Nú þegar sumarfríin eru farin að bresta á þykir mér upplagt að gefa sér tíma í að baka köku og hóa í fjölskyldu eða vini í kaffi og kökusneið. Síðan fær maður sér aðra sneið og jafnvel aðra þar til kakan er búin. Yfir kökudásemdinni spjallar maður við kaffigesti og stundin er svo ljúf að maður vill ekki að hún taki enda. Það þekkja þetta allir.
Þessi kaka kallar á svona uppákomur, kaffiboð sem enginn vill yfirgefa. Kakan er svo mjúk og dásamleg að það mun enginn standa upp frá borðinu fyrr en hún er búin. Og þegar hún er búin, þá langar manni til að standa upp til þess eins að baka aðra.
Sítrónukaka með kókos – uppskrift úr tímaritinu Hembakat
- 1 msk sítrónusafi + fínrifið hýði af einni sítrónu
- 3 egg
- 2 dl sykur
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanillusykur
- smá salt
- 100 g smjör, brætt
- ½ dl mjólk
- ¾ dl kókos
- 3 dl hveiti
Glassúr
- 1½ dl flórsykur
- nokkrar teskeiðar af sítrónusafa eða vatni
Skraut
- kókos
Hitið ofninn í 180°. Rífið sítrónuhýðið fínt með rifjárni, passið að taka bara gula hlutann og forðist þann hvíta. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið lyftidufti, vanillusykri, salti, smjör og mjólk saman við og hrærið vel saman. Bætið sítrónusafti, sítrónuhýði og hveiti saman við og hrærið snögglega saman í slétt deig (passið að hræra ekki of lengi því þá er hætta á að kakan verði seig). Setjið deigið í smurt formkökuförm og bakið neðst í ofninum í 30-40 mínútur. Látið kökunar kólna í forminu.
Glassúr: Hrærið flórsykur og sítrónusafa eða vatni (litlu í einu) saman þar til það nær passlegri þykkt. Setjið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað og stráið smá kókosmjöli yfir.
Hæ! Á að setja kókos með hveitinu?
Já, kókosmjölið fer með hveitinu!
Sent from my iPhone
>