Einfalt og súpergott kjúklingasalat

Einfalt og súpergott kjúklingasalat

Þá er vetrinum formlega lokið og sumarið framundan. Ljúft! Ég mun hvorki sakna þess að skafa bílinn á morgnanna né að vera aldrei heima í dagsbirtu. Veturinn hefur vissulega sinn sjarma en ég gleðst alltaf yfir árstíðaskiptum. Með hækkandi sól dregur úr lönguninni í hægeldaðar grýtur og léttari matur fer að lokka. Ég bauð upp á þetta einfalda og góða kjúklingasalat með sætum kartöfum fyrr í vikunni sem allir kunnu að meta. Ég bar hráefnin fram hvert í sinni skál þannig að hver og einn setti sitt salat saman eftir smekk. Stökkt kál og grænmeti, heitur kjúklingur, heitar sætar kartöflur, fetaostur, sweet chillisósa og stökkar hakkaðar wasabihnetur yfir. Það hljóta allir að sjá að þetta getur ekki klikkað!

Einfalt og súpergott kjúklingasalatEinfalt og súpergott kjúklingasalatEinfalt og súpergott kjúklingasalat

Einfalt kjúklingasalat

  • kjúklingur (bringur, úrbeinuð læri, heill kjúklingur…bara það sem hentar best)
  • sætar kartöflur
  • wasabihnetur
  • konfekttómatar (eða aðrir tómatar)
  • rauðlaukur
  • rauð paprika
  • fetaostur
  • salat (t.d. iceberg sem hefur staðið í ísköldu vatni, þá verður það stökkt og gott)
  • sweet chilli sósa

Byrjið á að elda kjúklinginn og sætu kartöflurnar. Kjúklingurinn er settur í eldfast mót sem hefur verið smurt með ólífuolíu. Veltið kjúklingnum upp úr olíunni og kryddið síðan eftir smekk (gott að nota vel af kryddinu, helst þannig að það hjúpi kjúklinginn alveg). Setjið álpappír yfir formið. Skerið sætu kartöflurnar í bita og setjið á ofnplötu. Sáldrið ólívuolíu yfir og kryddið með maldonsalti og pipar. Setjið nú kjúklinginn og sætu kartöflurnar í 180° heitan ofn í um 30 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og kartöflurnar mjúkar í gegn.

Skerið papriku, tómata og rauðlauk smátt og grófhakkið hneturnar. Skerið kálið niður.

Mér þykir best að setja hvert hráefni fyrir sig í skál og bera þau þannig fram. Síðan býr hver og einn til sitt salat. Ég blanda öllu saman og set síðan sweet chillisósu yfir og enda á að strá söxuðu wasabihnetunum yfir allt. Súpergott!

 

Ein athugasemd á “Einfalt og súpergott kjúklingasalat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s