Vikumatseðill

Vikumatseðill

Það er óhætt að segja að það rættist úr 17. júní veðrinu. Okkur var boðið í grill um kvöldið til vinafólks okkar, Kristínar og Rikka. Rikki átti afmæli fyrr í vikunni og fékk ginflöskuna hér að ofan í síðbúna afmælisgjöf frá okkur. Þar sem veðrið var svo gott ákváðum við að borða úti á palli hjá þeim og enduðum á að sitja þar fram eftir kvöldi. Það er nú ekki á hverjum degi sem það er hægt, en mikið er ljúft þegar það gerist. Sól, grillmatur, hvítvín og góður félagsskapur, það gerist varla betra. Þegar leið á kvöldið var hvítvíninu skipt út fyrir G&T og áður en við vissum af var liðið langt fram á nótt. Það má jafnvel segja að það varð aðeins of mikið af ljúfa lífinu hjá okkur þarna um kvöldið og laugardagurinn fór svolítið í það að jafna sig. Maður er víst ekki tvítugur lengur. Í dag erum við hins vegar eldhress, verkfræðingurinn á leið í vinnuferð til Hollands og ég ætla að kíkja aðeins í Smáralindina. En fyrst kemur hér, eins og svo oft á sunnudögum, hugmynd að vikumatseðli.

Vikumatseðill

Ítalskur lax með fetaostasósu

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Einfalt og stórgott lasagna

Þriðjudagur: Einfalt og stórgott lasagna

Sveppasúpa

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Parmesanbuff í rjómasósu

Fimmtudagur: Parmesanbuff í rjómasósu

Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk, hraðpæklaðri gúrku og hvítlaukschilisósu

Föstudagur: Kjúklingaborgari

Drømkage

Með helgarkaffinu: Drømmekage

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s