Malín mín er tvítug í dag, sem þýðir að ég hef verið mamma í 20 ár! Það er enginn sem fangar afmælisdögum eins og hún. Á mánudaginn fagnaði hún því að afmælisvikan væri runnin upp og daginn eftir, 1. maí, fagnaði hún því að afmælismánuðurinn væri formlega hafinn. Við erum dugleg að nýta hvert tækifæri til að gera okkur glaðan dag en Malín toppar okkur þó öll í fagnaðarhöldunum…
Malín hefur verið sólargeilsinn mínn síðan ég fékk hana fyrst í fangið og ég hef alltaf verið svo súperstolt af henni. Það er leitun að jafn glaðlyndri manneskju og henni. Hún er drífandi, hjálpsöm, sanngjörn og með hjarta úr gulli. Það hefur aldrei verið hægt að tala hana inn á nokkurn skapaðan hlut (ekki einu sinni að prófa tívolítæki eða drekka gosdrykk) og ég hef aldrei þurft að hafa neinar áhyggjur af henni. Hún hefur alltaf verið svo svakalega varkár og ég gleymi því ekki þegar hún var á leikskóla og við gáfum henni nýtt hjól með engum hjálpardekkjum. Hún var svo hneyksluð á þessu kæruleysi og sagði að henni þætti passlegt að taka hjálpardekkin af þegar hún yrði 7 ára. Þar með var það ákveðið.
Hér verður að sjálfsögðu fagnað í kvöld og áfram út vikuna. Bleikt kampavín liggur í kæli og uppáhalds kökur hafa verið bakaðar. Líf og fjör! Ég ætla að enda færsluna á köku sem er með þeim bestu sem ég hef smakkað en uppskriftina fann ég á danskri síðu, Anne au chocolat. Kakan er best ef hún er bökuð deginum áður en hún er borin fram. Ef þið hafið pláss í ísskápnum þá er gott að geyma hana þar en takið kökuna þó út í tíma svo hún hafi náð stofuhita þegar hún er borin fram. Síðan er hún dásamleg með léttþeyttum rjóma en hann var því miður búinn þegar ég tók myndirnar.
Súkkulaðikaka með Baileys ganache (fyrir 8-10)
- 200 g suðusúkkulaði
- 200 g smjör
- 250 g sykur
- 5 egg, hrærð léttilega saman
- 1 msk hveiti
Bræðið smjörið í potti og bætið svo hökkuðu súkkulaði í pottinn. Hrærið í pottinum þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Takið pottinn af hitanum og hrærið sykri í blönduna. Bætið eggjunum smátt og smátt út í og að lokum er hveitinu hrært saman við. Setjið deigið í ca 22 cm kökuform, sem hefur verið klætt með bökunarpappír, og bakið á blæstri i um 25 mínútur við 180°. Passið að baka kökuna ekki of lengi, hún á að vera blaut í sér.
Baileys ganache:
250 g rjómasúkkulaði
1 dl rjómi
1 dl Baileys
smá salt
10 g smjör
Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Setjið rjóma, Baileys og salt í pott og hitið að suðu. Hellið blöndunni strax yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mínútur. Hrærið svo saman þar til blandan er slétt. Hrærið smjöri saman við. Það getur verið gott að nota töfrasprota til að fá mjúka áferð en það er ekki nauðsynlegt. Kælið blönduna, hún þykknar við það. Smyrjið yfir kökuna og skreytið að vild.
Mig langar að vita hvað
‘Baileys ganache’ er ?
Er svona illa að mér, að hef aldrei heyrt þetta fyrr 😉
Sæl og blessuð,
Ég er ákaflega ánægð með allar uppskriftirnar þínar, nota þær mikið og þakka fyrir það.
Ég var að baka Baiey´s tertuna þína í gær, það gekk vel fyrir utan að ég skil ekki hvernig kremið getur orðið eins og á myndinni, hvernig brætt súkkulaði, bailey, smjör og rjómi getur orðið að krem.
Úr þessu varð sósa sem dugar á ca 8-10 tertur hjá mér, ofboðslega mikið magn af vökva, meira en hálfur líter.
Getur þetta verið rétt?
Með kærri kveðju og þökkum, Margrét
Sent from my iPad
>
Sæl Margrét.
En leiðinlegt að heyra að þetta hafi farið svona. Uppskriftin er rétt en kremið þarf að fá að kólna vel til að það verði þykkt. Ég set skálina inn í ísskáp og hræri annað slagið í blöndunni með sleikju. Þegar hún var orðin þykk setti ég hana yfir kökuna og setti síðan kökuna í kæli þar til ég bar hana fram.
Bestu kveðjur,
Svava.
Sæl aftur,
Ég las þetta vitlaust, hét það ætti að vera peli af rjóma, fyrirgefðu mér,
kakan er æðislega góð
😊😊😊☘️💚☘️
Sent from my iPad
Begin forwarded message:
> From: Margret Kjartansdottir > Date: 6 May 2018 at 11:23:58 GMT-4 > To: Ljúfmeti og lekkerheit > Subject: Re: [Ný færsla] Himnesk Baileyskaka > > Sæl og blessuð, > > Ég er ákaflega ánægð með allar uppskriftirnar þínar, nota þær mikið og þakka fyrir það. > > Ég var að baka Baiey´s tertuna þína í gær, það gekk vel fyrir utan að ég skil ekki hvernig kremið getur orðið eins og á myndinni, hvernig brætt súkkulaði, bailey, smjör og rjómi getur orðið að krem. > > Úr þessu varð sósa sem dugar á ca 8-10 tertur hjá mér, ofboðslega mikið magn af vökva, meira en hálfur líter. > > Getur þetta verið rétt? > > Með kærri kveðju og þökkum, > Margrét > > > > > Sent from my iPad > >>
Gott að heyra að það fannst skýring á þessu 🙂
Sæl
Smá forvitni með kökuna, á bara hræra varlega saman við súkkulaðiblönduna með písk,þe. sykri , eggjum og hveiti ? bara velta fyrir mér hvort það eigi að þeyta í hrærivél vel , líkt maður þeytir sykur og egg vel saman uppá að fá loft.
Nei, það er engin hrærivél notuð heldur er deiginu bara hrært saman í pottinum 🙂