Nutellaformkaka

Nutellaformkaka

Gleðilegan bolludag! Ég vona svo sannarlega að bolludagurinn hafi verið ykkur ljúffengari en mér. Í gærkvöldi bakaði ég 10 stórar vatnsdeigsbollur og í morgun fór ég á fætur fyrir allar aldir til að setja á þær svo að krakkarnir gætu tekið með sér bollu í nesti í skólann. Ég hugsaði með mér að mikið yrði notalegt að koma heim úr vinnunni í dag og fá rjómabollu. Þegar ég kom heim mætti ég þó alsælum börnum með rjóma út á kinnar og galtómu kökufati.

Nutellaformkaka

Þar sem ég náði ekki að mynda eina einustu rjómabollu áður en þær kláruðust þá ætla ég að gefa uppskrift að annari dásemd, mjúkri Nutellaformköku, sem ég var með í kvöldkaffi í vikunni sem leið. Kökuna bakaði ég aðallega vegna þess að ég keypti mér nýtt kökuform sem mér þótti svo fallegt og langaði að prófa að baka í því. Krakkarnir voru að vonum ánægð með nýbakaða köku og kalda mjólk fyrir svefninn og voru á einu máli um að kakan væri stórgóð.

Nutellaformkaka

Nutellaformkaka

 • 2 + 3/4 bolli hveiti (420 g)
 • 2 ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 1 bolli smjör við stofuhita (135 g)
 • 2 bollar sykur (465 g)
 • 4 stór egg
 • 1 bolli Nutella (300 g)
 • 1 bolli nýmjólk

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform. Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti og leggið til hliðar. Hrærið saman í annarri skál smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt, það tekur um 3 mínútur.   Hrærið einu eggi í einu saman við og þar á eftir Nutella. Setjið helminginn af þurrefnunum í deigið og helminginn af mjólkinni. Hrærið saman og endurtakið með afganginum af þurrefnunum og mjólkinni. Hrærið þar til allt hefur blandast en varist að hræra deigið of lengi.

Setjið deigið (sem er frekar þykkt) í smurða formkökuformið og bakið í 45-55 mínútur.

14 athugasemdir á “Nutellaformkaka

 1. Seturðu hveiti í botninn á forminu? Ég notaði einu sinni svona form og smurði það bara og þá festist kakan bara við mótið og varð ljót 😦

  1. Ég hef oft notað „ströbröd“ frá Euroshopper þegar ég vil vera örugg um að ná kökum úr formum án vandræða. Það er brauðraspur sem er fíngerðari en aðrir raspar. Þá smyr ég formið fyrst og velti síðan ströbrödinu um það. Mér finnst það alltaf koma vel út.
   Hér notaði ég þó bara vel af PAM-spreyji (eins og kannski sést á myndinni áður en kakan fór í ofninn) og það var ekkert mál að ná henni úr forminu.

 2. Er þetta kannski Nordic Ware bundtköku-formið? Þegar ég var ennþá óreynd í eldhúsinu þá keypti ég sílikonfrom fyrir svona bundtkökur og það orsakaði svo mörg slys (einu sinni hvolfdist úr því og í tvö skipti fór kakan í sundur þegar ég hvolfdi henni). Kannski ekki forminu að kenna en ég henti því samt 😉

  1. Hahaha já! Og ég er í hamingjuvímu yfir því. Það er svo flott og kakan losnaði úr því eins og ekkert væri. Það fylgdi meira að segja plastbox með til að geyma kökuna í, ef ske kynni að ég myndi bregða mér af bæ með hana 🙂
   Ætli sílíkonformin séu ekki góð fyrir ís? Kannski of seint að pæla í því núna ef formið er farið á haugana…

   1. Æjijá, ís. Ég hreinlega pældi ekki í því þegar ég gaf það í síðustu flutningum. Enda vildi ég hafa góða afsökun fyrir því að bera heim enn eitt eldhúsáhaldið 😉

 3. Mjög góð bláu hringformin (silikon) í Bónus fyrir heimatilbúin ís. Kosta eiginlega ekkert (700-800 minnir mig ) Hvar fæ ég svona flott form með loki :=)
  Takk aftur fyrir frábæra síðu. Nota hana mikið :=)

  1. Gott að vita, ég ætla að tékka á þeim næst þegar ég fer í Bónus. Formið mitt keypti ég í Kosti og mæli hiklaust með því. Það var ekkert mál að ná kökunni úr því og hún varð svo falleg 🙂

 4. Hvar í Kosti fannstu þetta eðalform? Ég fór í gær og leitaði en fann ekki neitt nema svo svakalega djúpt form. Takk fyrir frábært blogg.

 5. Formið er frábært, vildi að það væru til fleiri form frá þessum framleiðanda. Poppið líka frábært, ekki sniðugt að hafa verið að nefna það við mann 😉 Takk fyrir aðstoðina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s