Kjúklingur og sætar kartöflur í æðislegri sósu

Það átti nú ekki að líða svona langt á milli færslna en ég fór í tveggja vikna frí í byrjun mars og hef verið löt að prófa nýjar uppskriftir eftir að ég kom heim. Það hefur því lítið verið til frásagnar úr eldhúsinu síðustu vikurnar en þó eitt og annað, og nú er ég allt í einu með nokkrar æðislegar uppskriftir sem bíða eftir að komast inn.

Ég eldaði svo þægilegan kjúklingarétt á sunnudagskvöldinu sem allir voru sammála um að væri æðislega góður. Einfaldara verður það varla! Allt fór saman í ofnpott og inn í ofn. Á meðan gekk ég frá í eldhúsinu, lagði á borð og lagðist svo í sófann þar til maturinn varð tilbúinn.

Jakob stakk upp á því að bæta hnetum út í réttinn og það ætla ég að gera næst. Ég held að nanbrauð gæti líka passað vel með. Ég bar hann bara fram með hrísgrjónum og einföldu salati en í raun væri hægt að sleppa öllu meðlæti þar sem það er bæði kjúklingur og sætar kartöflur í honum.

Kjúklingur og sætar kartöflur – uppskrift fyrir 4

  • 1 lítil dós kókosmjólk (160 ml)
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk hnetusmjör
  • 1 msk fiskisósa
  • 1 tsk karrýmauk (red curry paste)
  • 2 hvítlauksrif
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 dós hakkaðir tómatar í dós (400 ml)
  • 2 miðlungsstórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar
  • 900 g beinlaus kjúklingalæri

Hitið ofn í 200°. Hrærið saman öllum hráefnum fyrir utan sætar kartöflur og kjúkling. Leggið sætu kartöflurnar í botninn á ofnpotti (eða eldföstu móti), setjið kjúklinginn yfir og endið á að hella sósunni yfir. Setjið lokið á pottinn (eða álpappír yfir eldfasta mótið) og bakið undir loki í 45 mínútur. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mínútur.

Ein athugasemd á “Kjúklingur og sætar kartöflur í æðislegri sósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s