Ég elska að koma heim á föstudögum með helgarblóm. Stundum splæsi ég í veglega vendi og oftar en ekki standa þeir fallegir alla vikuna.
Í dag er planið að taka geymsluna í gegn og fara í Epal að kíkja á lampa. Ég er spenntari fyrir því seinna en verð þó fegin þegar geymslan verður orðin fín. Síðan bíða vikuinnkaup. Fyrst af öllu kemur þó vikumatseðillinn!
Vikumatseðill
Mánudagur: Mexíkófiskur
Þriðjudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa
Miðvikudagur: Tacos með rauðum linsubaunum
Fimmtudagur: Gúllassúpa með nautahakki
Föstudagur: Kjúklingur í ostrusósu
Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir
Hvar keyptiru DAGG vasann ? 🙂
Ég keypti hann í Stokkhólmi 🙂
>