Bananakaka með súkkulaðikremi

Bananakaka með súkkulaðikremi

Um síðustu helgi rak ég augun í banana í ávaxtaskálinni sem voru á síðasta snúningi. Yfirleitt enda gamlir bananar í þessu bananabrauði hjá mér (uppáhalds!) en þar sem ég hafði ákveðið fyrr um daginn að sleppa sætindum yfir helgina þá komst ekkert annað að hjá mér en að nýta bananana í köku. Helst með kremi. Þegar kakan kom út úr ofninum var ég fljót að gleyma sætindalausu helgarplönunum og það fór sæluhrollur um mig þegar ég settist niður með nýbakaða kökusneiðina með rjóma. Síðar um daginn leit mamma óvænt við og þá bauð ég henni upp á kökuna.Hún kann að meta nýbakað hún mamma. Sérstaklega þegar það er rjómi með. Og börnin gengu um í sæluvímu á meðan kakan var til, því þau elskuðu hana. Það er því óhætt að segja að kakan gerði helgina okkar örlítið ljúfari og við nutum hennar vel.

Bananakaka með súkkulaðikremi

Bananakaka með súkkulaðikremi

 • 75 g smjör
 • 2 ½ dl sykur
 • 2 msk mjólk
 • 1/4 tsk salt
 • 1 tsk vanillusykur
 • 2 egg
 • 2 þroskaðir bananar
 • 100 g súkkulaði
 • 2 ½ dl hveiti
 • 1 tsk matarsódi

Bræðið smjörið og látið kólna aðeins. Hrærið því saman við sykur, mjólk, salt og vanillusykur. Aðskiljið eggjarauður og eggjahvítur og hrærið eggjarauðunum saman við deigið. Stappið bananana og hrærið saman við deigið. Hakkið súkkulaðið og blandið saman við hveiti og matarsóda. Hrærið blöndunni síðan saman við deigið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim að lokum í deigið. Setjið deigið í vel smurt form og bakið við 175° í 30-40 mínútur. Kakan á að vera örlítið blaut í sér þannig að ekki baka hana of lengi.

Súkkulaðikrem:

 • 30 g mjúkt smjör
 • 2 ½ dl flórsykur
 • ½ tsk vanillusykur
 • 3 msk kakó
 • 50 g philadelphia rjómaostur

Hrærið smjöri, flórsykri, vanillusykri, kakó og rjómaosti saman þar til blandan er slétt. Smyrjið yfir kökuna sem hefur fengið að kólna.

Bananakaka með súkkulaðikremi

 

4 athugasemdir á “Bananakaka með súkkulaðikremi

 1. Æðisleg þessi kaka sem maðurinn minn gerði fyrir okkur í kaffinu. Strákarnir okkar fengu svo að skipta seinustu sneiðinni á milli sin eftir kvöldmat. Þeir voru ekki sáttir að að fá ekki meira, þeim fannst hún svo góð 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s