Mexíkóskt kjúklingalasagna

Mexíókskt kújklingalasagna

Síðasta sunnudag dustaði ég rykið af uppskrift sem var í miklu uppáhaldi hjá mér hér áður fyrr. Ég komst að því að hún hefu elst vel og er enn jafn góð og mig minnti. Alveg æðislega góð.

Mexíókskt kújklingalasagna

Hér áður fyrr notaði ég uppskriftina við hvert tækifæri sem gafst og bauð upp á réttinn í afmælisveislum, saumaklúbbum og matarboðum. Hann vakti nefnilega alltaf lukku og gerir það greinilega enn. Við vorum sjö manns í mat, allir borðuðu vel og það varð samt smá afgangur þannig að rétturinn er drjúgur. Ég bar lasagnað fram með salati, nachos (svart Doritos, uppáhald!), sýrðum rjóma og guacamole. Súpergott og frábær helgarmatur!

Mexíókskt kújklingalasagna

Mexíkóskt kjúklingalasagna (uppskrift fyrir 6-8)

  • 5-6 kjúklingabringur (þetta er ekki svo nákvæmt, einn poki af frosnum bringum er gott)
  • ½ laukur
  • 1 stór eða 2 litlar rauðar paprikur
  • 1 bréf burritos kryddmix
  • 2 krukkur af salsa sósu (medium eða sterkar, jafnvel ein af hvoru)
  • ½ líter matreiðslurjómi
  • smá klípa af rjómaosti (má sleppa)
  • tortillur (1 pakki af minni gerðinni)
  • Mozzarella ostur

Skerið laukinn og paprikuna fínt og kjúklingabringurnar í litla bita. Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita (ég nota stillingu 7 af 9). Steikið laukinn og paprikuna þar til byrjar að mýkjast, bætið þá kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram. Hellið kryddinu yfir og steikið í smá stund til viðbótar. Hellið salsasósum og matreiðslurjóma yfir og látið suðuna koma upp. Hrærið rjómaosti saman við sé hann notaður. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur.

Setjið tortillaköku í botn á eldföstu formi (það gæti þurft að klippa þær til þannig að þær passi betur). Setjið kjúklingasósuna yfir og síðan á víxl tortillakökur og kjúklingasósu. Endið á kjúklingasósunni. Stráið mozzarella osti yfir (mjög gott að nota ferskan) og inn í 180° heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.

Mexíókskt kújklingalasagn

8 athugasemdir á “Mexíkóskt kjúklingalasagna

  1. Kæra Svava. Ég hef ekki fengið póst frá þér í janúar svo ég hlýt að hafa dottið út. Myndirðu setja mig inn aftur. Ég má alls ekki missa af þessu frábæra bloggi. Kveðja Anna Sigga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s