Gott að vita

Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera í miðjum bakstri eða eldamennsku þegar ég átta mig á að ég á ekki eitthvað hráefni sem er í uppskriftinni. Ég hef þá brugðið á það ráð að leita á Netinu að því hvað hægt sé að nota í staðin og oftar en ekki fundið svarið. Hér er stuttur listi yfir það sem má nota í staðin fyrir ákveðin hráefni og ég vonast til að lengja þennan lista með tímanum. Neðar má sjá lista yfir mælieiningar.

 • Allspice (1 tsk): 1/2 tsk kanil + 1/2 tsk negull
 • Brauðmylsna (1 bolli): 3 brauðsneiðar, muldar niður
 • Buttermilk (1 bolli): 1 msk sítrónusafi eða edik + mjólk til að fylla upp að 1 bolla. Látið standa í 5 mínútur.
 • Egg (1 egg): 2 msk majónes (bara fyrir bakstur)
 • Jógúrt (1 bolli): 1 bolli buttermilk (sjá fyrir ofan) eða 1 bolli sýrður rjómi
 • Kakó (1/4 bolli): 30 gr suðusúkkulaði (minnkið smjör/olíu í uppskrift um 1/2 msk)
 • Lemongrass (2 stangir): hýði af 1 sítrónu
 • Lyftiduft (1 tsk): 1/3 tsk matarsódi + 1/2 bolli jógúrt (minnkið vökvann í uppskriftinni um 1/2 bolla)
 • Maísmjöl til að þykkja (1 msk): 2 msk hveiti (verður að sjóða amk 3 mínútum lengur til að þykkja)
 • Rjómi (1 bolli): 7/8 bolli af nýmjólk + 1/2 msk af smjöri eða 3 msk af olíu + mjólk til að fylla 1 bolla
 • Súkkulaði: Semisweet chocolate = suðusúkkulaði. Bittersweet chocolate = súkkulaði með 56% eða meira kakóinnihaldi. Það er hægt að skipta þeim út fyrir hvort annað í uppskriftum.
 • Smör: Smjörlíki eða olía (olían dugar bara ef það á að bræða smjörið í uppskriftinni)

Mælieiningar

Vökvi í ounces Bollamál Millilítrar Íslensk mælieining
¼ ounce 7,4 ml 1,5 tsk
½ ounce 15 ml 3 tsk
1 ounce 30 ml 2 msk
2 ounces ¼ bolli 60 ml 4 msk
4 ounces ½ bolli 120 ml 1,2 dl
5 ounces 148 ml 1,4 dl
6 ounces ¾ bolli 177 ml 1,7 dl
8 ounces 1 bolli 237 ml 2,4 dl
9 ounces 266 ml 2,7 dl
10 ounces 1 ¼ bolli 295 ml 3 dl
12 ounces 1 ½ bolli 355 ml 3,5 dl
15 ounces 444 ml 4,4 dl
16 ounces 2 bollar 473 ml 4,7 dl
18 ounces 2 ¼ bollar 532 ml 5,3 dl
20 ounces 2 ½ bollar 591 ml 5,9 dl
24 ounces 3 bollar 709 ml 7 dl
25 ounces 739 ml 7,4 dl
27 ounces 3 ½ bollar 798 ml 8 dl
30 ounces 3 ¾ bollar 887 ml 8,9 dl
32 ounces 4 bollar 946 ml 9,5 dl

12 hugrenningar um “Gott að vita

 1. Bakvísun: Himnesk hnetusmjörskaka | Ljúfmeti og lekkerheit

 2. Virkilega gaman að skoða síðuna þína sem er mjög falleg og margt nýtt og skemmtilegt…Er sjálf búin að vera með eldhússindróm síðustu 40 árin og er enn mjög hrifin að prófa nýjar uppskriftir..á eftir að hangsa hér oft, takk fyrr Pjakka.

 3. Þetta er frábær listi en mig langar að vita hver er munurinn á að nota vanillusykur og vanilludropa? Ég hef aldrei notað vanillusykur, er hægt að skipta út vanilludropum og setja vanillusykur í staðinn? 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s