Ég ætlaði að vera fyrr á ferðinni með vikumatseðilinn en dagurinn hefur hlupið frá mér í alls konar stúss, þegar mig langaði mest af öllu bara að dóla heima á náttsloppnum eftir útikvöld í gær. Við vorum boðin í fordrykk til vinahjóna í gærkvöldi og þaðan héldum við svo á Kopar og enduðum á Slippbarnum. Svo brjálæðislega gaman! Dagurinn í dag hefur hins vegar verið aðeins seigari og ég hlakka mikið til að skríða snemma upp í rúm í kvöld. En nóg um það, hér kemur tillaga að vikumatseðli!
Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu
Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu
Miðvikudagur: Ofnbökuð ostapylsa
Fimmtudagur: Caesarbaka
Föstudagur: Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk og gúrku og hvítlaukschilisósu
Með helgarkaffinu: Nutellaformkaka