Vikumatseðill

 

Vikumatseðill

Um næstu helgi hefst aðventan og ég get varla beðið. Krakkarnir bíða spennt eftir hefðbundna aðventukaffinu okkar með nýböuðum eplaskífum með sultu og rjóma og heitu súkkulaði með helling af rjóma og súkkulaðispæni. Ég get ekki hugsað mér neitt betra! Það er þó heil vika í herlegheitin sem þarf að skipuleggja og undirbúa. Ég undirbý vikuna líkt og áður með því að gera vikumatseðil og stórinnkaup. Mér þykir alltaf jafn góð tilfinning að vita af ísskápnum stútfullum fyrir vikuna.

Vikumatseðill

Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Gúllassúpa með nautahakki

Þriðjudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Pulsu- og makkarónuskúffa

Miðvikudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Tortillakaka með kjúklingi

Fimmtudagur: Tortillakaka með kjúklingi

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Tortellini með brúnuðu salvíusmjöri

Nutellaformkaka

Með helgarkaffinu: Nutellaformkaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s