Tacos með rauðum linsubaunum

Tacos með rauðum linsubaunum

Ég er að reyna að hafa að minnsta kosti einn kjötlausan dag í viku. Það ætti ekki að vera svo erfitt en virðist þó ekki gerast sjálkrafa hjá mér. Ég á það til að mikla þetta verkefni fyrir mér þó ég viti vel að það er til svo mikið af góðum kjötlausum réttum og þeir þurfa ekki að vera flóknir. Það er til dæmis snjallt að vera með súpur eins og blómkálssúpu, sveppasúpu, aspassúpu eða tómatsúpu eitt kvöld í viku og þar með er málið leyst. Eða að gera grænmetispizzu á föstudagskvöldinu sem er poppuð upp með hnetum, góðum ostum og hvítlauksolíu (ég bauð upp á þannig í matarboði sem ég var með síðasta föstudagskvöld og sló í gegn). Síðan hef ég nokkrum sinnum gert tacos með baunum í staðin fyrir nautahakk og það er alls ekki síðra, og jafnvel betra, en með nautahakki og mun ódýrara.

Tacos með rauðum linsubaunum

Þetta er svo einfalt að það hálfa væri nóg. Ég kaupi rauðar linsubaunir (ég nota frá Sollu, en hægt er að nota hvaða tegund sem er) því þær passa stórvel í tacos. Það þarf ekki að leggja þær í bleyti, þær hafa stuttan suðutíma og kosta lítið. Þegar þær hafa soðið í 10 mínútur verða þær mjúkar og klessast aðeins saman. Undir lokin á suðutímanum bæti ég tacokryddi saman við og útkoman er æðisleg.

Tacos með rauðum linsubaunum

Það eina sem ég geri er að skola baunirnar og setja þær í pott í hlutföllunum 1 dl. rauðar linsubaunir á móti 2-3 dl af léttsöltuðu vatni. Þegar mest allt vatnið hefur soðið burt er tacobréfi hrært saman við og látið sjóða með í lokin. Ég ber baunirnar fram í stökkum tacoskeljum með salsa, avokadó (átti guacamole sem ég notaði í staðin fyrir avokadó), tómötum, gúrku, káli, rauðlauk, sýrðum rjóma, ostasósu og nachos. Það þarf ekki svona mikið meðlæti, notið bara það sem þið eigið eða hafið löngun í!

3 athugasemdir á “Tacos með rauðum linsubaunum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s