Vestmannaeyjar og ný krydd frá lækninum í eldhúsinu

Við eyddum helginni í Vestmannaeyjum og ég má til með að deila nokkrum myndum úr ferðinni. Vestmannaeyjar eru dásamlegar að heimsækja og eru mér kannski sérlega kærar þar sem ég er ættuð úr Eyjum. Ég hef þó aldrei búið þar sjálf.

Þegar við komum til Eyja á föstudeginum tóku rigning og rok á móti okkur. Það var því upplagt að keyra beint út á Stórhöfða og leyfa krökkunum að finna hversu hvasst getur orðið þar. Það var varla stætt!

Eins og vill verða um helgar þá var nánast borðað út í eitt. Við grilluðum bæði föstudags- og laugardagskvöld, vorum með bröns á laugardeginum og kaffi og kvöldkaffi báða dagana! Þess á milli var borðaður ís og nammi. Hamingjan hjálpi mér hvað lífið getur verið ljúft.

Laugardagurinn bauð hins vegar upp á sól og blíðu. Við gengum um bæinn, fengum okkur ís, sprönguðum, björguðum ungum sem höfðu fallið úr hreiðri, fórum í sund og gengum á Heimaklett. Það er æðislega gaman að ganga á hann og tekur stuttan tíma (tekur í það heila um klukkutíma með góðu stoppi á toppnum). Stigarnir eru brattir og kannski ekki fyrir lofthrædda en gangan er annars lauflétt. Við mættum þó túristum með þrjú lítil börn í Crocks skóm á leiðinni upp. Mér leist ekkert á það! Eftir matinn fóru krakkarnir aftur að spranga og þegar þau komu heim settust þau niður og spiluðu Fimbulfamb langt fram eftir nóttu. Þau hafa endalaust úthald!

Á sunnudeginum fórum við á Eldheimasafnið og ef einhver lesandi er á leið til Eyja þá mæli ég hiklaust með viðkomu þar. Ég veit ekki hvort það megi taka myndir þar inni en ég sá fólk mynda og smellti þá af þessari einu mynd. Þetta hús var grafið upp og það er magnað að sjá inn í það og heyra lýsingu íbúanna frá nóttinni sem gosið hófst (það fá allir heyrnatól með frásögnum). Safnið er bæði áhrifamikið og áhugavert!

Í lokin má ég til með að segja ykkur að þegar ég kom heim frá Stokkhólmi um daginn beið mín glaðningur frá Ragnari Frey (Læknirinn í eldhúsinu) en hann hafði litið við og skilið eftir handa mér Grillbókina og nýju kryddlínuna frá honum. Grillbókin hefur staðið á óskalistanum hjá mér og ég var því alsæl að eignast hana. Síðan get ég í fullri hreinskilni sagt að kryddin eru himnesk! Við tókum Yfir holt og heiðar með okkur til Eyja og krydduðum lambalundir með því. Lyktin af kryddunum er ólýsanlega góð og gæðin eftir því, enda ekki við öðru að búast frá honum. Ég mæli svo sannarlega með þeim! 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Pizza með sýrðum rjóma og kavíar

Eftir Stokkhólmsfærsluna er kannski viðeigandi að setja inn uppskrift af pizzu sem er vinsæl í Svíþjóð og í miklu uppahaldi hjá mér. Ég hef séð pizzuna víða á sænskum bloggum en hún er bæði einföld (sérstaklega ef maður kaupir tilbúið pizzadeig) og brjálæðislega góð.

Þessi pizza er eflaust ekki allra og krakkarnir hér fúlsa við henni en ég fæ ekki nóg. Mér þykir hún himnesk og passa sérlega vel yfir sumartímann með köldu hvítvínsglasi. Þið bara verðið að prófa!

Pizza með sýrðum rjóma og kavíar

 • pizzabotn
 • philadelphia rjómaostur
 • parmesan
 • rauðlaukur
 • graslaukur
 • sýrður rjómi
 • kavíar
 • sítróna

Gerið pizzadeig eða kaupið tilbúið og fletjið/rúllið út. Smyrjið Philadelphia rjómaosti yfir og stráið rifnum parmesan yfir rjómaostinn. Skerið rauðlaukinn niður og stráið yfir. Bakið við 200° í ca 10-15 mínútur. Takið pizzuna úr ofninum, stráið graslauk yfir og setjið doppur af sýrðum rjóma og kavíar yfir pizzuna. Skreytið með sítrónusneiðum og berið fram.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Löng helgi í Stokkhólmi

Við Hannes tókum skyndiákvörðun síðasta miðvikudag og bókuðum okkur ferð til Stokkhólms yfir helgina. Við vorum heppin að ná síðasta herberginu á Berns (Haymarket var uppbókað) og fengum stórt og gott herbergi á efstu hæð. Veðrið var æðislegt, sól og yfir 20 gráður langt fram eftir kvöldi. Við nutum til hins ýtrasta!

Þar sem fyrirvarinn var stuttur (innan við sólarhringur!) náði ég ekki að bóka veitingastaði eins og ég er vön að gera en það kom ekki að sök. Við borðuðum æðislegan mat og ég uppgötvaði í leiðinni nýjan stað sem varð strax uppáhalds. Eftir ferðina eru nokkrir staðir sem mig langar að benda á.


Það er ekkert nýtt að ég dásami Sturehof en þangað fer ég í hverri einustu Stokkhólmsferð og panta alltaf það sama, toast skagen og hvítvínsglas. Best í heimi!

Koh Phangan er góður tælenskur staður  með frábærum mat á góðu verði. Við vorum heppin að ná borði uti og sátum frameftir kvöldi yfir matum.

Taverna Brillo er annnar góður staður sem við borðuðum tvisvar á og í bæði skiptin fengum við borð úti í sólinni. Í fyrra skiptið fengum við okkur trufflu mac & cheese sem var æði og í það seinna pizzu með ítalskri skinku, parmesan, ruccola, valhnetum og sítrónu sem var ekki síðri.

Phils burger er vinsæll hamborgarastaður sem er á nokkrum stöðum um Stokkhólm og er með æðislega hamborgara. Ég fékk mér með karamelluseruðum lauki og trufflu majónesi sem var brjálæðislega góður. Hannes fékk sér borgara sem hét Phils Limited burger og var með asísku tvisti. Með borgurunum fengum við okkur bæði venjulegar og sætkartöflufranskar, bearnaise og Phil´s dipp sauce. Ég komst varla heim því ég var svo södd.

Síðast en ekki síst er nýjasti uppáhalds veitingastaðurinn, PA&Co. Ég get ekki hætt að hugsa um matinn sem við fengum þar, hann var himneskur! Eftir matinn röltum við yfir á Grand hotel og fengum okkur drykk undir lifandi píanóleik og söngi. Útsýnið frá barnum á Grand hotel er æðislegt og sérstaklega á svona fallegum sumarkvöldum.


Fallegasti kokteill sem ég hef séð fengum við á Hotel Kung Carl. Þar eru þaksvalir sem fáir vita um og virkilega notalegt að sitja þar á sumarkvöldum.


Eftir að hafa rölt borgina þvera og endilanga og gengið vel yfir 20 km á laugardeginum settumst við niður á þaksvölunum á Scandic Continental. Það var 23 gráðu hiti, glampandi sól og æðisleg stemning. Skemmtilegur staður með útsýni yfir borgina.

Ég læt hér við sitja í þetta sinn en hér má lesa fleiri ábendingar varðandi Stokkhólm.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kjúklingagyros

Þetta var stutt vinnuvika og strax að koma helgi aftur. Gunnar er að keppa annað kvöld og því verður kvöldmaturinn eflaust mexíkósk kjúklingasúpa (já, enn og aftur!) sem ég get útbúið áður en við höldum á völlinn og hitað okkur upp þegar við komum köld heim. Á laugardaginn langar mig hins vegar til að elda kjúklingagyros, því það er jú bara svo gott!

Uppskriftin er einföld og eflaust fá hráefni sem þarf að hlaupa út í búð eftir. Krakkarnir setja kjúklinginn í pítubrauð með sósu og grænmeti en mér þykir líka gott að hafa bara salat með (og síðan stenst ég aldrei franskar kartöflur, sérstaklega ekki ef þær eru djúpsteiktar). Hvíta sósan sem er á myndinni er hvítlaukssósa (ef einhver er að velta því fyrir sér).

Kjúklinga Gyros

Gyros kryddblanda:

 • 2 msk cummin
 • 2 msk paprika
 • 2 msk oregano
 • 1 msk hvítlaukskrydd
 • 1/2 tsk kanil
 • 1/2 tsk salt
 • chillí eftir smekk

Blandið öllu saman.

Kjúklinga gyros:

 • 900 g kjúklingabringur
 • gyroskryddblandan (uppskriftin passar fyrir 900 g af kjúklingi)
 • 1/2 dl ólífuolía
 • safi frá 1/2 sítrónu

Skerið kjúklinginn í strimla og setjið í hreinan plastpoka. Bætið kryddblöndunni, olíu og sítrónusafa saman við. Lokið pokanum og blandið öllu vel saman. Ef þáð gefst tími þá er gott að láta kjúklinginn liggja aðeins í marineringunni (þó ekki nauðsynlegt). Steikið kjúklinginn á heitri pönnu.

Berið fram í pítabrauði með grænmeti og hvítlaukssósu, pítusósu eða tzatziki. Það er líka gott að sleppa brauðinu og bera kjúklinginn fram með góðu salati og jafnvel frönskum kartöflum.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Túnfisksalat með kotasælu

Ég reyni að eiga alltaf gott millimál sem er auðvelt að grípa í. Ég á til dæmis alltaf hrökkbrauð í skápnum og mér þykir mjög gott að eiga þetta túnfisksalat í ísskápnum. Bæði hef ég tekið það með mér í vinnuna og borðað í hádeginu eða átt það heima í ísskápnum til að fá mér eftir vinnu. Fljótlegt, hollt og gott!

Túnfisksalat með kotasælu

 • 1 dós túnfiskur
 • 200 g kotasæla
 • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
 • 1 msk kapers
 • 2 tsk dijon sinnep
 • 2 egg, hökkuð
 • salt og pipar

Blandið öllu saman.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave