Í dag er svolítið merkilegur dagur í mínum bókum því 1. nóvember fyrir nákvæmlega 10 árum hætti ég að drekka kók-drykki. Ég elskaði kók og pepsí og í raun alla svarta gosdrykki, drakk allt of mikið af þeim og það reyndist mér þrautinni þyngri að hætta að drekka þá. Það var satt að segja alveg hræðilega erfitt. Ég hef ekki tekið einn einasta kóksopa á þessum 10 árum, enda alveg viss um að ég fell við þann fyrsta. Ef ég gæti nú bara kvatt fleiri ósiði, eins og þá óstjórnlegu sælgætislöngun sem virðist ekki ætla að eldast af mér (nammiskálin á myndinni er síðan í gærkvöldi, sem ég naut yfir tveimur nýjum tímaritum sem biðu mín). Ég ætla þó ekki að svekkja mig á því, heldur vera ánægð með að hafa þó náð þessum áfanga. Síðan hef ég alið upp þrjú börn sem drekka ekki neina gosdrykki (Malín er á 18. ári og hefur aldrei drukkið gos). Það verður líka að teljast nokkuð gott!
Og að því sögðu, og ekki í neinu samhengi við það sem sagt var, kemur hér hugmynd að vikumatseðli. Ég vona að hann nýtist ykkur ♥
Vikumatseðill
Mánudagur: Pönnusteikur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi
Þriðjudagur: Pestóbaka með bökuðu grænmeti
Miðvikudagur: Gúllassúpa með nautahakki
Fimmtudagur: Pylsugratín með kartöflumús
Föstudagur: Kjúklingur í ostrusósu
Með helgarkaffinu: Sítrónukaka með kókos