Síðasti dagur ársins…

Ég er vön að eyða þessum degi í eldhúsinu frá morgni til kvölds en ákvað að breyta aðeins til þetta árið. Þannig að í staðin fyrir að elda kalkún með öllu tilheyrandi, eins og ég hef gert svo lengi sem minnið nær, þá ætlum við að vera með humar og nautalund í kvöld. Það var því engin vekjaraklukka sem hringdi í morgun þar sem það lá ekkert á að komast í eldhúsið. Lúxus!

Það er varla hægt að fara í gegnum þennan síðasta dag ársins án þess að líta yfir árið sem leið. 2017 var alls konar ár sem bauð upp á óteljandi gleðistundir en lífið minnti líka á sig með alvarlegum veikindum, sem fóru vel að lokum. Það sem stendur þó upp úr eru allar góðu stundirnar. Það var hellingur af þeim! Við kveðjum árið uppfull af þakklæti fyrir góða heilsu og allar þær skemmtilegu minningar sem urðu til á árinu.

Við ferðuðumst svolítið á árinu. Við fórum strax í byrjun árs til Stokkhólms þar sem við áttum svo yndislega daga að daginn sem við komum heim bókaði Hannes aðra ferð að ári (sem býður okkar núna eftir áramót). Það er lúxus að framlengja jólafríinu svona.

Í mars fórum við til Boston þar sem Hannes þurfti að fara á fundi. Ég naut þess að rölta um borgina á meðan og þegar leið á daginn hittumst við á Eataly yfir ostum og rauðvínsglasi áður en við rötlum áfram. Kvöldunum eyddum við ýmist í boðum eða á veitingastöðum. Dásamlegt í alla staði.

Við fögnuðum sumardeginum fyrsta í París með vinnunni minni. Við Hannes höfðum verið í París haustið áður og núna var gaman að upplifa vorið þar. Við fórum í vínsmökkun, hjólaferð, borðuðum æðislegan mat og röltum um borgina. Frábær ferð!

Í júní tókum við skyndiákvörðun og bókuðum aðra Stokkhólmsferð með dags fyrirvara. Veðrið lék við okkur og borgin sýndi sínar bestu hliðar.

Í ágúst héldum við svo á vit ævintýrana og flugum til Balí. Þar eyddum við ævintýralegum vikum en veikindi og spítaladvöl settu öll ferðaplön á hliðina. Ég endaði á að eyða 13 dögum af ferðinni ein á þvælingi um Balí og upplifið margt og mikið. Þrátt fyrir allt get ég ekki annað sagt en að Balí er yndisleg!

Við ferðuðumst lítið innanlands þetta árið en áttum þó yndislega helgi í Vestmannaeyjum í júní. Síðar um sumarið fórum við í dagsferð um suðurlandið með mömmu. Við komum víða við, fengum okkur hádegisverð í Friðheimum og enduðum daginn í kaffi í sveitinni hjá mömmu hans Hannesar. Ferðaárinu lauk svo með vinafólki í bústað í nóvember.

Í haust hófu strákarnir sitt síðasta grunnskólaár og ég get ekki vanist þeirri tilhugsun að eiga bara menntaskólabörn næsta haust. Það verður stórskrítið. Ef allt gengur eftir mun Malín klára stúentinn á árinu en ég er svo hjátrúarfull að ég þori varla að hugsa út í það…

Mig langar til að þakka ykkur samfylgdina á árinu. Ég er svo þakklát fyrir hvað þið eruð mörg sem lesið hér á hverjum degi og hvað ég fæ oft fallegar kveðjur frá ykkur. Þær eru ómetanlegar. Frá dýpstu hjartarótum óska ég ykkur gleðilegs árs og vona að 2018 muni dekra við okkur!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fimm tillögur að áramótaeftirréttum

Það styttist óðum í gamlárskvöld og eflaust flestir búnir að negla matseðilinn niður. Ef einhver er að vandræðast yfir eftirréttnum þá koma hér fimm stórgóðar tillögur!

Súkkulaðibaka með sætum rjóma og berjum

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Sítrónumús með lakkrísskífu

Nutelladip

Djúpsteikt Oreo með súkkulaðisósu og ís

 

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

SaveSave

SaveSave

Gleðileg jól

Gleðilega hátíð kæru lesendur. Bloggið fór óvænt í smá jólafrí vegna veikinda og anna fyrir jól og síðan datt ég í heimsins mesta letikast yfir jólin og fór bara úr náttfötunum rétt til að mæta í jólaboð. Annars hef ég bara legið í sófanum og lesið á milli þess sem ég hef borðað jólamat og súkkulaði. Ég áttaði mig á því í dag að ég hef ekki einu sinni kveikt á sjónvarpinu öll jólin (það hefur samt verið í stöðugri Playstation notkun hjá strákunum). Ég hef þó verið nokkuð öflug á Instastories yfir jólin, eins og kannski einhverjir hafa orðið varir við.

Jólin voru í einu orði sagt yndisleg. Ég eldaði tvo hamborgarahryggi á aðfangadag sem við borðuðum í þrjá daga en í gærkvöldi fengum við Hannes nóg og drógum fram osta og rauðvín í kvöldmatinn. Krakkarnir voru í jólaboði og við vorum bara tvö heima þannig að það var upplagt að sleppa eldamennskunni. Þegar ég segist vera með osta og rauðvín í kvöldmatinn fæ ég stundum spurningar um hvort ég fái mér bara osta í kvöldmat. Stundum höfum við skinkur og salami eða annað plokk með en mín vegna má sleppa því. Við höfum þó oftast snittubrauð eða kex og einhverja góða sultu með. Ég er botnlaus þegar kemur að ostum og þegar við erum bara tvö í mat þá höfum við oftar en ekki osta eða sushi í matinn. Nýjasta æðið er salami með sterka sinnepinu sem er á myndinni og primadonna (skellt í hálfgerða samloku með sinnepinu á milli). Það er brjálæðislega góð blanda.

Það er hefð hjá okkur að vera með möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag. Gunnar er nánast ósigrandi þegar kemur að möndlugjöfum (og bingói, hann mokar alltaf til sín vinningum þar) og í ár ákvað Malín að prófa að stela sætinu við eldhúsborðið af honum, ef ske kynni að lukkan fylgdi því. Það virkaði og Malín fékk loksins möndluna. Mig grunar að það verði barist harkalega um þennan lukkustól um næstu jól…

Ég er í löngu jólafríi þetta árið sem ég ætla að njóta til hins ýtrasta. Við erum farin að huga að áramótamatnum en ég ætla að hvíla kalkúninn þetta árið. Planið er að hafa humar í forrétt og nautalund í aðalrétt. Ég hlakka til!

Ég ætla að slá botninn í þetta í bili og enda á uppskriftinni að jólaísnum okkar. Ég sýndi á Instastories hversu einfalt er að gera ísinn en það tekur grínlaust 5 mínútur að græja hann. Þessi ís er svo mjúkur og góður og það er hægt að bragðbæta hann hvernig sem er. Við vorum líka með súkkulaðimús (Gunnar óskar alltaf eftir súkkulaðimús þegar eitthvað stendur til) og þessi blanda fer svakalega vel saman á eftirréttaborðinu.

Bismark ís

 • 5 dl rjómi
 • 1 dós sæt niðursoðin mjólk
 • 1 poki bismark brjóstsykur (mulinn í matvinnsluvél eða með kökukefli/buffhamri)

Rjóminn er þeyttur þar til hann byrjar að mynda mjúka toppa. Hrærið áfram á lágum hraða og bætið niðursoðnu mjólkinni út í í mjórri bunu. Blandið vel saman. Hrærið brjóstsykrinum saman við og frystið í minnst 6 klukkutíma.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Súkkulaðikökur með bismark brjóstsykri

Ég ætlaði að setja þessa uppskrift hingað inn í gær en kvöldið tók óvænta stefnu þegar við ákváðum að setja jólatréið upp. Krakkarnir eru í prófum og stóru „börnin“ að vinna þau kvöld sem þau eru ekki að læra og því erfitt að ná öllum saman. Í gærkvöldi voru hins vegar allir heima og enginn að læra undir próf þannig að við gripum gæsina og vorum með hálfgerð litlu jól hér heima. Undir jólaplötu Michael Bublé var jólatréið skreytt á milli þess sem við gæddum okkur á nýbökuðum eplaskífum, flatkökum með hangikjöti, súkkulaðismákökum og heitu súkkulaði með rjóma. Dásamlegt í alla staði.

Helginni var eytt í jólaundirbúning. Það voru keypt jólaföt, við horfðum á jólamynd, keyptum gjafir frá mömmu til strákanna og ég bakaði æðislegar súkkulaðismákökur sem krakkarnir hafa notið þess að gæða sér á í próflestrinum. Ég stóð mig að því að hugsa að vonandi væru þær ekki búnar, þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í dag, því þær eru æðislegar með kaffibollanum. Heppnin var með mér og nú sit hér hér með kaffibolla og smáköku við tölvuna. Elska svona notalegheit!

Súkkulaðikökur með bismark brjóstsykri 

 • 2 1/2 bolli hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 3/4 bolli kakó
 • 1 bolli ósaltað smjör, við stofuhita
 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur
 • 2 stór egg, við stofuhita
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 bolli suðusúkkulaðidropar eða grófhakkað suðusúkkulaði

Súkkulaðihjúpur

 • 200 g suðusúkkulaði
 • 1 dl rjómi
 • 1 bolli mulinn bismark brjóstsykur eða jólastafabrjóstsykur

Hitið ofninn í 175° og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

Hrærið saman hveiti, matarsóda, sjávarsalt og kakó. Setjið til hliðar.

Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri í hrærivél (eða með handþeytara). Hrærið eggjunum, einu í einu, saman við. Hrærið vanilludropum í deigið. Bætið þurrefnunum varlega smátt og smátt út í og hrærið saman í deig. Hrærið að lokum súkkulaðinu í deigið.

Mótið litlar kúlur úr deiginu (notið um msk af deigi í hverja kúlu) og raðið á bökunarplötuna. Þrýstið örlítið á kúlurnar og bakið í um 10 mínútur, eða þar til kökurnar hafa fengið stökkan hjúp en eru mjúkar að innan. Passið að ofbaka þær ekki. Takið úr ofninum og látið standa á plötunni í smá stund áður en þær eru færðar yfir á grind og látnar kólna alveg.

Á meðan kökurnar kólna er súkkulaðihjúpurinn útbúinn. Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið blönduna standa í 30-45 sekúndur og hrærið síðan í henni þar til blandan er slétt. Dífið helmingnum af kökunum í súkkulaðið, setjið á grind (eða bökunarpappír) og stráið muldum brjóstsykri yfir. Látið kökurnar standa í 1-2 klst eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Það má flýta fyrir með því að setja kökurnar í ísskáp.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

Smákökubakstur

Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Aðventan þetta árið er stutt þar sem fjórði sunnudagurinn er aðfangadagur og mér finnst hún vera að hlaupa frá mér. Gunnar var að keppa í gær og eftir leikinn fórum við í Smáralindina og keyptum jólaföt á hann. Í dag ætlum við Jakob í leiðangur og síðan ætla ég að baka smákökur til að eiga. Hér hafa lakkrístoppar verið bakaðir á færibandi síðustu vikur (Malín á heiðurinn af þeirri framleiðslu) og alltaf klárast þeir samdægurs. Ef fleiri eru í baksturhugleiðingum þá koma hér fimm góðar tillögur að marenstoppum!

Piparlakkrístoppar 

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Lakkrístoppar með karamellukurli

Marengstoppar með frönsku núggati

Karamellutoppar

 

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

 

Nutellafylltar blondies

Ég held að ég hafi aldrei verið eins sein í jólabakstrinum og þetta árið. Ég bakaði piparlakkrístoppana í nóvember sem kláruðust samstundis og síðan hefur tíminn bara flogið. Ég sem vil alltaf eiga sörur og saffransnúða í frystinum áður en aðventan byrjar klikkaði algjörlega þetta árið.

Þó ég hafi ekki staðið mig í smákökubakstrinum hef ég þó bakað ýmislegt annað. Þessar nutellafylltu blondies bauð ég upp á hér heima eitt kvöldið og daginn eftir kláruðum við þær. Okkur þóttu þær dásamlega góðar og ekki síðri daginn eftir.

Nutellafylltar blondies (uppskrift frá Ambitious Kitchen)

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar púðursykur
 • 2 egg
 • 1 msk vanilludropar
 • 2 bollar hveiti
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 2 bollar dökkt súkkulaði, grófhakkað (ég notaði suðusúkkulaðidropana frá Síríus)
 • 1 bolli Nutella (16 msk)
 • sjávarsalt til að strá yfir

Hitið ofn í 175° og klæðið skúffukökuform (í sirka stærðinni 23 x 33 cm, má líka vera aðeins minna) með smjörpappir.

Bræðið smjör í potti yfir miðlungsháum hita. Þegar smjörið byrjar að freyða er byrjað að hræra í pottinum. Eftir nokkrar mínútur byrjar smjörið að brúnast  í botninum á pottinum, haldið þá áfram að hræra og takið af hitanum um leið og smjörið er komið með gylltan lit og farið að gefa frá sér hnetulykt. Takið smjörið strax úr pottinum og setjið í skál til að koma í veg fyrir að það haldi áfram að brúnast. Látið smjörið kólna áður en lengra er haldið.

Hrærið saman smjör og sykur þar til hefur blandast vel. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið þar til blandan er mjúk og létt. Bætið þurrefnunum varlega saman við og endið á að hræra varlega súkkulaðinu saman við deigið.

Skiptið deiginu í tvennt. Setjið helminginn í botninn á kökuforminu (deigið kann að virðast of lítið til að fylla út í formið en hafið ekki áhyggjur af því þótt það verði bara þunnt lag, það á eftir að hækka!). Setjið Nutella jafnt yfir (það getur verið gott að setja matskeiðar af Nutella með jöfnu millibili yfir deigið og dreifa svo úr því með sleif eða hníf). Endið á að setja seinni helminginn af deiginu yfir og passið að það hylji alveg Nutellafyllinguna. Bakið í 23-27 mínútur eða þar til kanntarnir á kökunni eru orðnir gylltir á lit. Það er betra að baka hana aðeins styttra en lengur, svo hún verði frekar blaut í sér en ekki þurr. Stráið sjávarsalti yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum og látið hana síðan standa í 20 mínútur áður en hún er skorin í bita.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Pestójólatré

Á föstudagskvöldinu vorum við með eitt af því besta sem ég veit og minn uppáhalds föstudagsmat, osta og skinkur. Fyrir utan hvað mér þykir það gott þá er ekki hægt að vera með einfaldari mat en að raða góðgæti á bakka og taka tappa úr góðri rauðvínsflösku. Engin eldamennska og nánast ekkert uppvask. Síðan veit ég fátt skemmtilegra en að sitja lengi yfir matnum og það gerist alltaf þegar það er plokkmatur. Þá sitjum við yfir matnum þar til við förum að sofa. Malín gerir oft grín af því að við Hannes sitjum hátt í heilan vinnudag yfir ostum og rauðvíni en það er bara svo notalegt og gaman.

Við héldum að við yrðum bara tvö í mat en eftir því sem leið á daginn fjölgaði við matarborðið og á endanum voru allir í mat. Svo gaman! Krakkarnir borða öll osta en kannski ekki sem kvöldmat eins og við Hannes gerum. Ég keypti því kokteilpulsur sem ég bætti á borðið, setti jólaplaylista á spotify og gerði pestójólatré upp á stemninguna. Það reyndist vinsælast af öllu!

Pestójólatréið er bæði fallegt á borði og gaman að bera fram. Gestirnir brjóta greinar af tréinu sem verða þá nokkurs konar brauðstangir. Sniðugt að bera fram með ostum eða með fordrykk, þá þarf bara að hafa servéttur með. Einfalt, jólalegt og æðislegt!

Pestójólatré

2 rúllur ferskt smjördeig
1 lítil krukka pestó
1 upphrært egg
maldonsalt

Rúllið annari smjördeigsrúllunni út á ofnplötu. Smyrjið pestó yfir og leggið hina smjördeigsrúlluna yfir. Þrýstið saman þannig að ekkert loft sé á milli. Skerið út jólatré og skerið síðan lengjur upp jólatréið sem er síðan snúið til að mynda greinar. Penslið jólatréið með upphrærðu eggi og stráið maldonsalti yfir. Bakið við 200° á blæstri í um 10-12 mínútur eða þar til jólatréið er orðið loftkennt og hefur fengið fallegan lit. Berið strax fram. Gestirnir brjóta greinar af tréinu og borða eins og stangir.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í