Steiktur fiskur í ofni

Það er alltaf vinsælt hjá krökkunum þegar ég er með soðinn eða steiktan fisk í matinn. Mér hefur þó alltaf þótt leiðinlegt að steikja fisk og í raun forðast það. Það breyttist þó snögglega eftir að ég sá Sólrúnu Diego elda steiktan fisk í ofni og ég hef ekki steikt fisk á annan hátt síðan. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti!

Ég vil helst hafa hrásalat, soðnar kartöflur og hvítlaukssósu (og lauksmjörið) með steiktum fiski en krakkarnir eru sólgnir í soðnar gulrætur með honum.

Steiktur fiskur

 • íslenskt smjör (ekki spara það!)
 • ýsa eða þorskur í raspi
 • 1-2 laukar

Hitið ofninn í 200°. Skerið laukinn í þunna báta. Setjið smjör í bitum og lauk í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Inn í ofn í 20 mínútur og málið er dautt! (Sólrún setur á grillstillinguna síðustu mínúturnar en ég hef sleppt því).

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

Ég veit að það mun eflaust falla í grýttan jarðveg að lofsama veðrið undanfarna daga en ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta pínu notalegt. Sú staðreynd að ég er ekki enn byrjuð í sumarfríi hefur eflaust eitthvað með þessa jákvæðni mína gagnvart rigningu og roki að gera, en það er bara svo gott að koma heim eftir vinnu og geta lagst upp í sófa á kvöldin með góðri samvisku. Það get ég aldrei gert þegar veðrið er gott.

Ég eldaði kjötsúpu í gærkvöldi sem mér þykir vera mikill vetrarmatur og í kvöld var ég með bjúgu og uppstúf í matinn við mikinn fögnuð krakkanna. Ég man ekki hvenær ég eldaði bjúgu síðast en það var klárlega ekki um hásumar.

Það er líka upplagt í þessu veðri að baka köku til að eiga með kaffinu. Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er gjörsamlega ómótstæðileg! Sem betur fer þá vill hún klárast fljótt því ég get ekki vitað af henni í friði inn í eldhúsi. Súpergóð!!

Banana- og súkkulaðikaka – uppskrift úr Hemmets Journal

 • 150 g smjör
 • 1 ½ dl rjómi
 • 1 þroskaður banani
 • 3 egg
 • 3 dl sykur
 • 1 msk vanillusykur
 • 1 dl kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 dl hveiti

Krem

 • 100 g suðusúkkulaði
 • 150 g mjúkt smjör
 • ½ dl kakó
 • 1 msk vanillusykur
 • 2 dl flórsykur

Skraut

 • 1-2 dl kókosmjöl

Hitið ofninní 175°.

Bræðið smjörið og blandið því saman við rjómann. Stappið bananann og hrærið honum saman við rjómablönduna. Þeytið egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna og blandið að lokum rjómablöndunni varlega saman við. Setjið deigið í skúffukökuform (um 25 x 35 cm) og bakið í neðri hluta ofnsins í 20-25 mínútur. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið kólna aðeins. Hrærið súkkulaðinu saman við smjörið. Bætið kakó, vanillusykri og flórsykri saman við og hrærið saman þar til kremið er orðið mjúkt og létt í sér. Setjið yfir kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Tortillakaka

Sumarið virðist ekki að dekra við okkur með veðurblíðu í ár og ég verð að viðurkenna að mér þykir ágætt að vera ekki komin í sumarfrí. Þessa dagana snýst lífið aðallega um að vinna, skulta og sækja á æfingar og horfa á The Good Wife á Netflix á kvöldin (ef einhver hefur ekki séð þættina þá mæli ég hiklaust með þeim – svo góðir!). Síðan borðum við gott á hverju kvöldi, eins og þessa tortilluköku sem var stórkostlega góð. Ég bar hana fram með guacamole, sýrðum rjóma, ostasósu, salsa, nachos og salati. Þvílík veisla!

Tortillakaka (uppskrift fyrir 4-6)

 • 1 pakkning með 8 tortillum (medium stærð)
 • 500 g nautahakk
 • 1 poki tacokrydd
 • 100 g rjómaostur (mér finnst gott að nota philadelphia rjómaostinn)
 • 1 dl rjómi
 • 150 g maísbaunir
 • 1/2 krukka chunky salsa
 • salt og pipar
 • um 300 g rifinn ostur

Steikið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu. Hrærið rjómaosti, rjóma, salsa og maísbaunum saman við og smakkið til með salti og pipar.

Smyrjið smelluform (hægt að sleppa því og raða tortillakökunum beint á ofnplötu) og setjið tvær tortillakökur í botninn á forminu. Setjið 1/3 af fyllingunni yfir og smá rifinn ost. Setjið tvær tortillur yfir og endurtakið (þannig að það verði 3 lög af fyllingu). Endið með tortillaköku efst og stráið restinni af ostinum yfir. Setjið í 200° heitann ofn í 20-25 mínútur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa þeim sem við kölluðum spariskyr. Þetta var í algjöru uppáhaldi hjá þeim og ennþá vekur þetta lukku. Hefðbundið spariskyr er í raun bara jarðaberjaskyr hrært með þeyttum rjóma og þegar spariskyrið er komið í skál set ég smá hakkað suðusúkkulaði yfir.

Um daginn gerði ég nýja útfærslu af spariskyrinu sem vakti ekki minni lukku en sú gamla. Það eru í raun engin hlutföll í þessu heldur bara gert eftir tilfinningu. Rjómi er þeyttur og hrærður saman við vanilluskyr þannig að skyrið verði létt í sér. Oreokex er mulið og síðan er skyr og kex sett á víxl í skál eða glas. Endið á að setja kex yfir og volá!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sriracha kjúklinga quesadillas

Þegar Svala keppti í eurovision í maí voru við með smá eurovisionpartý hér heima. Ég var sein heim úr vinnunni þann daginn, var ekki búin að undirbúa neinar veitingar og hafði ekki tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Ég ákvað því að prófa quesadillas sem ég hafði séð á Buzzfeed en þeir eru duglegir að setja inn myndbönd af einföldum og girnilegum réttum. Þessar quesadillas hafði ég verið á leiðinni að prófa og fannst þarna kjörið tækifæri til að láta verða af því.

Þetta hefði ekki getað verið einfaldara hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég að KFC var með tilboð á hot wings fötum þannig að ég kom við og keypti eina. Síðan keypti ég tilbúið ferskt guacamole, grillaðan kjúkling og það sem mig vantaði í quesadillurnar í Hagkaup. Hér heima átti ég salsa sósu, sýrðan rjóma og Doritos. Það tók mig enga stund að gera quesadillurnar, meðlætið fór beint í skálar og á innan við hálftíma var allt klárt. Það er óhætt að segja að quesadillurnar vöktu mikla lukku en þær kláruðust upp til agna! Í eftirrétt var ég síðan með súkkulaðimús sem ég hef gert svo oft að það nær engri átt. Við fáum ekki nóg af henni!

Sriracha kjúklinga quesadillas (uppskriftin er fyrir 8)

 • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
 • 1/3 bolli sriracha (ég mæli með að byrja með helming af sósunni og smakka sig áfram)
 • 2 msk sýrður rjómi
 • 2 bollar rifinn cheddar ostur
 • 4 tsk bragðdauf olía
 • 4 stórar tortillakökur
 • 1/4 bolli hakka kóriandar

Blandið saman kjúklingi, Sriracha, sýrðum rjóma og osti. Skiptið blöndunni á tortillakökurnar þannig að þær þeki helming þeirra og brjótið hinn helminginn yfir. Hitið olíu á pönnu (eða hitið grillið) og steikið tortilluna í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er orðin stökk að utan og osturinn bráðnaður inn í.

Skerið hverja tortillu í 4 sneiðar, leggið á fat og skreytið með kóriander. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og/eða salsa og ostasósu. Mér þykir líka gott að hafa nachos með.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fiskur í sweet chillí

Við erum dottin úr allri rútínu hér heima og hegðum okkur eins og við séum í sumarfríi, þrátt fyrir að vera ekki komin í frí. Ég hef hvorki gert vikumatseðil né vikuinnkaup í hálfan mánuð og finnst ég alltaf vera úti í búð að vandræðast með kvöldmatinn. Síðan vökum við frameftir á kvöldin, grillum, opnum rauðvín og látum eins og enginn sé morgundagurinn. Dálítið gaman þrátt fyrir örlítið þreytta morgna.

Eitt af því fáa sem heldur dampi hér heima þessa dagana er mánudagsfiskurinn. Þessi einfaldi fiskréttur var sérlega góður og er bara gerður á einni pönnu, sem hentar vel þegar maður vill halda frágangi og uppvaski í lámarki. Ég mæli með að prófa hann!

Fiskur í sweet chilí

 • 1 púrrlaukur
 • 1 rauð paprika
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2,5 dl. rjómi
 • 0,5 dl rjómaostur
 • 1 dl sweet chilí sósa
 • 1/2 tsk chili krydd
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • 1 kjúklingateningur
 • salt
 • 900 g þorskur eða ýsa
Hakkið laukinn og skerið paprikuna í bita. Steikið laukinn mjúkan í smjöri og bætið síðan paprikunni á pönnuna og steikið aðeins áfram. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan fiskinn á pönnuna á látið sósuna sjóða saman í nokkrar mínútur. Bætið fiskinum á pönnuna og látið sjóða saman í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave