Uppáhalds bananabrauðið

Þetta bananabrauð hefur lengi verið í uppáhaldi og óhætt að segja að það er uppáhalds brauð strákanna. Þeir biðja mig oft um að baka það og ef ég á banana sem hafa séð betri daga þá nýti ég þá alltaf í þetta brauð. Brauðið klikkar aldrei, er alltaf mjúkt, verður aldrei þurrt og er alltaf jafn ljúffengt.

Þessa vikuna byrjuðum við Öggi að vinna aftur eftir sumarfrí og Malín er enn í Svíþjóð. Strákarnir hafa því verið einir heima á daginn. Eftir fyrsta daginn sá ég að þeir höfðu ekki haft mikið fyrir að fá sér að borða. Þar sem ég átti banana á síðasta snúningi þá ákvað ég að baka bananabrauðið fyrir þá. Þeir voru búnir að vera úti í garði að tjalda með Gumma vini sínum allt kvöldið og þegar þeir komu inn fengu þeir sér nýbakað brauð og mjólk. Þegar Gummi fór heim kvaddi hann með þeim orðum að hann ætlaði að biðja mömmu sína um að baka þetta brauð (Erna, hér er uppskriftin 🙂 ). Ég skar síðan restina af brauðinu í sneiðar og setti í plastpoka. Það var ekki að spyrja að því, brauðið var búið þegar ég kom úr vinnunni daginn eftir.

Uppskriftin hefur verið svo lengi í fórum mínum að ég man ómöglega hvaðan hún kemur en ég hef skrifað við hana að brauðið eigi að geymast vel. Það hefur þó aldrei reynt á það og ég held að ég hafi í lengst átt það í hálfan sólarhring.

Mér finnst gott að baka brauð á kvöldin því það tekur enga stund að hræra í þau og síðan er hægt að slappa af yfir sjónvarpinu á meðan brauðið bakast í ofninum. Það er líka fátt eins notalegt og nýbakað brauð með kvöldkaffinu.

Bananabrauð

 • 2 stórir þroskaðir bananar
 • 50 gr smjör
 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 3 dl hveiti
 • 1/2 dl mjólk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 tsk kanill

Hitið ofinn í 175°. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins. Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil í deigið og blandið vel.  Bætið smjöri og stöppuðum banönum og mjólk í deigið og blandið vel.  Setjið deigið í smurt brauðform (ég smyr oft formið og velti síðan haframjöli um það) og bakið í 40-50 mínútur.

29 athugasemdir á “Uppáhalds bananabrauðið

 1. Svava… Eg gerdi tvöfalda uppskrift i gaer og vid sem erum bara 3 i heimili erum nu tegar buin med annad braudid. Vid Brynja erum ad hama i okkur no 2 nuna og tad er meira ad segja ein dukka sem faer lika smakk. Er ofsalega gott og einfalt. Takk fyrir tettaa…

 2. Þetta er klárlega orðið uppáhalds bananabrauðið okkar í bústaðnum 🙂 Ætlaði að gera hitt bananabrauðið með nutella en átti ekki sýrðan rjóma þannig að ég gerði bara þessa uppskrift og bætti við 2 msk af nutella…..algjör snilld, svo mjúkt og gott…..og alveg eins gott daginn eftir 🙂

 3. Rosalega er þetta gott brauð! Hélt að ég ætti bestu bananabrauðsuppskriftina en skjátlaðist 🙂 Allir á heimilinu elskuðu þetta! Takk fyrir uppskriftina 🙂

 4. Er svona án gríns búin að baka þetta brauð í hverri viku í tvo mánuði! Geri alltaf tvö og það klárast alltaf, allir elska það! Ótrúlega einfalt og er ekki nema korter að henda í tvöfalda uppskirft!

 5. ég er búinn að gera þessa uppskrift tvisvar, og í bæði skiptin var lyftingin of lítil, brauðið nær ekki að tvöfalda sig, en ég hef fylgt uppskriftinni nákvæmlega fyrir utan að ég hef sett dropa í staðin fyrir vanillusykur. Engu að síður mjög bragðgott. En hvað gæti valdið því að það nær ekki að lyfta sér nógu vel? ég þeyti sykurinn og eggin eins og á að gera, og mæli hráefnið nákvælega í degið.

  1. Þetta þykir mér furðulegt. Brauðið er þétt í sér, eins og sést á myndunum, en lyftir sér samt töluvert. Ég veit hreinlega ekki hvað getur verið að valda þessu. Hef sjálf bakað brauðið óteljandi sinnum og alltaf fengið sömu útkomuna.

 6. Nú er þetta frábært! Framúrskarandi rakur og dúnkenndur, enn svo þéttur og þykkur. Það er eins og galdur í munni mínum! Þetta er líklega ljúffengasta banani brauðið sem ég hef borðað einhvern tíma – örugglega það besta sem ég hef nokkurn tíma eldað (og fjölskyldan mín elskaði það!) Þakka þér kærlega fyrir að deila 🙂
  Vinsamlegast afsakið einhverjar stafsetningarvillur – ég er frá Bandaríkin að læra íslensku!

 7. Hehe ég er núna farin að gera þetta í hverri viku því sumir eru viljandi farnir að kaupa of mikið af bönunum svo það verði nokkrir gamlir til að ég baki þetta bananabrauð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s