Kjúklingapasta sem rífur í

 

Ég verð að viðurkenna að þessi kuldi er alveg að fara með mig. Eftir vinnu fór ég í heitan tíma í ræktinni (hef varla stigið fæti inn í ræktarsalinn síðan í vor) og mikið var gott að fá smá hita. Gæti jafnvel endað svo að ég fari aftur fljótlega. Maður getur alltaf vonað. Ég hef verið í krónísku letikasti frá ræktinni síðan ég man eftir mér þannig að líkurnar eru ekki með mér.

Við Hannes erum bara tvö í mat í kvöld og hann er á leiðinni heim með sushi. Það liggur hvítvínsflaska í ísskápnum og ég get ekki beðið eftir að setjast niður og eiga notalega kvöldstund. Elska svona hversdagslúxus.

Á meðan ég bíð eftir að Hannes detti í hús með matinn datt mér í hug að setja inn uppskrift af æðislegum pastarétti sem ég var með um daginn. Þessi réttur vakti mikla luku hjá öllum hér heima. Marineringin rífur aðeins í án þess að gera réttinn of sterkann. Súpergott!

Kjúklingapasta sem rífur í (uppskrift fyrir 4)

600 g kjúklingabringur
1 tsk sambal oelek
½ msk rifið engifer
1 hvítlauksrif
2 tsk ólífuolía
1 lime
3 msk balsamik edik
½ sítróna
1 hvítlauksrif
2 msk hunang
250 g spaghettí (ekki soðið)

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið sambal oelek, engifer, pressað hvítlauksrif og ólífuolíu í poka. Rífið hýðið af lime-inu og setjið í pokann, skerið það svo í tvennt og pressið safann líka í pokann. Kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingabitunum í pokann og látið marinerast í 30 mínútur.

Steikið kjúklinginn með allri marineringunni. Bætið balsamik ediki, sítrónusafa, pressuðu hvítlauksrifi og hunangi á pönnuna og látið allt sjóða saman þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Sjóðið spaghettí og bætið saman við kjúklinginn (það er gott að setja smá af pastavatninu með). Berið fram með salati.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Kjúklinga- og spínatquesadillas

Um síðustu helgi var ég með heimagerðan skyndibita í matinn sem ég má til með stinga upp á ef einhver er að leita að hugmynd fyrir föstudaginn. Quesadillas þykir mér nefnilega vera hinn fullkomni föstudagsmatur, bæði því það tekur stuttan tíma að reiða hann fram og hann vekur lukku hjá öllum hér heima.

Til að hafa sem minnst fyrir kvöldmatnum keypti ég tilbúinn fajitas kjúkling sem var niðurskorinn í bita en það er auðvitað líka hægt að vera með heilan kjúkling og rífa niður. Síðan ætlaði ég að kaupa ferskt guacamole í Hagkaup eins og ég geri svo oft, en það var búið. Ég brá þá á það ráð að kaupa guacamole úr salatbarnum og þar rak ég augun í ferskt salsa sem ég keypti líka. Það var því lítil fyrirhöfn að koma matnum á borðið.

Ég bar quesadillurnar fram með eðlu, svörtu Doritos, fersku salsa, venjulegu salsa, heitri ostasósu, sýrðum rjóma og guacamole. Súpergott!!

Kjúklinga- og spínatquesadillas

 • 1 poki tortillur (8 stk)
 • 1 kjúklingur, rifinn niður (eða 1 bakki fajitas kjúklingur frá Holta)
 • spínat
 • rifinn ostur (ég var með blöndu af gratín- og pizzaosti)

Setjið rifinn ost, handfylli af spínati, kjúkling og rifinn ost (þannig að osturinn sé bæði undir og yfir) á annan helming tortilluköku. Brjótið tóma helminginn yfir, þannig að tortillan myndi hálfmána, og steikið á pönnu eða hitið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.

Skerið í sneiðar og berið fram með því sem hugurinn girnist!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Stökkar fajita kjúklingavefjur

Fyrir viku síðan fór ég niður í Þríhnjúkagjúg en það hafði mig lengi langað til að gera. Það var ótrúleg upplifun að fara þangað niður og ef þið hafið tækifæri til þess, skuluð þið ekki láta það úr hendi sleppa. Ég veit að það hafa stundum verið tveir fyrir einn tilboð undir lok tímabilsins (síðustu ferðirnar niður eru um miðjan október) sem gæti verið snjallt að nýta sér.

Lyftuferðin niður er mögnuð! 

Það er róleg helgi framundan hjá mér og ég er búin að lofa krökkunum heimagerðum pizzum annað kvöld. Síðasta föstudagskvöld gerði ég hins vegar steiktar kjúklingavefjur sem okkur þótti frábær föstudagsmatur. Ég gerði mér einfalt fyrir og keypti tilbúinn grillaðan kjúkling og tilbúið guacamole (fæst ferskt í Hagkaup) og þá tók enga stund að koma matnum á borðið. Æðislega gott!

Steiktar fajita kjúklingavefjur

 • 1 kjúklingur (ég keypti tilbúinn grillaðan kjúkling)
 • 1 poki fajitas krydd
 • rauð paprika
 • græn paprika
 • laukur
 • kóriander (má sleppa)
 • sýrður rjómi eða ostasósa
 • ostur

Rífið kjúklinginn niður og skerið paprikunar og laukinn í strimla. Steikið allt saman á pönnu og kryddið með fajitas kryddi (notið allan pokann).

Smyrjið tortillaköku með um 3 msk af sýrðum rjóma eða ostasósu, setjið um 1 dl af kjúklingablöndunni yfir (setjið hana í miðjuna á tortillakökunni) og stráið kóriander og rifnum osti yfir. Brjótið tortillukökuna saman þannig að lokist fyrir allar hliðar. Hitið olíu á pönnu og steikið vefjurnar á báðum hliðum þar til þær eru orðnar stökkar. Berið fram með meðlæti eins og t.d. nachos, salsa, salati, sýrðum rjóma, guacamole og/eða ostasósu.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

Á morgun er föstudagur og helgarfríið því rétt handan við hornið. Þó að þessi fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí hefur flogið frá mér þykir mér ósköp notaleg tilhugsun að geta sofið út og slappað af yfir helgina. Við erum ekki með nein plön og því vonandi róleg helgi framundan.

Ég hef hugsað mér að elda þessa núðlusúpu annað kvöld en ætla hins vegar að gefa ykkur uppskrift af æðislegum núðlurétti núna, sem mér þykir passa vel sem helgarmatur. Sósan er svo góð að það væri nánast hægt að bera hana eintóma fram með skeið og segja gjörið svo vel!

Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

 • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
 • 3 tsk rautt tælenskt karrýpaste
 • 3 msk hnetusmjör
 • 1 msk fiskisósa
 • 1-2 klípur maldonsalt
 • 1 kjúklingateningur
 • 1-2 tsk sykur
 • safi úr 1 lime
 • 400 g hrísgrónanúðlur (400 g)
 • vorlaukur, skorinn í sneiðar
 • salthnetur, hakkaðar
 • kóriander
 • auka lime

Hitið vatn að suðu í rúmgóðum potti og setjið kjúklinginn í sjóðandi vatnið. Látið kjúklinginn sjóða við vægan hita í 13 mínútur.

Sjóðið núðlurnar í öðrum potti, samkvæmt leiðbeiningum.

Á meðan kjúklingurinn sýður er sósan undirbúin. Hrærið saman kókosmjólk, rautt karrýpaste, hnetusmjör, fiskisósu og safa úr einu lime í skál og leggið til hliðar.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn úr pottinum og skorinn í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn léttilega. Hellið sósunni yfir, bætið kjúklingateningi og sykri úr í. Látið sjóða aðeins saman og smakkið til með maldonsalti.

Setjið núðlur í botninn á skál og hellið kjúklingnum með sósu yfir. Berið fram með hökkuðum salthnetum, vorlauk, kóriander og limesneiðum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Tacos með tælenskum kjúklingi, avokadó og kasjúhnetum

 

Í gærkvöldi bókaði ég gistingu í Ubud og við Hannes komum hingað seinnipartinn í dag. Hann er núna útskrifaður af spítalanum, þvílíkur léttir! Við borðuðum hér á hótelinu okkar í kvöld og fengum æðislegan mat, sushi og nautakjöt. Svo ólýsanlega gott, bæði maturinn og að vera komin hingað saman. Þeir sem vilja geta fylgt mér á Instagram, þar set ég í Insta stories.

Ég er svo rugluð í dögunum hérna, þeir renna allir saman og það er enginn munur á mánudegi og laugardegi. Ég þurfti því að hugsa eftir til að átta mig á að það er föstudagur í dag og helgi framundan! Það er aldeilis við hæfi að setja þessa uppskrift inn fyrir helgina því þetta er fullkominn helgarmatur sem vekur lukku hjá öllum.

Tacos er jú bara svo gott og þessi útfærsla er æðisleg tilbreyting frá hinu hefðbundna tacos. Kjúklingurinn er svo bragðgóður og með hnetunum, avokadó, kóriander og sýrðum rjóma verður rétturinn ómótstæðilegur.

Mér þykir gott að þurrsteikja kasjúnhetur (og furuhnetur þegar ég er með þær) og hella síðan smá soja- eða tamarinsósu yfir þær í lokin þannig að sósan festist á hnetunum. Þetta poppar öll salöt upp og líka frábært snarl. Hér gerði ég þetta við hneturnar en rétturinn er góður þó því sé sleppt.

Ég tvöfaldaði uppskriftina fyrir okkur 5 og það kláraðist allt. Þetta var bara svo gott að það var ekki hægt að hætta að borða!

Tacos með tælenskum kjúklingi (uppskrift fyrir 3-4)

 • 2 kjúklingabringur
 • 1 kjúklingateningur (kraftur)
 • 1 líter vatn

Marinering

 • 1/2 dl appelsínudjús
 • 1/2 dl Hoisin sósa
 • 1 tsk hunang
 • 1 kjúklingateningur (kraftur)
 • 1 tsk hvítvínsedik
 • 1/2 chillí, hakkað (hafið fræin með ef þið viljið hafa sterkt, sleppið þeim annars)
 • 1 msk sojasósa
 • 1/2 lime

Meðlæti

 • laukur
 • paprika
 • tortillur
 • ferskt kóriander
 • avokadó
 • vorlaukur
 • kasjúhnetur (gott að þurrsteikja þær og hella síðan smá sojasósu yfir undir lokin)
 • sýrður rjómi

Byrjið á að setja vatn í pott og láta suðuna koma upp. Bætið kjúklingateningi og kjúklingabringum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Á meðan kjúklingurinn sýður er marineringin útbúin. Hrærið öllum hráefnunum í marineringuna saman. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann rifinn niður og settur út í marineringuna.

Skerið lauk og papriku í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið þar til mjúkt og laukurinn hefur fengið smá lit, það tekur um 8-10 mínútur (passið að hafa ekki of háan hita). Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Steikið kjúklinginn á sömu pönnu (óþarfi að þrífa hana á milli) þar til marineringin er orðin þykk og klístruð.

Hitið tortillurnar örlítið og berið fram með kjúklingnum, grænmetinu, kóriander, vorlauk, avokadó, kasjúhnetum og sýrðum rjóma.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sriracha kjúklinga quesadillas

Þegar Svala keppti í eurovision í maí voru við með smá eurovisionpartý hér heima. Ég var sein heim úr vinnunni þann daginn, var ekki búin að undirbúa neinar veitingar og hafði ekki tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Ég ákvað því að prófa quesadillas sem ég hafði séð á Buzzfeed en þeir eru duglegir að setja inn myndbönd af einföldum og girnilegum réttum. Þessar quesadillas hafði ég verið á leiðinni að prófa og fannst þarna kjörið tækifæri til að láta verða af því.

Þetta hefði ekki getað verið einfaldara hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég að KFC var með tilboð á hot wings fötum þannig að ég kom við og keypti eina. Síðan keypti ég tilbúið ferskt guacamole, grillaðan kjúkling og það sem mig vantaði í quesadillurnar í Hagkaup. Hér heima átti ég salsa sósu, sýrðan rjóma og Doritos. Það tók mig enga stund að gera quesadillurnar, meðlætið fór beint í skálar og á innan við hálftíma var allt klárt. Það er óhætt að segja að quesadillurnar vöktu mikla lukku en þær kláruðust upp til agna! Í eftirrétt var ég síðan með súkkulaðimús sem ég hef gert svo oft að það nær engri átt. Við fáum ekki nóg af henni!

Sriracha kjúklinga quesadillas (uppskriftin er fyrir 8)

 • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
 • 1/3 bolli sriracha (ég mæli með að byrja með helming af sósunni og smakka sig áfram)
 • 2 msk sýrður rjómi
 • 2 bollar rifinn cheddar ostur
 • 4 tsk bragðdauf olía
 • 4 stórar tortillakökur
 • 1/4 bolli hakka kóriandar

Blandið saman kjúklingi, Sriracha, sýrðum rjóma og osti. Skiptið blöndunni á tortillakökurnar þannig að þær þeki helming þeirra og brjótið hinn helminginn yfir. Hitið olíu á pönnu (eða hitið grillið) og steikið tortilluna í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er orðin stökk að utan og osturinn bráðnaður inn í.

Skerið hverja tortillu í 4 sneiðar, leggið á fat og skreytið með kóriander. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og/eða salsa og ostasósu. Mér þykir líka gott að hafa nachos með.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kjúklingagyros

Þetta var stutt vinnuvika og strax að koma helgi aftur. Gunnar er að keppa annað kvöld og því verður kvöldmaturinn eflaust mexíkósk kjúklingasúpa (já, enn og aftur!) sem ég get útbúið áður en við höldum á völlinn og hitað okkur upp þegar við komum köld heim. Á laugardaginn langar mig hins vegar til að elda kjúklingagyros, því það er jú bara svo gott!

Uppskriftin er einföld og eflaust fá hráefni sem þarf að hlaupa út í búð eftir. Krakkarnir setja kjúklinginn í pítubrauð með sósu og grænmeti en mér þykir líka gott að hafa bara salat með (og síðan stenst ég aldrei franskar kartöflur, sérstaklega ekki ef þær eru djúpsteiktar). Hvíta sósan sem er á myndinni er hvítlaukssósa (ef einhver er að velta því fyrir sér).

Kjúklinga Gyros

Gyros kryddblanda:

 • 2 msk cummin
 • 2 msk paprika
 • 2 msk oregano
 • 1 msk hvítlaukskrydd
 • 1/2 tsk kanil
 • 1/2 tsk salt
 • chillí eftir smekk

Blandið öllu saman.

Kjúklinga gyros:

 • 900 g kjúklingabringur
 • gyroskryddblandan (uppskriftin passar fyrir 900 g af kjúklingi)
 • 1/2 dl ólífuolía
 • safi frá 1/2 sítrónu

Skerið kjúklinginn í strimla og setjið í hreinan plastpoka. Bætið kryddblöndunni, olíu og sítrónusafa saman við. Lokið pokanum og blandið öllu vel saman. Ef þáð gefst tími þá er gott að láta kjúklinginn liggja aðeins í marineringunni (þó ekki nauðsynlegt). Steikið kjúklinginn á heitri pönnu.

Berið fram í pítabrauði með grænmeti og hvítlaukssósu, pítusósu eða tzatziki. Það er líka gott að sleppa brauðinu og bera kjúklinginn fram með góðu salati og jafnvel frönskum kartöflum.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

 

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Ég var búin að lofa að sýna nýja ljósið sem prýðir orðið eldhúsið mitt. Sarfatti frá Flos hefur lengi staðið á óskalistanum mínum og hangir nú loksins yfir borðstofuborðinu. Mér þykir það svo fallegt að það nær engri átt.

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Um síðustu helgi eldaði ég kjúklingatacos sem sló í gegn hér heima. Tacokryddaður kjúklingur, paprikur og rauðlaukur undir blöndu af rjómaosti, sýrðum rjóma og cheddarosti. Þið heyrið bara hvað þetta er gott! Það er hægt að bera réttinn fram með í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortilla eða bara með salati og nachos. Við settum blönduna í mjúkar tortillur ásamt fínskornu iceberg, salsa sósu, sýrðum rjóma og toppuðum með muldu svörtu Doritos. Súpergott!!

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

 • 900 g kjúklingabringur
 • 2 pokar tacokrydd
 • gul, rauð og græn paprika (1 í hverjum lit)
 • stór rauðlaukur (eða tveir litlir)
 • 200 g rjómaostur
 • 1 dl sýrður rjómi
 • 2 dl rifinn cheddarostur + smá til að setja yfir
 • jalapenos
 • nachos

Hitið ofninn í 225°. Skerið kjúklingabringurnar í strimla, fínhakkið paprikurnar og skerið laukinn í báta. Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddinu. Bætið paprikum og rauðlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Setjið blönduna yfir í eldfast mót. Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti. Dreifið úr ostablöndunni yfir kjúklingablönduna. Stráið smá cheddar osti yfir ásamt fínhökkuðu jalapeno. Setjið í ofninn í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Takið út og skreytið með nachos.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Kjúklinga Pad Thai

Kjúklinga Pad Thai

Nú er enn ein helgin handan við hornið og í þetta sinn sit ég á hreint út sagt frábærum föstudagasrétti sem ég eldaði síðasta föstudag við gífurlegar vinsældir hér heima. Rétturinn var svo vinsæll að afgangurinn var borðaður í morgunmat á laugardagsmorgninum og fengu færri en vildu.

Kjúklinga Pad Thai

Ég hef aldrei áður endað Pad thai en hef hins vegar margoft keypt mér Pad thai á veitingastöðum því mér þykir það svoooo gott. Ég held að ástæðan fyrir því að ég hef ekki eldað það fyrr er að ég klúðraði einhvern tímann hrísgrjónanúðlum þegar ég sauð þær og síðan þá hef ég haldið mér frá þeim. Núna klúðraðist hins vegar ekkert enda svo sem erfitt að klúðra svona einfaldri eldamennsku.

Kjúklinga Pad Thai

Það eina sem er tekur tíma við þennan rétt er að skera niður kjúklinginn og grænmetið. Ég mæli því með að byrja á að sjóða núðlurnar og á meðan þær sjóða að skera niður allt sem þarf að skera niður. Að því loknu tekur enga stund að koma réttinum saman.

Kjúklinga Pad Thai

Uppskriftin er stór og dugar vel fyrir 6 manns. Við vorum 5 í mat og áttum smá afgang sem Jakob náði að fá sér í morgunmat daginn eftir, við litlar vinsældir Gunnars sem einfaldlega var ekki nógu snöggur á fætur. You snooze you lose…

Kjúklinga Pad thai

Kjúklinga Pad Thai (uppskrift frá Cooking Classy)

 • 280 g hrísgrjónanúðlur  (Thai rice noodles)
 • 500 g  kjúklingabringur, skornar í strimla
 • 2 msk grænmetisolía
 • 1/4 bolli púðursykur
 • 1/4 bolli sojasósa
 • 2 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
 • 1 msk ferskur limesafi
 • 1 msk fiskisósa (fish sauce)
 • 1 rauð paprika, skorinn í þunna strimla
 • 1 1/2 bolli gulrætur, skornar í strimla á stærð við eldspítur
 • 2 hvítlauksrif
 • 4 vorlaukar, hvíti hlutinn er fínhakkaður og græni hlutinn skorinn í sneiðar
 • 2 bollar baunaspírur (ég var með eina dós af niðursoðnum)
 • 3 stór egg
 • 1/2 bolli salthnetur, hakkaðar gróflega
 • 1/3 bolli kóriander, hakkað

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka (passið að sjóða þær ekki of lengi og kælið þær um leið og þær koma úr pottinum).

Hrærið saman púðursykri, sojasósu, hrísgrjónaediki, limesafa og fiskisósu. Setjið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður (það tekur um 4-6 mínútur). Takið kjúklinginn af pönnunni. Setjið papriku og gulrætur á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur, bætið þá hvítlauk, vorlauk og baunaspírum á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og brjótið eggin í miðjuna. Hrærið í eggjunum þar til þau eru fullelduð. Bætið kjúklingi, núðlum og sósu á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið saman í 1-2 mínútur. Stráið fersku kóriander og salthnetum yfir og berið fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ef einhverjum vantar hugmynd að góðum kvöldverði þá er ég með frábæra tillögu, nefnilega þetta dásamlega ofnbakaða kjúklingashawarma. Ég hef varla getað hætt að hugsa um hvað þetta var gott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Shawarma getur kannski hljómað sem flókinn og jafnvel vesenismatur sem maður fær sér bara erlendis en þessi uppskrift er svo einföld að það hálfa væri nóg. Kjúklingurinn er einfaldlega látinn marinerast og er svo bara settur í ofninn. Á meðan er meðlætið skorið niður og áður en maður veit af er allt klárt. Ferskt og súpergott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

 • safi úr 2 sítrónum
 • 1/2 bolli ólífuolía
 • 5 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk gróft salt
 • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 2 tsk kumin (ath. ekki kúmen)
 • 2 tsk paprikukrydd
 • 1/2 tsk túrmerik
 • smá kanil
 • rauðar piparflögur eftir smekk
 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í fernt
 • 2 msk hökkuð fersk steinselja

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar, kumin, papriku, túrmerik, kanil og rauðum piparflögum í stórri skál og hrærið vel saman. Bætið kjúklingnum í skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund eða alveg upp í 12 klukkutíma.

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökunarplötu með smá ólífuolíu. Bætið rauðlauknum saman við marineraða kjúklinginn og blandið vel saman. Setjið kjúklinginn og rauðlaukinn á bökunarplötuna og setjið í ofninní 30-40 mínútur. Kjúklingurinn á að vera stökkur að utan og eldaður í gegn. Takið úr ofninum og látið standa í 2 mínútur áður en kjúklingurinn er skorinn í bita. Setjið kjúklinginn í skál eða á fat og stráið hakkaðri steinselju yfir. Berið fram með tómötum, gúrku, pítubrauði, káli, fetaosti, ólífum, hrísgrjónum, pítusósu… möguleikarnir eru endalausir!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP