Vikumatseðill

Þá er annar í aðventu runninn upp og í dag ætla ég að halda í hefðina og vera með aðventukaffi. Nýsteiktar eplaskífur með flórsykri, rjóma og sultu bornar fram með heitu súkkulaði (uppskrift af besta heita súkkulaðinu finnur þú hér) er orðin okkar kærasta aðventuhefð og tilhlökkunin hefst strax á haustin. Til að halda í … Halda áfram að lesa Vikumatseðill

Vikumatseðill

Skólarnir hefjast á morgun og þar með þykir mér haustið formlega komið. Ég fæ fiðring í magann við tilhugsunina. Þessi árstími hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Í ár eru ákveðin kaflaskipti hjá okkur því núna eru öll börnin mín komin í menntaskóla. Það sem tíminn líður hratt! Fyrir nokkrum árum gerði ég stóra … Halda áfram að lesa Vikumatseðill

Vikumatseðill

Síðasta vinnuvikan mín fyrir sumarfrí er framundan og eins og flesta sunnudaga sit ég við tölvuna og undirbý vikuna. Ég er með svo margar uppsafnaðar uppskriftir frá síðustu vikum sem eiga eftir að koma inn á bloggið og síðan er ég með mikið af uppskriftum sem mig langar að prófa. Listinn er langur! Það verður … Halda áfram að lesa Vikumatseðill

Vikumatseðill

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Ég hélt mér fjarri öllum hátíðarhöldum þetta árið og fór í göngu um Hvaleyrarvatn. Ég vildi að ég væri meira fyrir hátíðarhöldin en satt að segja fæ ég hroll við tilhugsina um að leita að bílastæði í bænum og komast hvorki afturábak né áfram vegna mannfjöldans. Nei, þá vil ég frekar fara í … Halda áfram að lesa Vikumatseðill

Vikumatseðill

Ég hef barist við þreytu alla vikuna eftir hreint út sagt frábæra New York ferð í síðustu viku. Það sem við skemmtum okkur vel!! Ég kom við í Hagkaup áður en ég fór út (krakkarnir voru heima á meðan og ég vildi skilja við fullan ísskáp) og á kassanum kippti ég með mér bók sem … Halda áfram að lesa Vikumatseðill

Vikumatseðill

Það er skemmtileg vika að baki með veisluhöldum kvöld eftir kvöld. Þetta er búið að vera fjör! Myndirnar eru frá fimmtudagskvöldinu en þá vorum við með það allra nánasta hér í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á Oreo-ostaköku og Rice krispiesköku með bananarjóma og karamellu. Síðan keypti ég uppáhalds nammið hennar Malínar og setti … Halda áfram að lesa Vikumatseðill