Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum

Ég hef verið óvenju dugleg að elda grænmetisrétti upp á síðkastið, stráknum til mikillar mæðu. Þeir eru búnir að fá sig fullsadda af grænmetissælunni. Um daginn ætlaði ég að hafa þennan karrýrétt í kvöldmat en þeir mótmæltu svo harðlega að ég snarskipti um skoðun og hitaði kjötbollur sem ég átti í frystinum. Daginn eftir voru … Halda áfram að lesa Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum

Tacopizzubaka

Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt þegar það líður svona langt á milli bloggfærslna. Undanfarnir dagar hafa satt að segja þotið hjá og ég veit varla í hvað tíminn er að fara. Ég hef bara verið upptekin við að dekra við sjálfa mig. Fara í kvöldgöngur og baka súkkulaðikökur með kvöldkaffinu. Ég hef líka gert ýmislegt gott … Halda áfram að lesa Tacopizzubaka

Sloppy Joe

Þegar við fórum heim frá Orlando langaði mig allra helst til að fylla ferðatöskurnar af matreiðslubókum. Ég hafði nokkrum dögum áður eytt góðum parti úr degi í Barnes & Nobles, í hættulega þægilegum hægindastól, og flett hverri bókinni á fætur annarri. Mig langaði í svo óteljandi margar, enda úrvalið æðislegt, en ég hef sem betur … Halda áfram að lesa Sloppy Joe

Lasagna

Ég fæ reglulega löngun í lasagna og þykir gaman að breyta til og prófa nýjar lasagna uppskriftir. Þó ég sé mjög hrifin af lasagna með rjómakremi þá er þetta sú uppskrift sem hefur hangið lengst með mér og er sú sem ég elda oftast. Hún er í algjöri uppáhaldi hjá krökkunum og ég skil það vel … Halda áfram að lesa Lasagna