Er ekki fiskur málið á mánudögum? Hann er það oftast hér á bæ. Steiktur fiskur í pulsubrauði kann að hljóma furðulega en kemur skemmtilega á óvart og krakkarnir eeeelska þetta.
Það þarf enga uppskrift fyrir þennan rétt. Þorskur (eða sá fiskur sem þér líst best á) er skorinn í passlega stóra bita til að rúmast í pulsubrauðunum, kryddaður með salti og pipar, velt upp úr hrærðu eggi, síðan raspi og að lokum steiktur á pönnu í vel af bragðdaufri olíu. Pulsubrauðin eru hituð í ofni (ég hita þau alltaf í pokanum við 90° í nokkrar mínútur, þá verða þau svo mjúk og góð). Setjið tómatsósu, remúlaði, súrar gúrkur, kál, hrásalat eða það sem hugurinn girnist í pulsubrauðið og síðan steikta fiskinn. Berið fram með ofnbökuðum kartöflubátum eða frönskum. Súpergott!
Takk fyrir að nenna að deila öllum þessum frábæru uppskriftum og myndum með okkur hinum. Þetta er alveg frábær síða 🙂
Svo tek ég eftir því að myndirnar eru svo hrikalega flottar hjá þér – Hvaða myndavél notarðu og hvaða linsu?
Hvaðan eru þessu fallegu matardiskar? 🙂
ég prófaði þennan í sunnudags matinn í kvöld og hafði silung þar sem ég átti hann i frysti frá því í sumar, eftir veiðar. Mjög gott og höfðum kartöflubáta með 🙂