Í gærkvöldi vorum við með steiktan fisk í ofni í matinn og gerðum síðan vel við okkur með nýbakaðri súkkulaðiköku í eftirrétt. Þetta mætti verða að mánudagshefð mín vegna. Ljúfari byrjun á vikunni er varla hægt að fá.
Kakan er með æðislegum kaffikeim og ég mæli með að setja smá rommdropa í glassúrið. Það fer mjög vel saman við kaffibragðið. Ég setti hluta af glassúrinu yfir kökuna og bar restina af því fram í skál, fyrir þá sem vildu setja meira af því yfir kökuna. Það enduðu allir á að gera það.
Súkkulaðiformkaka með kaffiglassúr (uppskrift frá Ida Gran Jansen)
- 125 g sykur
- 1 egg
- 125 g hveiti
- smá salt
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk lyftiduft
- 50 g kakó
- 1 dl mjólk
- 3/4 dl uppáhellt kaffi
- 2 msk rapsolía
Glassúr
- 60 g smjör
- 0.5 dl uppáhellt kaffi
- 1/2 msk kakó
- 250 g flórsykur
- 1 tsk vanillusykur
- 5 dropar rommdropar (má sleppa)
- 1 smá salt
Hitið ofninn í 175°og klæðið formkökuform með bökunarpappír. Setjið egg og sykur í hrærivél og þeytið saman á mesta hraða í 5 mínútur. Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og kakói. Hrærið þurrefnunum í eggjablönduna ásamt kaffinu, mjólkinni og rapsolíunni. Setjið deigið í formið og bakið í 30-35 mínútur.
Glassúr:
Bræðið smjörið í potti og hrærið hinum hráefnunum saman við þar til blandan er slétt (flórsykurskekkir bráðna í hitanum, hrærið bara áfram þar til þeir eru horfnir). Þegar kakan kemur úr ofninum er stungið með hnífi um hana til að gera smá holur og glassúrnum síðan hellt yfir.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í