Um mig

Velkomin hingað á bloggið mitt, Ljúfmeti og lekkerheit. Bloggið stofnaði ég heima í stofusófanum sumarið 2012 og stækkaði hraðar en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Í dag fara heimsóknirnar upp í 25.000 á dag og mig hefði aldrei grunað hvað bloggið ætti eftir að veita mér mikla gleði og verða stór hluti af lífi mínu.

Ég heiti Svava og bý í Kópavoginum ásamt börnunum mínum þremur – Malínu, Gunnari og Jakobi. Á blogginu er aðallega að finna uppskriftir enda veit ég fátt skemmtilegra en að dunda mér í eldhúsinu. Það læðast þó einnig inn færslur frá hversdagleikanum, heimilinu og ferðalögum. Hér inni vona ég að þú fáir hugmyndir, innblástur og uppskriftir sem bæði gefa notalegar stundir og létta undir í hversdagsamstrinu.

Ef þú vilt hafa samband við mig er þér velkomið að senda mér línu á netfangið svavag@gmail.com

 

Bestu kveðjur,

Svava.

Höfundarréttur: Allar ljósmyndir á Ljúfmeti eru mínar eigin nema annað sé tekið fram. Við deilingu mynda og uppskrifta af síðunni skal alltaf getið heimilda og tengill látinn fylgja með á viðkomandi uppskrift á Ljúfmeti. Öll notkun og dreifing uppskrifta og ljósmynda af síðunni í markaðstengdum tilgangi er óheimil án leyfis frá mér.

SaveSave

SaveSave

42 athugasemdir á “Um mig

 1. Til hamingju með glæsilegt blogg Svava! Þú áttir að láta „tvíburasystur“ þína vita af þessu bloggi strax þannig að ég gæti fylgst með frá byrjun! 🙂 Þvílíkt flott hjá þér, ég verð fastagestur!

  1. Svava…. Loksins var eg ad reyna ad skra mig svo eg fai svona upplysingar i tölvuposti tegar tu setur inn nyja faerslu. Fae svoleidus hja Dröfn en vil lika fa titt blogg. Svo er svo gott tvi madur hefur ipadinn bara i eldhusinu med uppskriftunum i… Mer finnst tetta storkostlegt.
   Reyndi ad svara ter um daginn i kryddköökuuppskriftinni en held hafi ekki tekist..kvedja fra Stokkholmi— halla

 2. Til lukku með síðuna hún er æði, nú verður ekki vesen að finna kvöldmat….hef ekki enn á þeim hehemmm árum sem við höfum verið vinkonur fengið vondan mat hjá þér 😉 Myndirnar eru líka frábærar og þú ert alveg gordjöss á „um mig“ myndinni 😉

 3. Sammála síðasta ræðumanni, flott blogg, flott kona og alltaf góður matur. Það var tími til kominn að þú létir verða af þessu, ég verð svo fyrst til að kaupa matreiðslubókina þegar þú gefur hana út.

 4. Til hamingju með síðuna þína, virkilega flott og gómsætar uppskriftir. Fannst gott þetta með midsommar sem endaði með Justin Bíbbb…hehe. Kv. Guðlaug

 5. Elsku Svava mín, var að koma úr ferðalagi og sit núna í sóffanum og er að skoða nýju bloggsíðuna þina. Get bara ekki slitið mig frá henni, svakalega er þetta flott hjá þér! Til hamingju með þessa snilldarsíðu – hún er flott og vönduð eins og höfundurinn:) Knús í hús!

 6. Vá hvað þetta er flott hjá þér kona!!! Æðislegar uppskriftir og svooo lekkerar myndir!! Innilega til lukku með þetta Svava 😉

 7. Mikið rosalega líst mér vel á þetta. Ég er búin að liggja yfir uppskriftunum og margt sem mig langar til að prufa. Til hamingju með flotta síðu 🙂

 8. Ég má til með að skrifa nokkrar línur og þakka fyrir hlýjar og fallegar kveðjur. Þær ylja mér um hjartarætur og gefa mér byr undir báða vængi að halda áfram að blogga um eldhúsraunir mínar. Þúsund þakkir!
  Knús, Svava.

 9. Elsku Svava!

  Innilega til hamingju með dásamlegu síðuna þína, uppskriftirnar eru svo flottar og myndirnar þvílíkt augnakonfekt. Ég er sérstaklega hrifin af því að sjá nákvæmnina í hráefnislýsingum og líka í aðferðinni, og „skref-fyrir-skref“ myndirnar þinar eru æði. Vildi óska að fleiri væru eins vandvirkir og þú! Bestu myndirnar, að mínu mati, eru af kökunum þínum þar sem þú ert búin að skera í þær og maður fær að sjá herlegheitin að innan, geggjað!

  Hlakka mikið til að fylgjast með síðunni og prófa uppskriftirnar þínar, gangi þér ógurlega vel!
  Elva (Kristínar vinkona)

 10. Vá mín kæra! Mikið svakalega ertu myndarleg, vissi að það væri mikið í þig spunnið en þetta er tær snilld. Tek undir fyrri færslur og lofa góðan hugmyndabanka að kvöldmat „kvöldsins“ og þá eru uppskriftirnar mjög svo girnilegar en um leið einfaldar og vel útlistaðar:-) Sérlega vel gert……..
  Kv HHH

 11. Hæhæ! Rakst á þessa dásamlega lekkeru síðu og er að elska hana! Ég er búin að prófa tvær uppskriftir hjá þér sem hafa komið mjög vel út, hlakka til að prófa fleiri 🙂 Mjög skemmtilegt líka að lesa um annað sem þú ert að gera, eins og prjónaskapinn og svona, gefur síðunni svo skemmtilegan persónuleika 🙂 Haltu þessu endilega áfram og gangi þér vel! -Ragnheiður Hera

  1. flott síða hjá þér ,margt svo girnilegt er reyndar búinn að prófa einn og hann var mjög góður buff méð parmacon /) kann ekki að stafa þetta= gangi þér vel ,ég á eftir að prófa meira ,takk takk.kv,dúna

 12. Rakst a thessa sidu af tilviljun og finnst hun aedisleg.Margar godar uppskriftir sem gaman vari ad profa.Mer finnst myndirnar og lysingin af matnum frabaer og madur faer bara vatn i munninn ad skoda hahaha. Takk fyrir ad deila thessu og gangi ther vel.

 13. Sæl Svava. Ég er nýfarin að skoða síðuna þína og verð að hósa þér, þvílíkt hvað allt er flott og girnilegt hjá þér. Allt svo aðgengilegt og ekkert vesen, Allt sem ég hef prófað hefur slegið í gegn. Ég er búin að vera húsmóðir í rúm 40 ár og það verður að segjast að það var komin örlítill „starfsleiði“ í frúnna, mér fannst eins og að forritið um hvað hafa skal í matinn hefði týnst úr mér. En eftir að ég „kynntist“ síðunni þinni, finnst mér ég þetta allt annað líf.Takk fyrir að nenna að deila þessu með okkur hinum.

 14. Sæl Svava,vildi bara þakka þér fyrir þessa frábæru síðu. Allar þær uppskriftir sem ég hef prófað hafa verið æðislegar, nú á að hafa BBQ kjöthleifinn í kvöld ! og svo eru það fylltu kjúklingabringurnar með sætukartöflumúsinni ; ) á morgun. Kveðja frá Akureyri. Halla Sif.

 15. Sæl og til hamingju (þótt seint sé) , þetta er glæsilegt blogg,..
  Mér finnst hafrastangirnar þínar girnilegar en var að velta fyrir mér, er hægt að nota eitthvað annað en hnetusmjör? Kærasta sonar míns er með hnetuofnæmi, og hann má ekki borða hnetur ef hann ætlar að kyssa hana! og við viljum nú helst ekki koma í veg fyrir það, skilurðu…

 16. Sæl Svava. Takk fyrir frábæra síðu og meiriháttar uppskriftir.Allt sem ég hef prófað er alveg æðislegt og sérstaklega bökurnar í uppáhaldi. á mínu heimili.
  Hlakka til að prófa fleira..
  Kv. Díana

 17. Sæl Svava, var bara að detta á bloggið þitt í dag og kvöldið hefur farið í að lesa og skoða allar þessar geggjuðu uppskriftir. Takk kærlega fyrir allar þessu flottu uppskriftir. Hlakka til að fylgjast áfram með þessari frábæru síðu hjá þér 🙂

  Kv. Steinunn

 18. Ég er að dýrka bloggið þitt Svava, svo fullt af frábærum og framandi uppskriftum sem manni gæti dottið í hug að elda vegna þess að þú lætur þær hljóma svo auðveldar. Ég mun koma hingað daglega eftir þetta !

 19. Kæra Svava.
  Má til með að þakka þér fyrir allar fínu uppskriftirnar sem svo sannarlega hitta í mark og eru notaðar eða hafðar til hliðsjónar á mínu heimili. Ekki spillir fyrir að fá mynd af matnum.
  Með aðventukveðju, Eva.

 20. Mig langar svo bara til þess að þakka kærlega fyrir mig, því maður á að þakka fyrir það sem vel er gert. Bloggið þitt er algjörlega yndislegt, maturinn frábær og stemningin sem þú skapar er dýrmæt! Fjölskyldan á þér að þakka góðar stundir, bæði við matseldina og við matarborðið 🙂

  Þúsund þakkir!!

 21. Hæ ég er hárgreiðslukona en að elda og baka er eitt af mínum áhugamálum og mig langaði bara að segja að ég hef prófað ýmislegt á síðunni þinni og líkað það vel. Ég setti líka tengil frá síðunni minni yfir á síðuna til þín. Takk kærlega fyrir mig og haltu áfram að setja inn allar þessar skemmtilegu uppskriftir Svava. Kveðja, Togga, HFJ.

 22. langaði bara að skilja eftir mig smá línu, var að finna þetta blogg þitt og allir réttirnir eru ótrúlega girnilegir, ég var að klára hádegismat og mér langar samt að fara elda einhvern af þessum réttum þínum og gæða mér á 😛
  Búin að bookmarka þessa síðu og á eftir að prófa helst allt frá síðunni þinn 🙂

 23. Elska þessa síðu og nota mikið! Takk fyrir dásamlega góðar uppskriftir og fyrir að auðvelda mér lífið T.d með að ákveða hvað ég á að hafa í matinn😊
  Kveðja frá Norge☺️

 24. Takk æðislega fyrir þessa frábæra síðu, Svava! Þú varst búin að breyta hversdagsverkefninu, eins og matargerð fyrir fjölskylduna, í skemmtilega upplifun!
  Kv. Katerina.

 25. Hæ, við erum fjórar stelpum sem elskum uppskriftirnar þínar. Við erum að gera uppskriftabók fyrir skólann og vorum að pæla hvort við mættum nota 3 – 4 uppskriftir af síðunni þinni? kv. stelpurnar sem elskum uppskriftirnar þínar!:)

 26. Hæhæ

  Nig langar ad bua mer til þessa sætkartöflu pìtsubotn ur 3 hráefnum.
  En nu a eg ekki matvinnsluvél til ad vinna þetta saman.
  Er hægt ad nota eitthvad annað? Töfrasprota eða hvað?

 27. Bakvísun: Pizza | Binnubúr
 28. Sæl Ég veit ekki hvort þú sert enn að nota þessa síðu en ég baka stundum skúffukökuna þína og mér finnst hún svo oft misheppnast hjá mér. Fór að pæla hvort ofninn ætti kannski að vera stilltur á blástur? Er reyndar með lélegan ofn, eða ég þoli hann ekki hahaha

  Kær kveðja
  Edda

  Ps . Glassúrinn er to die for er geri hann á allar súkkulaði kökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s