Pulsu- og makkarónuskúffa

Pulsu- og makkarónuskúffa

Haustið 2012 birti ég uppskrift af makkarónuskúffu sem var í miklu uppáhaldi hjá Malínu þegar hún var yngri. Rétturinn er einfaldur og góður, meira að segja svo góður að ég veit fyrir víst að það hefur verið boðið upp á hann í fermingarveislu! Ég lýg því ekki…

Pulsu- og makkarónuskúffa

Um daginn prófaði ég nýja uppskrift af einfaldri makkarónuskúffu, í þetta sinn með pulsum í. Þessi skúffa vakti ekki síður lukku en sú gamla og sérlega gott þótti okkur að hafa hot chili tómatsósu með henni (þessa í plastflöskunni, ekki í glerinu). Það sama á við með þessa makkarónuskúffu og þá gömlu, að hún er ekki síðri daginn eftir. Eins er hægt að leika sér með uppskriftina, t.d. að krydda með paprikukryddi eða chili explosion. Þetta er frábær hversdagsréttur sem tekur ekki nokkra stund að reiða fram og þar sem uppskriftin er drjúg þá eru góðar líkur á að það verði til afgangur daginn eftir sem hægt er að taka í nesti eða hita sér upp kvöldið eftir.

Pulsu- og makkarónuskúffa

  • 300 g makkarónur (ósoðnar)
  • 10 pulsur
  • 4 dl mjólk
  • 4 egg
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 tsk salt
  • 2-3 lúkur rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Látið suðu koma upp í rúmgóðum potti, saltið vatnið og sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu frá. Skerið pulsurnar í bita. Hrærið egg, mjólk og krydd saman. Blandið makkarónum, pulsum og eggjahrærunni saman og setjið í eldfast mót. Stráið rifnum osti yfir og bakið í um 30 mínútur (passið að osturinn brenni ekki undir lokin). Mér finnst gott að krydda aðeins yfir diskinn með svörtum pipar, en það er auðvitað smekksatriði.

Pulsu- og makkarónuskúffaPulsu- og makkarónuskúffaPulsu- og makkarónuskúffa

6 athugasemdir á “Pulsu- og makkarónuskúffa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s