Parmesanbuff í rjómasósu

Parmesanbuff í rjómasósu

Mér þykir gaman að brjóta upp hversdagsleikan með góðum mat og jafnvel vínglasi með í miðri viku, en heimilismatinn má þó ekki vanmeta. Eins og þessi parmesanbuff sem eru frábær hversdagsmatur. Hversdagsmatur sem gæti skammlaust verið helgarmatur og á borðum í matarboðum. Hversdagsmatur sem getur ekki annað en vakið lukku. Parmesan osturinn gefur buffunum gott bragð sem nýtur sín einnig vel í sósunni. Krakkarnir fengu sér öll aftur á diskinn og óhætt að segja að máltiðin hafi vakið lukku. Stormandi lukku!

Parmesanbuff í rjómasósu

Parmesanbuff í rjómasósu

  • 700 g nautahakk
  • 2 egg
  • 100 g fínrifinn parmesan
  • um 2 dl vatn
  • 2 tsk salt
  • svartur og hvítur pipar

Blandið öllum hráefnum saman (ég skelli öllu í hrærivélina og læt hana taka nokkra snúninga) og mótið 9 buff. Steikið í 4-5 mínútur á hvorri hlið í vel af smjöri (eða smjörlíki). Takið buffin af pönnunni og gerið sósuna.

Sósa:

  • 2 dl vatn
  • 1-2 msk kálfakraftur (kalv fond)
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl mjólk
  • smá skvetta af sojasósu
  • smá rifsberjahlaup
  • maizena (til að þykkja)

Hellið vatninu á pönnuna sem buffin voru steikt í (ekki hreinsa pönnuna áður) og bætið kálfakraftinum saman við. Ef þurfa þykir má síðan hella soðinu í gegnum sigti og setja það svo aftur á pönnuna. Hrærið rjóma og mjólk saman við og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið til með sojasósu og rifsberjahlaupi. Þykkið sósuna með maizena og látið parmesanbuffin að lokum í sósuna og sjóðið saman við vægan hita í nokkrar mínútur.

Parmesanbuff í rjómasósuParmesanbuff í rjómasósuParmesanbuff í rjómasósu

3 athugasemdir á “Parmesanbuff í rjómasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s