M&M kökur

Það er fátt jafn notalegt og að dunda sér í eldhúsinu um helgar og baka eitthvað gott til að eiga með helgarkaffinu. Um daginn gerði ég M&M kökur sem voru svo æðislega góðar að ég má til með að setja þær hingað inn ef einhver er í baksturshugleiðingum í dag.

M&M kökur (uppskriftin gefur 40-45 kökur)

  • 200 g smjör
  • 200 g púðursykur
  • 200 g sykur
  • 2 egg
  • 2,5 tsk vanilludropar
  • 365 g hveiti
  • 1 tsk maldonsalt
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 300 g M&M (í brúna pokanum)

Hitið ofninn í 175°.

Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur. Hrærið eggjum og vanilludropum saman við.Bætið hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti í blönduna og hrærið varlega saman þar til allt hefur blandast vel. Hrærið helmingnum af M&M út í deigið.

Kælið deigið í ísskáp í klukkutíma.

Rúllið deiginu í kúlur á stærð við golfbolta og rúllið þeim upp úr M&M. Raðið 6 kökum í einu á ofnplötu með bökunarpappír (þær renna út í ofninum) og bakið í um 15 mínútur. Látið kökurnar kólna á grind.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s