Silvíukaka

Þetta er uppáhaldskaka Ögga og sænsku drottningunar, Silvíu. Ég skil það vel því kakan er æðislega góð. Hún er mjög fljótleg í bakstri og hráefnið það einfalt að ég á það alltaf til og hef ég því stundum bakað þessa köku í snatri þegar við höfum fengið gesti óvænt í kaffi.

Í dag byrjaði Öggi loksins í sumarfríi og mér fannst við verða að halda upp á það. Það var því alveg kjörið að baka Silvíuköku og þegar hann kom heim settumst við út á pall og fengum okkur kaffi.

Silvíukaka

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Glassúr

  • 75 gr smjör
  • 1 dl sykur (eða flórsykur)
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 eggjarauða
  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.

Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

48 athugasemdir á “Silvíukaka

  1. Sæl Svava.
    Ég prófaði að baka þessa en hún mislukkaðist gjörsamlega hjá mér. Hún varð eins og ég hafði ekki sett neitt lyfitduft í deigið. Ég held að þetta hafi klikkað eftir að ég setti vatnið í. Hrærir þú það saman við með sleif og þá þurrefnin líka?

    1. En leiðinlegt að heyra. Ég hræri allt í hrærivélinni og hef aldrei lent í að hún klikki. Prófaðu aftur, hrærðu eggin og sykurinn lengi saman í hrærivél (eða með handþeytara) og hrærðu síðan vatninu saman við áður en þú bætir þurrefnunum út í. Hún er svo góð þessi kaka að það er alveg þess virði að gera aðra tilraun 🙂
      Bestu kveðjur, Svava.

  2. alveg einstaklega góð kaka , glassúrinn er nammi, takk fyrir uppskrift, þessi verður bökuð oft, svo einföld og dásamlega góð

  3. Buin profa tessa- mjög god svava!!!- ekki vissi eg tetta m silviu drottningu- baud uppa hana tvi tu sagdir ad henni taetti hun god ( hv sem tad er satt eda ekki)- sagan er god og audvitad vell vid haefi ad bjod gestum uppa hana sem koma til STHLM

  4. Sæl Svava, langaði bara að þakka þér fyrir þessar frábæru uppskriftir! Búin að prófa að baka þessa sjúklega góðu köku + tacobökuna og hlakka bara til að prófa fleiri 🙂

  5. Þessi er alveg rosalega gòð. meira að segja kökugikkurinn à heimilinu borðar þessa með bestu lyst. Það takk fyrir þessa uppskrift 🙂
    en hvernig er best að nà henni úr forminu? hùn festist hjà mèr og fór ì sundur. En hùn var samt borðuð upp til agna..

    1. Ég hef aldrei lent í vandræðum með að ná henni úr forminu, nota alltaf smelluform sem ég smyr vel (ég nota oftast PAM-sprey). Mér hefur annars reynst vel að smyrja bökunarform og velta síðan raspinum frá Euroshopper (það stendur Ströbröd á kassanum) um formið. Sá raspur er fínni en aðrir og það er aldrei neitt mál að ná kökum úr formum með þessari aðferð.

      1. takk. ; ) ég var reyndar með 5 ára aðstoðarmann sem smurði formið, en mér fannst hann gera það vel 😉 ætla prufa aftur 😉 ég notaði wilton 23 cm álform. ætla prufa smelluform næst .. Takk, en vá þetta er virkilega góð kaka ; )

  6. Þvílíkt lostæti og hrærði í kökuna meðan ég ryksugaði og fleira, einfalt og ljúffengt, ásamt öðru á síðunni þinni. Þakka þér fyrir alveg frábærar uppskriftir 🙂

  7. Bakaði þessa og þvílík dásemd lyfti sér vel og er mjög bragðgóð. Enn ein yndisleg uppskrift sem ég prófa frá þér. Kærar þakkir fyrir að halda úti þessu bloggi. Bíð spennt eftir næstu uppskrift.

  8. Hafði svo ekki trú á því að þessi kaka yrði eitthvað merkileg því hún er svo fáránlega einföld og fljótgerð – boy was I wrong! Hún er æði! Þessi verður sko gerð aftur.

  9. Sæl. Er búin að baka þennan fína kökubotn en…..getur þú útskýrt betur með kremið, hjá mér skilur sykurinn sig frá smjörinu og á að setja vanillusykurinn og rauðuna í þegar kremið er orðið kalt ! Enn og aftur takk fyrir frábært matarblogg 🙂

    1. En leiðinlegt að heyra. Ég bræði smjörið við lágann hita og bæti síðan restinni út í. Hræri svo öllu vel saman þar til kremið er orðið slétt. Það hefur aldrei klikkað.

  10. Bakvísun: Heimilismatur
  11. Dásamlega einföld og gómsæt kaka 🙂 Langaði að forvitnast hvort þú notar oftar, venjulegan sykur eða flórsykur í kremið? Ég fékk sykurinn ekki alveg til að bráðna, en kakan var samt sem áður alveg ljúffeng 🙂

  12. Æðislega góð og einföld kaka… búin að baka hana oft! En nú akkúrat þegar ég er að baka fyrir 1 árs afmæli dótturinnar.. þá fór eitthvað úrskeyðis og hún bara flæddi uppúr forminu sem ég hef alltaf bakað í og hefur alltaf passa! …hélt kannski ég hefði sett of mikið lyftiduft.. en teskeiðin er ennþá ofaní boxinu svo ég hef ekki sett 2 msk í staðinn eins og mig grunaði… hefur einhver lent í þessu?? Búin að reyna 2svar núna og þetta gerist í bæði skiptin… er að spá að prófa enn einu sinni í kvöld eða á morgun og sjá hvað gerist.. alveg ferlega skrítið að þetta klikki svona allt í einu.. búin að baka hana svona oft :S

  13. Fantastic website you have here but I was wanting
    to know if you knew of any user discussion forums that
    cover the same topics discussed here? I’d really like to be a
    part of online community where I can get feed-back from other knowledgeable
    individuals that share the same interest. If you have any recommendations, please let me know.
    Thanks!

  14. So we take photos of garden arrangements and plants that we particularly like,
    serving as inspiration for next year’s garden. Maybe one or two of them
    are cracked or perhaps the style and deign just doesn’t fit the timjes anymore.

    no cap of $1,500, of the full 30 percent of the cost for renewable energy systems including solar panels, photovoltaic systems,
    mall winhd turbines, and geothermal heat pumps for bboth exsting and new homes through 2016.

  15. May I simply say what a comfort to find a person that actually
    knows what they are talking about on the internet.
    You actually understand how to bring an issue to light and make
    it important. A lot more people must look at this and understand this side of
    your story. I was surprised you are not more
    popular since you definitely possess the gift.

  16. I do not even know the way I stopped up right here, however I
    believed this publish used to be good. I do not recognize who you might be however definitely you’re
    going to a famous blogger if you happen to aren’t already.
    Cheers!

  17. Hæhæ. Á virkilega að vera desilíter af vatni? Þetta varð svo þunnt að það lak í gegnum formið og ofan í ofninn! Er kannski enginn að lenda í þessu nema ég?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s