¾ bolli nýkreistur appelsínusafi (u.þ.b. 3 appelsínur)
 • ½ bolli olía (ekki ólífuolía)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 5-6 msk fínrifið appelsínuhýði (u.þ.b. 3 appelsínur)
 • Smá salt

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.

Sigtið saman þurrefnin í skál og blandið þeim saman.

Hrærið egg, mjólk, appelsínusafa, olíu, appelsínuhýði og vanilludropa saman í annari skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við í skömmtum og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Passið að hræra ekki deigið of lengi. Setjið deigið í smurt kökuformið og bakið í 30-40 mínútur, eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Brasilískur fiskréttur

Brasilískur fiskréttur

Ég er svolítið hrædd um að færslan mín í gær hafi misskilist. Ég hef nefnilega fengið skilaboð frá hugulsömum lesendum sem hafa boðist til að taka þátt í að greiða af blogginu og jafnvel hvatt mig til að gera bloggið að áskriftarsíðu. Á sama tíma og það hlýjar mér inn að hjartarótum hvað þið hugsið fallega og að ykkur er annt um bloggið þá fæ ég samviskubit ef færslan hefur skilist á þann hátt að ég væri í vandræðum með að greiða kostnaðinn sem fylgir því að halda blogginu úti. Ég vil því útskýra málið betur. Ég er ekki í neinum vandræðum með að fjármagna bloggið, heldur snérist vandamálið um það að WordPress (sem hýsir bloggið mitt) virtist synja kortinu mínu þrátt fyrir að kortafyrirtækið sagði að greiðslan hafi verið tekin út af því. Ég var því hrædd um að bloggið myndi hverfa þar sem WordPress vildi ekki kannast við að hafa móttekið greiðsluna. Þetta virtust þó óþarfa áhyggjur því bloggið er hér enn! Ég sendi fyrirspurn á WordPress varðandi þetta bíó og þeir eru að reyna að finna út úr þessu. Bloggið er því ekki að fara neitt enda veit ég fátt skemmtilegra en að halda því úti.

Brasilískur fiskréttur

Eins og flesta mánudaga var hér fiskur á borðum í kvöld. Ég þarf að fara að breyta því fyrirkomulagi því strákarnir fá fisk í skólanum á mánudögum og myndu því eflaust þiggja eitthvað annað hér heima. Þessi réttur var þó vinsæll og ég gat ekki betur séð en að allir voru mjög ánægðir með hann.

Brasilískur fiskréttur

Brasilískur fiskréttur – uppskrift frá Recipetineats.com

Fiskurinn

 • 500 g þorskur
 • 1 msk sítrónusafi
 • ¼ tsk salt
 • svartur pipar
 • 1 msk ólífuolía

Sósan

 • 1½ msk ólífuolía
 • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð eða pressuð
 • 1 lítill laukur, fínhakkaður
 • 1 stór rauðpaprika, sneidd
 • 1½ tsk sykur
 • 1 msk kúmin (ath. ekki það sama og kúmen)
 • 1 msk paprikukrydd
 • ½ – 1 tsk cayenne pipar
 • ½ tsk salt
 • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
 • 1 dós (400 ml) hakkaðar tómatar
 • 1 teningur fiskikraftur
Yfir réttinn
 • 1 msk lime safi
 • 3 msk grófhakkað ferskt kóriander

Fiskurinn:

Skerið fiskinn í 2,5 cm bita og blandið saman við lime safa, salt og pipar. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp í um 20 mínútur.

Hitið 1 msk af ólífuolíu í stórum potti eða djúpri pönnu yfir háum hita. Setjið fiskinn í pottinn og steikið þar til fiskurinn er næstum fulleldaður og farinn að brúnast aðeins. Takið fiskinn úr pottinum og leggið hann til hliðar.

Sósan:

Lækkið hitan undir pottinum í miðlungsháann og bætið 1½ af ólífuolíu í hann. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið í um 1½ mínútu eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið paprikunni í pottinn og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið það sem eftir er af hráefnunum í sósuna í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna. Smakkið til með salti og pipar. Bætið fiskinum í pottinn og látið sjóða í um 2 mínútur, svo fiskurinn nái að hitna aftur. Hrærið lime safa saman við og skreytið með fersku kóriander áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Vikumatseðill

Ég sit hér í smá vafa yfir hvort að bloggið mitt verði ennþá til á morgunn. Það kostar nefnilega peninga að halda úti bloggi og þegar bloggið er orðið jafn stórt og mitt þá er það enn dýrara því því það tekur meira pláss. Þegar ég greiddi reikninginn fyrir auka plássið í gær fékk ég tilkynningu um að greiðslan hafi ekki farið í gegn en á sama tíma fékk ég staðfestingu fyrir greiðslunni í símann minn. Ég skil því hvorki upp né niður í þessum misvísandi skilaboðum og verð ekki róleg fyrr en ég fæ botn í málið. Þið látið ykkur því ekki bregða ef bloggið liggur niðri á morgunn, það er þá vonandi bara tímabundið ástand!

Vikumatseðill

Mexíkófiskur

Mánudagur: Mexíkófiskur

Nautahakks og makkarónupanna

Þriðjudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Pylsugratín með kartöflumús

Miðvikudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Fimmtudagur: Pasta í rjómasósu með beikoni og sveppum

Tælenskur kjúklingur með kókos

Föstudagur: Tælenskur kjúklingur með kókos

Bananakaka með súkkulaðikremi

Með helgarkaffinu: Bananakaka með súkkulaðikremi

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Góð byrjun á deginum

Góð byrjun á deginum

Ég efast ekki um að flesti leggi meira í morgunverðinn um helgar en á virkum dögum. Ég gef mér varla tíma fyrir morgunverð yfir vinnuvikuna en bæti þó vel upp fyrir það um helgar. Fæ æði fyrir einhverjum ákveðnum helgarmorgunmat og borða það sama helgi eftir helgi svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir áður en ég breyti til. Þessar kotasælupönnunkökur voru fastur liður hér á borðum í ansi langan tíma og ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef hitað frosið crossant í ofninum og fyllt þau síðan með eggjahræru og skinku.

Góð byrjun á deginum

Nýjasta æðið eru ristaðar beyglur með rjómaosti og góðri sultu (sulturnar frá St. Dalfour eru í algjöru uppáhaldi). Þetta æði hófst um það leiti sem nýja brauðristin kom í hús en á henni er sérstök beyglustilling sem ristar þær fullkomlega (það er líka hægt að hita beyglurnar í ofni sé þessi fítus ekki til staðar á brauðristinni). Ef ég ætla að gera virkilega vel við mig geri ég heitt súkkulaði með rjóma með. Svo ótrúlega notaleg byrjun á deginum. Ég mæli með þessu, sérstaklega núna þegar það er kuldalegt úti og extra notalegt að sitja inni yfir góðum morgunverði og lesa blaðið í ró og næði.

Góð byrjun á deginum

Og úr helgarmorgunverðinum í helgarkvöldverðinn. Ef þið eruð hugmyndasnauð fyrir helgarmatnum þá sting ég upp á Pad thai á föstudagskvöldinu, kjúkling með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu á laugardagskvöldinu og hægeldað boeuf bourguignon á sunnudagskvöldinu. Að því sögðu óska ég ykkur góðrar helgar.

Kjúklinga Pad ThaiKjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósuBoeuf bourguignon

HAGKAUP