Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósu

 

Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósu

Páskafríið í ár hefur verið óvenju ljúft og við höfum lítið annað gert en að slappa af og borða. Við byrjuðum fríið á að bjóða mömmu og bróður mínum hingað í kjúklingaborgara sem voru bornir fram í smjörsteiktu brioche brauði, með æðislegri hvítlaukschilisósu, pækluðum rauðlauk og gúrku, avokadó og helling af kóriander. Súpergott!! Sem meðlæti djúpsteikti ég bæði venjulegar franskar og sætkartöflufranskar. Mamma sagðist aldrei hafa fengið jafn góða borgara og bróðir minn borðaði svo yfir sig að hann var enn saddur daginn eftir.

Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósuKjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósuKjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósuKjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósu

Kjúklingaborgarar (uppskrift frá Matplatsen)

 • 4 brioche hamborgarabrauð
 • 4 kjúklingabringur (150 g hver)
 • 1 dl hveiti
 • 2 tsk chilikrydd
 • 2 tsk kúmín (ath. ekki kúmen)
 • 1 msk paprikukrydd
 • 1 tsk salt
 • 1-2 egg
 • 2-4 dl panko (japanskt rasp)
 • kóriander og avókadó til að bera kjúklingaborgarann fram með

Ef kjúklingabringurnar eru þykkar þá er byrjað á að skera þær í tvennt til að fá þær þynnri. Kjúklingabringurnar eru síðan barðar út t.d. með buffhamri.

Blandið hveiti og kryddum saman í grunna skál. Hrærið eggið aðeins upp og setjið í aðra skál. Setjið panko í þriðju skálina. Veltið kjúklingabringunum fyrst upp úr hveitiblöndunni, síðan egginu og að lokum panko. Djúpsteikið kjúklinginn við 160° þar til hann er gylltur og stökkur. Látið renna af honum á eldhúspappír.

Takið brioche hamborgarabrauðin í sundur og steikið í smjöri á pönnu við miðlungshita þar til þau hafa fengið fallegan lit.

Hvítlaukschilisósa:

 • 4 hvítlauksrif
 • hálft lime
 • 1 dl mæjónes
 • 1 dl sýrður rjómi
 • chilisósa eftir smekk (byrjið með 2 msk og smakkið ykkur áfram)

Pressið hvítlaukinn og safann úr lime og blandið með mæjónesi og sýrðum rjóma. Bætið chilisósunni saman við að lokum eftir smekk.

Hraðpækluð gúrka:

 • 1 agúrka
 • 1 msk borðsedik
 • 1 dl vatn
 • 2 msk sykur
 • salt og svartur pipar

Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar með ostaskera. Blandið borðsediki, vatni og sykur saman og smakkið til með salti og pipar. Hellið yfir gúrkuna.

Pæklaður rauðlaukur:

 • 2 rauðlaukar
 • safinn úr 2 lime
 • 1/2 dl eplaedik
 • salt

Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og blandið saman við hin hráefnin. Látið standa í amk 15 mínútur áður en borið fram.

Setjið hamborgarana saman með sósu, djúpsteiktum kjúklingnum, avókadó, pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og helling af kóriander.

9 athugasemdir á “Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s