Súkkulaði- og bananakaka

Súkkulaði- og bananakaka

Ég á alltaf erfitt með að henda mat en sá matur sem ég get alls ekki hent eru bananar. Þeir eru svo ljúffengir í brauðum og kökum, þó þeir séu orðnir ljótir og enginn hefur lyst á þeim, að ég enda alltaf á að baka úr þeim. Í langfelstum tilfellum enda gamlir bananar í þessu bananabrauði sem hverfur síðan undantekningarlaust á svipstundu ofan í krakkana, en annað slagið bregð ég út af vananum og prófa nýjar uppskriftir. Þessa uppskrift sá ég hjá Smitten Kitchen og get lofað að hún er dásamlegri en orð fá lýst.

Í kökunni eru bæði kakó og súkkulaðibitar (tvöfalt súkkulaðibragð!!) sem blandast saman við bananabragðið og gerir kökuna gjörsamlega ómótstæðilega. Ég hakka súkkulaðið gróft því mér þykir gott að finna fyrir súkkulaðibitunum í kökunni.

Súkkulaði- og bananakaka

Kakan er í algjöru uppáhaldi hjá okkur þessa dagana og ég hef ekki tölu yfir hversu oft ég hef bakað hana á undanförnum vikum. Ég fann þó síðastliðið fimmtudagskvöld, þegar ég tók kökuna út úr ofninum kl. 11 um kvöldið og settist í sæluvímu niður með heita kökusneið og ískalt mjólkurglas og það var ó, svo dásamleg stund, að kannski væri þetta of langt gengið. Ég ætla því ekki að baka kökuna í komandi viku en þið getið gert það. Hér kemur uppskriftin…

Súkkulaði- og bananakaka

  • 3 mjög þroskaðir bananar
  • 115 g smjör, brætt
  • 145 g púðursykur
  • 1 stórt egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 tsk kanil
  • 125 g hveiti
  • 50 g kakó
  • 170 g súkkulaði, grófhakkað (ég nota suðusúkkulaði)

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform.

Stappið banana í botni á stórri skál (ég nota hrærivélina). Hrærið bræddu smjöri saman við, síðan púðursykri, eggi og vanilludropum. Bætið matarsóda, salti, kanil, hveiti og kakó saman við og hrærið varlega þar til hefur blandast vel (passið að hræra ekki of lengi). Hrærið súkkulaðibitunum í deigið og setjið það í smurt formið. Bakið í 55-65 mínútur, eða þar til próni stungið í kökuna kemur deiglaus upp. Látið kökuna kólna í forminu í 10-15 mínútur.

Kakan geymist í 4 daga í plasti við stofuhita en ég get nánast fullyrt að hún mun aldrei endast svo lengi!

 

8 athugasemdir á “Súkkulaði- og bananakaka

  1. Hæ, hæ. Í uppskriftinni stendur 1 tsk matarsódi, en í textanum lyftiduft. Hvort er það? 🙂 Er kannski alveg sama hvort maður noti sóda eða lyftiduft??

    Kv. Björg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s