Kung Pao kjúklingur

 

Kung Pao kjúklingur

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Ó, hvað ég vona að veðrið haldist þurrt og að allir geta notið skemmtanahalds þar sem þeir eru. Ég ætla ekki að taka þátt í 17. júní hátíðarhöldum þetta árið (sem þykir svo sem ekki fréttnæmt þar sem ég er lítið fyrir slík skemmtanahöld, sé bara fyrir mér engin laus bílastæði og hvergi laus borð á veitingastöðum… nei, þetta er einfaldlega ekki fyrir mig) heldur er okkur boðið í grill til vinafólks okkar í kvöld. Börnin séu orðin svo stór að þau vilja helst að ég haldi mér heima á meðan þau skemmta sér á Rútstúni og ég mun ekki mótmæla því. Hef hugsað mér að fara á meðan í góðan göngutúr og síðan dunda mér í eldhúsinu þannig að það bíði þeirra nýbökuð kaka þegar þau koma heim. Smá þjóðhátíðarkaffi getur maður alltaf gert sér að góðu, ekki satt?

Kung Pao kjúklingur

Eins og alltaf fyrir helgar leitar hugurinn að helgarmatnum. Um daginn gerði ég æðislegan kjúklingarétt sem mér þykir passa vel sem helgarmatur, eða EM matur ef út í það er farið. Strákarnir voru ekki heima þetta kvöld en við sem vorum í mat voru stórhrifin af réttinum. Þegar Jakob kom heim fékk hann sér það sem eftir var og kláraði það upp til agna. Þegar ég svo spurði hvort honum hafi ekki þótt þetta æðislega gott þá svaraði hann „þetta var mjög gott en ég hef fengið betra“. What! Súpergott segjum við hin og klárlega réttur til að prófa.

Kung Pao kjúklingur

Kung Pao kjúklingur

  • 3-4 kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • Salt og pipar
  • 1½ bolli maísmjöl
  • 3 egg
  • ¼ bolli canola olía
  • ¼ bolli soja sósa
  • ¼ bolli edik
  • 1 matskeið rautt chillí paste (t.d. Sriracha)
  • 1 tsk pressaður hvítlaukur
  • ¼ bolli púðursykur
  • ½ msk maísmjöl
  • 1 rauð paprika, hökkuð
  • ¼ bolli salthnetur
  • vorlaukur til skrauts

Hitið ofninn í 180°.

Skerið kjúklinginn í munnbita og kryddið með salti og pipar. Setjið maísmjöl í eina skál og léttilega hrærð egg í aðra skál. Hitið olíuna á pönnu.

Veltið kjúklingnum upp úr maísmjölinu, síðan eggjunum og setjið hann að lokum á pönnuna. Steikið þar til kjúklingurinn er byrjaður að brúnast. Færið kjúklinginn þá af pönnunni yfir í eldfast mót.

Hrærið saman sojasósu, ediki, chillí paste, hvítlauk, púðursykri og maísmjöli. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og blandið vel. Setjið hakkaða papriku og salthnetur yfir. Bakið í klukkutíma en hrærið í réttinum á 15 mínútna fresti. Berið fram með hrísgrjónum.

Ein athugasemd á “Kung Pao kjúklingur

  1. Kung Bao hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsréttum en kannast ekki alveg við þessa uppskrift. Rétturinn er yfirleitt yfirhlaðinn þurkkuðu chilli og afar spicy…sendi þér kannske uppskrift við tækifæri. Á annars eftir að prófa þessa 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s