Vikumatseðill

Þessi helgi hefur verið svo ljúf að það hálfa væri nóg. Gærdeginum var eytt með vinkonum í góða veðrinu og í dag hef ég eytt deginum afslöppun hér heima. Kjötsósa, sem á að fara í lasagna, hefur mallað á hellunni síðan fyrir hádegi og mamma er að koma í mat og Allir geta dansað áhorf, eins og hefð er orðin fyrir. Ég ætla að bjóða upp á heimabakað brauð, sem er að hefast þessa stundina, lasagna og salat. Í eftirrétt verður ís og rjómi. Ég elska sunnudagskvöld!

Vikumatseðill

Mánudagur: Tælenskur lax með núðlum

Þriðjudagur: Pastasósa með linsubaunum og gulrótum

Miðvikudagur: Kjúklingasalat með sweet chili og wasabihnetum

Fimmtudagur: Pulsupasta sem rífur í 

Föstudagur: Mexíkóskt kjúklingalasagna

Með helgarkaffinu: Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s