Það er alltaf vinsælt hjá krökkunum þegar ég er með soðinn eða steiktan fisk í matinn. Mér hefur þó alltaf þótt leiðinlegt að steikja fisk og í raun forðast það. Það breyttist þó snögglega eftir að ég sá Sólrúnu Diego elda steiktan fisk í ofni og ég hef ekki steikt fisk á annan hátt síðan. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti!
Ég vil helst hafa hrásalat, soðnar kartöflur og hvítlaukssósu (og lauksmjörið) með steiktum fiski en krakkarnir eru sólgnir í soðnar gulrætur með honum.
Steiktur fiskur
- íslenskt smjör (ekki spara það!)
- ýsa eða þorskur í raspi
- 1-2 laukar
Hitið ofninn í 200°. Skerið laukinn í þunna báta. Setjið smjör í bitum og lauk í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Inn í ofn í 20 mínútur og málið er dautt! (Sólrún setur á grillstillinguna síðustu mínúturnar en ég hef sleppt því).
Steiktur fiskur
Prófuðum að gera steiktann fisk svona og kemur mjög vel út , munum pottþétt gera hann svona aftur 😊