Vikumatseðill

VikumatseðillValentínusarblómin hafa staðið falleg alla vikuna og glatt mig á hverjum degi. Nýtt ljós sem sést glitta í yfir borðstofuborðinu gleður mig líka, enda hefur það staðið lengi á óskalistanum. Þau ljósakaup áttu eftir að vinda verulega upp á sig, sem varð til þess að það tók nánast vikuna að koma því upp. Eftir að við keyptum ljósið fannst okkur nefnilega ekki hægt að setja það upp án þess að renna málningu yfir loftið. Síðan ákváðum við að setja dimmer á ljósið. Það þurfti því að bíða þar til verslanir opnuðu daginn eftir til að kaupa það sem þurfti fyrir dimmerinn. Þá datt okkur í hug að skipta líka vinnuljósinu út í eldhúsinu, þannig að það var aftur farið af stað. Þetta reyndist því fimm daga verkefni í það heila. En núna er ljósið komið upp og það er bara svo fallegt að það nær engri átt. Ég skal mynda það fljótlega og sýna ykkur betur. Mig grunar nefnilega að margir sem kíkja hingað inn í dag séu að bíða eftir vikumatseðlinum!

Vikumatseðill

Gratíneraður fiskur með púrrlauk og blómkáli

Mánudagur: Gratineraður fiskur með púrrulauk og blómkáli

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflumGló-brauðið sívinsæla

Þriðjudagur: Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum og Gló-brauðið sívinsæla

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Hakk og spaghettí

Fimmtudagur: Hakk og spaghetti

Kjúklinganaggar

Föstudagur: Kjúklinganaggar

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

 

Með helgarkaffinu: Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Súkkulaðibitalengjur

Súkkulaðibitalengjur

Gleðilegan Valentínusardag! Ég veit að það eru skiptar skoðanir varðandi Valentínusardaginn en sjálf tek ég öllum dögum til að gera sér dagamun fagnandi. Í kvöld ætlum við Hannes út að borða, hann bókaði staðinn og ég hef ekki hugmynd um hvert við erum að fara. Hlakka til!

Súkkulaðibitalengjur

Ég ætlaði að setja þessar súkkulaðibitalengjur inn um helgina en það gafst ekki færi á því þar sem helgin fór í að mála loftið hér heima og stúss í kringum það. Núna er þó allt komið á sinn stað, loftið nýmálað og allt orðið fínt aftur. Ég get því loksins sett inn þessa uppskrift af einföldustu súkkulaðibitakökum í heimi. Ég elska kökulengjur því það er svo fljótlegt að baka þær og dásamlegt að eiga þær í frystinum. Síðan fara þær svakalega vel með kaffibollanum. Þessar urðu seigar og svo góðar!

Súkkulaðibitalengjur

Súkkulaðibitalengjur

 • 100 g smjör við stofuhita
 • 2 msk sýróp
 • 2,5 dl hveiti
 • 1 dl sykur
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 100 g gott súkkulaði (ég var með frá Marabou)

Hitið ofn í 200°. Hrærið saman smjör, sykur og sýróp. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim í smjörblönduna. Hrærið að lokum hökkuðu súkkulaði í deigið.

Skiptið deiginu í tvennt og mótið lengur úr þeim. Setjið lengurnar á bökunarplötu með bökunarpappír, þrýstið aðeins á þær og bakið síðan í 12-14 mínútur við 200° (ekki blástur). Takið úr ofninum og skáskerið á meðan kökurnar eru heitar.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Snitsel

 

Snitsel

Það hefur verið flensa á heimilinu í viku og það virðist ekker fararsnið á henni. Jakob kom veikur heim úr skólanum síðastliðinn fimmtudag og steinlá fram á sunnudag en þá tók Gunnar við og hefur legið síðan þá. Við erum alveg búin að fá nóg af þessu ófremdarástandi og óskum þess heitt að flensan fari að láta sig hverfa.

Snitsel

Ég fékk óstjórnlega löngun í snitsel um daginn sem endaði auðvitað með að það var snitsel í kvöldmatinn skömmu síðar. Mér þykir allur matur í raspi góður en elda þannig mat þó furðu sjaldan. Ég bar snitselinn fram með kartöflumús, piparsósu og rifsberjahlaupi. Súpergott!!

Snitsel

Snitsel

 • 8 úrbeinaðar grísakótilettur
 • 2 dl hveiti
 • 2 egg
 • 2 dl brauðrasp eða Panko
 • salt og pipar
 • olía (ekki ólífuolía)

Byrjið á að berja kótiletturnar með flötu hliðinni á buffhamri til að ná þeim þunnum. Kryddið báðar hliðar síðan með pipar og salti.

Setjið hveiti í eina skál, hrærð egg í aðra skál og brauðrasp í þriðju skálina. Veltið kótilettunum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og að lokum brauðraspinum.

Hitið vel af olíu á pönnu, þannig að það sé um 1 cm lag yfir pönnunni. Steikið snitselinn í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Takið snitselinn af pönnunni og yfir á disk klæddan eldhúspappír. Berið strax fram með kartöflumús og sósu.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Það hefur verið mikið beikonæði hjá strákunum hér á heimilinu undanfarnar vikur og á tímabili kom ég varla heim úr vinnunni án þess að beikonlykt tæki á móti mér. Ég ákvað að lokum draga úr beikoninnkaupum því það getur bara ekki verið neinni manneskju gott að borða svona mikið beikon.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Ég bauð þó upp á fljótlegt carbonara hér í síðustu viku við miklar vinsældir. Svo miklar að það var ekki svo mikið sem ein makkaróna eftir af matnum! Réttinn tekur örskamma stund að gera, er með fáum hráefnum og hentar því fullkomlega í amstri dagsins.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Makkarónu carbonara – uppskrifti fyrir 5

 • 500 g makkarónur (ósoðnar)
 • 300 g beikon
 • 6 eggjarauður
 • 150 g parmesan, rifinn
 • salt og pipar

Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið um 1-2 dl af pastavatninu frá áður en því er hellt af soðnum makkarónunum.

Skerið beikonið í teninga/sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Bætið makkarónum á pönnuna ásamt parmesanostinum. Hrærið saman þannig að osturinn bráðni. Bætið pastavatni saman við þannig að blandan fái mjúka áferð. Takið pönnuna af hitanum og hrærið eggjarauðum saman við. Smakkið til með salti og vel af pipar. Berið fram með auka parmesanosti.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Mjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabaka

Mjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabaka

Vissuð þið að Mjúkís ársins er kominn í verslanir? Í ár er ísinn með pistasíuhnetum og fær því fullt hús stiga hjá mér. Mér þykja pistasíuhnetur svo æðislega góðar og ef þið hafið ekki smakkað þær í ís þá mæli ég með að prófa. Ísinn er dásamlegur einn og sér en þegar ég bar hann fram með nýbakaðri hindberjaböku í gær ætlaði allt um koll að keyra.

Mjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabakaMjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabaka

Það er allaf gott að eiga ís í frystinum því þá er hægt að galdra fram eftirrétt á svipstundu. Hér er mjög góð súkkulaðisósa sem fer frábærlega með ís. Eins þykir mér ís nánast ómissandi með heitum bökum. Eplabaka með vanilluís hittir alltaf í mark og þar sem mér þykja hindber og pistasíuhnetur passa svo vel saman þá langaði mig að sjálfsögðu að baka hindberjaböku til að bera fram með pistaísuísnum. Til að gera stórgott enn betra splæstum við í smá karamellusósu yfir.  Þetta verður seint toppað!

Mjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabaka

Hindberjabaka

Deig

 • 125 g smjör
 • 1 dl sykur
 • 2 dl hveiti
 • 1 msk vanillusykur

Fylling

 • um 5 dl hindber, frosin eða fersk
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 1 msk sykur

Hitið ofninn í 200°.

Setjið öll hráefnin í deigið saman í skál og vinnið saman með gaffli eða fingrunum þannig að úr verði mulningur

Blandið hindberjum, kartöflumjöli og sykri saman í annarri skál.

Smyrjið eldfast mót. Setjið hindberjablönduna í botninn og deigmulninginn yfir. Bakið við 200° í 25-35 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.

Berið bökuna fram heita með Mjúkís með pistasíuhnetum.

Mjúkís ársins 2017 og dásamleg hindberjabaka

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

 

Sítrónumús með lakkrísskífu

Sítrónumús með lakkrísskífu

Þegar við vorum með plankasteikina um síðustu helgi útbjó ég í fljótlegan eftirrétt handa okkur. Eftir eins þungan mat og nautasteik er þykir mér passa sérlega vel að hafa eftirréttinn léttan og ferskan. Við Hannes erum bæði hrifin af flest öllu með sítrónu í og því var nokkuð öruggt að þessi sítrónumús myndi hrífa okkur, sem hún svo sannarlega gerði. Stökkar lakkrísskífurnar fara stórkostlega vel með sítrónumúsinni og ég mæli því með að gera ráð fyrir fleiri en einni lakkrísskífu á mann.

Sítrónumús með lakkrísskífu

Sítrónumús með lakkrísskífu – uppskrift fyrir 5-6

 • 250 g mascarpone ostur
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 1 dl lemon curd
 • hýði og safi úr 1 sítrónu
 • lakkrískaramellur (ég keypti þær í stykkjatali á nammibarnum í Hagkaup, þar eru þær með bréfi utan um)

Hrærið saman mascarpone, sýrðum rjóma og lemon curd þar til blandan verður létt í sér. Smakkið til með sítrónusafa og fínrifnu sítrónuhýði (passið að rífa bara efsta hlutann). Setjið sítrónumúsina í skálar og geymið í ísskáp þar til hún er borin fram.

Setjið lakkrískaramellurnar á bökunarplötu klædda smjörpappír. Passið að hafa gott bil á milli þeirra því þær renna út í ofninum. Setjið í 225° heitan ofn í um 5 mínútur eða þar til þær hafa runnið út í þunnar skífur. Passið að þær brenni ekki. Látið kólna.

Stingið lakkrísskífu í sítrónumúsina og berið fram.

Sítrónumús með lakkrísskífuSítrónumús með lakkrísskífu

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

HAGKAUP

Plankasteik

Plankasteik

Mig hefur lengi langað að eignast steikarplanka en ekki látið verða af því að kaupa þá, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki vitað hvar þeir fást. Þegar við síðan vorum í Stokkhólmi um daginn datt ég niður á svo fína planka að við slógum til og keyptum þá. Um helgina vígðum við plankana með nautasteik, bearnaise, kartöflumús og góðu rauðvíni í glasinu. Þvílík veisla!

Plankasteik

Þar sem Gunnar var að keppa í fótboltanum um kvöldið komum við seint heim. Við gerðum okkur því einfalt fyrir og keyptum tilbúna bearnaise sósu á Askinum fyrr um daginn. Mér þykir sósan þar alveg æðislega góð og hef stundum rennt þar við og keypt hana þegar ég vil einfalda matargerðina. Annars er uppskriftin sem ég nota þegar ég geri sósuna sjálf hér. Kartöflumúsina gerði ég áður en við fórum á leikinn og því tók skamma stund að klára réttinn eftir að við komum heim.

Plankasteik

Nú veit ég ekki hvar steikarplankar fást hér heima en dettur helst í hug Kokka, Duka eða jafnvel Byggt og búið eða Byko. Ef einhver veit hvar þeir fást þá eru allar ábendingar vel þegnar. Ég mun uppfæra færsluna með upplýsingunum ef niðurstaða fæst í málið!

Uppfært: Á Facebook síðu bloggsins var bent á að plankarnir fáist í Grillbúðinni og arius.is

Plankasteik

 • 4 steikarplankar
 • 4 tómatar
 • salt
 • 600 g nautakjöt
 • salt og pipar
 • 1 búnt ferskur grænn aspas
 • bearnaisesósa (keypt tilbúin eða heimagerð, uppskriftin er hér)

Kartöflumús

 • 1 kg kartöflur
 • 2 dl rjómi eða mjólk
 • salt og pipar

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í bita og sjóðið í söltu vatni þar til þær eru orðnar mjúkar (það tekur um 10-15 mínútur). Hellið vatninu frá og notið kartöflupressu til að pressa kartöflurnar. Hrærið mjólk eða rjóma saman við og smakkið til með salti og pipar. Kartöflumúsin má vera örlítið blaut í sér svo hægt sé að sprauta henni á plankann og hún verði ekki of þurr í ofninum.

Skerið toppinn af tómötunum þannig að um tveir þriðju standa eftir. Setjið tómatana í dældina á plankanum, saltið sárið og setjið í 200° heitann ofn (225° ef það er ekki blástursofn) í um 20 mínútur.

Á meðan tómatarnir eru í ofninum eru kjötið og aspasinn undirbúið. Skerið endann af stilkanum af aspasnum. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Saltið vatnið og leggið aspasinn í, látið sjóða í 2-3 mínútur. Skerið kjötið í passlegar sneiðar og steikið á háum hita á grillpönnu. Saltið og piprið.

Þegar tómatarnir hafa verið í ofninum í um 20 mínútur eru þeir teknir út. Sprautið kartöflumúsinni fyrir innan röndina á plankanum. Leggið kjötið fyrir innan kartöflumúsina og aspasinn við hliðina á kjötinu. Hækkið hitann á ofninum í 250° (275° ef það er ekki blástursofn) og setjið plankana inn í ofninn i um 12 mínútur. Setjið bearniessósu yfir og berið strax fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Ég elska þegar Hannes kemur heim á föstudögum með helgarblóm. Hann kaupir alltaf svo veglega vendi og oftar en ekki standa þeir fallegir alla vikuna.

Í dag er planið að taka geymsluna í gegn og fara í Epal að kíkja á lampa. Ég er spenntari fyrir því seinna en verð þó fegin þegar geymslan verður orðin fín. Síðan bíða vikuinnkaup. Fyrst af öllu kemur þó vikumatseðillinn!

Vikumatseðill

Mexíkófiskur

Mánudagur: Mexíkófiskur

Pulsu- og makkarónuskúffa

Þriðjudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Tacos með rauðum linsubaunum

Miðvikudagur: Tacos með rauðum linsubaunum

Gúllassúpa með nautahakki

Fimmtudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Kjúklingur í ostrusósu

Föstudagur: Kjúklingur í ostrusósu

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Súpergott sýrópsbrauð

Súpergott sýrópsbrauð

Síðasta laugardag bakaði ég æðislegt brauð sem við lifðum á yfir helgina. Ég nýt enn góðs af því og sit hér með morgunmatinn minn yfir tölvunni, nýristaða brauðsneið með miklu smjöri og osti. Uppskriftin er nefnilega svo stór að það er upplagt að skera brauðið niður og frysta það á meðan það er enn svolítið volgt. Klikkgott!

Súpergott sýrópsbrauð

Sýrópsbrauð

 • 1 líter súrmjólk eða ab-mjólk
 • 400 g rúgmjöl
 • 600 g hveiti
 • 3 dl sýróp
 • 4 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft

Setjið súrmjólk og sýróp í stóra skál og hrærið saman þar til hefur blandast vel. Bætið öllum öðrum hráefnum í og hrærið saman í kekkjalaust deig. Setjið deigið í smurt (eða bökunarpappírsklætt) eldfast mót í stærðinni 25 x 30 cm. Látið inn í kaldann ofn. Kveikið því næst á ofninum og hitið hann upp í 150°. Bakið brauðið í um klukkustund frá því að það er sett inn í kalda ofninn. Ef þið notið hitamæli í brauðið þá er það tilbúið við 97°.

Súpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauð

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum

Karamellubrúnkur með saltstöngum

Mér þykir vikan hafa flogið frá mér og nú er helgin handan við hornið. Ég var í matarboði í gær, fer í saumaklúbb í kvöld og annað kvöld ætlum við Hannes út að borða þannig að það fer lítið fyrir eldamennskunni hjá mér þessa dagana. Þegar ég var með saumaklúbbinn hjá mér fyrir jól var ég með eftirrétt sem var hálf misheppnaður en þó á sama tíma mjög lofandi. Það sem klikkaði var að karamellan sauð of lengi og varð því of hörð. Nú hef ég hins vegar gert kökuna aftur og í þetta sinn varð karamellan svo passlega mjúk og kakan svo æðislega góð að ég verð að koma uppskriftinni hingað inn. Þunnur og stökkur botn úr saltstöngum, mjúk brúnka sem er örlítið blaut í sér og mjúk karamella með sjávarsalti yfir. Svo ólýsanlega gott. Það er þess virði að bruna út í búð og kaupa hitamæli til að karamellan verði fullkominn. Annars þarf að passa vel að sjóða hana ekki of lengi!

Karamellubrúnkur með saltstöngum

Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum – uppskrift úr Buffé

Botn:

 • 125 g saltstangir
 • 75 g smjör, brætt
 • 2 tsk sykur

kaka:

 • 400 g suðusúkkulaði (eða 70% súkkulaði)
 • 175 g smjör
 • 5 egg
 • 4 ½ dl púðursykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 tsk salt
 • 1 ½ dl hveiti (90 g)

Karamella

 • 50 g smjör
 • 1 ½ dl sykur
 • 1 ½ dl rjómi
 • 3/4 dl sýróp
 • 2 tsk maldonsalt

Hitið ofn í 175°. Byrjið á botninum. Vinnið saltstangirnar, smjör og sykur saman í matvinnsluvél í grófa mylsnu. Þrýstið mylsnunni í botninn á eldföstu formi í stærðinni 25 x 30 cm, sem hefur verið klætt bökunarpappír. Bakið í miðjum ofni í 6 mínútur. Takið út og látið kólna.

Karamellubrúnkur með saltstöngumKaramellubrúnkur með saltstöngum

Kakan: Grófhakkið súkkulaðið og bræðið ásamt smjöri í skál yfir vatnsbaði. Leggið til hliðar og látið kólna aðeins. Hrærið egg, púðursykur, vanillusykur og salt saman þar til blandan er orðin létt í sér. Bætið súkkulaðismjörinu saman við á meðan hrært er í blöndunni. Siktið hveitið í deigið og hrærið saman í slétt deig. Hellið deiginu yfir botninn og bakið í miðjum ofni í 30-35 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut í sér. Látið kökuna kólna áður en karamellan er sett yfir.

Karamella: Setjið smjör, sykur, rjóma og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið á miðlungshita þar til 120° er náð. Hrærið annað slagið í pottinum.

Hellið karamellunni yfir kökuna og dreifið úr henni þar til hún myndar jafn lag yfir kökunni. Stráið maldonsalti yfir. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í smáa bita.

Karamellubrúnkur með saltstöngum

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP