Það varð lengri þögn hér á blogginu en stóð til en undanfarnar vikur hef ég verið að vinna í verkefni sem hefur tekið svo mikinn tíma að ég hef ekki átt lausa stund til að sinna neinu. Ég man ekki hvenær ég eldaði kvöldmat síðast og matarinnkaupin hafa snúist um að finna eitthvað sem krakkarnir geta eldað sjálf. Nú sér þó fyrir endan á þessari vinnutörn og ég held (og vona!) að það taki því allir fagnandi hér heima.
Ég man ekki eftir að hafa sagt frá því hér á blogginu að ég eldaði nokkra Hraðrétti fyrir Matur á mbl.is í vor. Núna síðast var birt tælensk núðlusúpa sem ég gerði og bara verð að benda á. Eins og sést á myndbandinu þá er súpan bæði einföld og fljótleg en hún er líka alveg meiriháttar góð og passar vel í haustveðrinu. Ég mæli með að prófa!