Ég hef ekki náð að sinna blogginu eins og ég hefði viljað þessa vikuna. Ástæðan er einfaldlega sú að það hefur allt verið á haus hjá mér. Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni, ég er búin að standa í framkvæmdum hér heima og mitt í öllu var ég með tvö matarboð og fór í eitt afmæli. Helgin hefur verið nýtt í að leggja lokahönd á framkvæmdirnar, koma öllu aftur á sinn stað og þrífa. Í dag verða svo gerð stórinnkaup, ekki degi of seint því ísskápurinn er hálf tómur. Það verður dásamlegt að sigla inn í nýja viku með hreint heimili og ísskápinn fullan af mat. Hversdagsleikinn getur verið svo ljúfur…
Vikumatseðill
Mánudagur: Steiktur fiskur í pulsubrauði
Þriðjudagur: Nautahakks- og makkarónupanna
Miðvikudagur: Tortellini í pestósósu
Fimmtudagur: Laksa með kjúklingi
Föstudagur: Grísk pizza
Með helgarkaffinu: Súkkulaði- og bananakaka