Steiktur fiskur í pulsubrauði

Steiktur fiskur í pulsubrauði

Er ekki fiskur málið á mánudögum? Hann er það oftast hér á bæ. Steiktur fiskur í pulsubrauði kann að hljóma furðulega en kemur skemmtilega á óvart og krakkarnir eeeelska þetta.

Steiktur fiskur í pulsubrauði

Það þarf enga uppskrift fyrir þennan rétt.  Þorskur (eða sá fiskur sem þér líst best á) er skorinn í passlega stóra bita til að rúmast í pulsubrauðunum, kryddaður með salti og pipar, velt upp úr hrærðu eggi, síðan raspi og að lokum steiktur á pönnu í vel af bragðdaufri olíu. Pulsubrauðin eru hituð í ofni (ég hita þau alltaf í pokanum við 90° í nokkrar mínútur, þá verða þau svo mjúk og góð). Setjið tómatsósu, remúlaði, súrar gúrkur, kál, hrásalat eða það sem hugurinn girnist í pulsubrauðið og síðan steikta fiskinn. Berið fram með ofnbökuðum kartöflubátum eða frönskum. Súpergott!

Steiktur fiskur í pulsubrauði

5 athugasemdir á “Steiktur fiskur í pulsubrauði

  1. Takk fyrir að nenna að deila öllum þessum frábæru uppskriftum og myndum með okkur hinum. Þetta er alveg frábær síða 🙂

    Svo tek ég eftir því að myndirnar eru svo hrikalega flottar hjá þér – Hvaða myndavél notarðu og hvaða linsu?

  2. ég prófaði þennan í sunnudags matinn í kvöld og hafði silung þar sem ég átti hann i frysti frá því í sumar, eftir veiðar. Mjög gott og höfðum kartöflubáta með 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s