Tortillavefjur

Vikan

Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa eflaust áttað sig á þá hef eytt undanförnum dögum í sveitinni. Mér þótti það æðislegt fyrir utan að vera ekki nettengd og geta því ekki uppfært bloggið. Verst þótti mér að hafa ekki haft vit á að láta ykkur vita af því áður en ég fór en satt að segja áttaði ég mig ekki á því fyrr en á hólminn var komið að það var vonlaust að blogga í stöpulu 3G sambandi. Því fór sem fór en nú er ég mætt aftur, vonandi tvíelfd til leiks.

Mér hlotnaðist sá heiður að vera matgæðingur vikunnar í nýjasta tölublaði Vikunnar (held reyndar að það fari úr búðum á morgun).  Í blaðinu má finna stutt viðtal við mig ásamt því að ég gef ég fjórar uppskriftir sem að mér þykja hver annarri betri.  Tvær þeirra hafa þegar verið birtar hér á blogginu fyrir all nokkru og þola vel að vera rifjaðar upp.

Hamborgarar

Annars vegar eru það þessir hamborgarar. Það væri synd að láta grillsumarið líða án þess að prófa þá. Það er svo einfalt að útbúa hamborgara og þeir verða svo mikið betri þegar þeir eru heimagerðir. Þessi uppskrift er einföld en stórgóð.

Kartöflur

Hins vegar eru það kartöflur sem við fáum ekki nóg af og eru með bestu kartöflum sem ég hef smakkað. Það er ótrúlega einfalt að útbúa þær og ég hef borið þær oftar á borð en ég vil viðurkenna. Það er svo þægilegt að henda þeim í ofninn á meðan kjötið eða hamborgararnir eru grillaðir og satt að segja get ég borðað þær einar og sér. Algjörlega  ómótstæðilegar!

Tortillavefjur

Í blaðinu gef ég einnig uppskriftir af tortillavefjum og súkkulaðipavlovu en þær hafa hvorugar verið birtar hér á blogginu áður. Tortillavefjurnar eru frábærar á veisluborðið en ég hef líka boðið upp á þær sem snarl með fordrykk. Það má útbúa fyllinguna deginum áður og þá tekur enga stund að smyrja henni á tortilluvefjurnar og rúlla þeim síðan upp daginn sem á að bera þær fram. Uppskriftina fékk ég hjá kærri vinkonu, Ernu, fyrir mörgum árum og hef notað hana óspart síðan.

Tortillavefjur

 • 400 g rjómaostur
 • 1 lítill púrrulaukur
 • 1 lítil rauð paprika
 • 1 lítið rautt chili (ferskt)
 • 150 g góð skinka
 • 8 tortillakökur

Sneiðið púrrulauk fínt, saxið papriku, kjarnhreinsið og fínhakkið chili og skerið skinku smátt. Hrærið öllu saman við rjómaostinn.

Tortillavefjur

Smyrjið hrærunni á tortillakökur, rúllið þeim upp og skerið í bita.

Tortillavefjur

13 athugasemdir á “Tortillavefjur

 1. Sæl
  Er í lagi að setja á kökurnar deginum áður fyrir notkun, eða gæti það.orðið of blautt ?
  Annað hvað færðu c.a. marga bita úr einni köku eða öllu heldur hvað þyrfti ég að útbúa mikið fyrir 40 manna veislu ?
  Bkv.

 2. Var að prufa bara gott Takk fyrir að setja þetta hér inn.
  Eitt sem að ég klikaði á var hvað mikið hjá mér fór í afskurð, var fyrir vikið að fá færri stykki út úr kökunni. Hefði þurt að passa upp að smyrja vel út í barmana í miðjunni til að ná betri nýtni..

 3. Hef heyrt að það sé í lagi að gera deginum áður, setja rúlluna í td álpappír inn í ískáp og skera þær niður daginn sem þær verða bornar fram. Annað hvað færðu mörg stykki út úr þessari uppskrift?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s