Frábærar fylltar tortillur

Frábærar fylltar tortillurEins og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski áttað sig á þá eyddi ég helginni á Akureyri. Við keyrðum norður á fimmtudagskvöldinu og áttum yndislega helgi í góða veðrinu fyrir norðan. Föstudeginum var eytt í glampandi sól og hita og um kvöldið fórum við út að borða á Rub 23 (sushipizzan þar er orðin ómissandi í Akureyrarferðum). Á laugardeginum keyrðum við á Húsavík, í Ásbyrgi og á Dettifoss og enduðum á að sækja okkur tælenskan þegar við komum aftur á Akureyri. Á sunnudeginum keyrðum við heim og mér leið eins og ég væri að koma úr sumarfríi, svo afslappandi hafði helgin verið.

Frábærar fylltar tortillur

Þar sem við lögðum af stað í seinna fallinu á fimmtudeginum þá vorum við búin að kaupa osta, pestó, baquette, gott álegg, rauðvín og fleira góðgæti til að gæða okkur á þegar við komum norður. Í gærkvöldi nýttum við það sem eftir var af góðgætinu í tortillur sem fengu að fara á grillið þar til þær voru heitar í gegn og osturinn var bráðnaður. Við áttum rauðvínstár sem við fengum okkur með og úr varð heljarinnar veisla.

Frábærar fylltar tortillur

Þessar fylltu tortillur eru frábærar sem léttur hádegis- eða kvöldverður með salati en passa líka vel í saumaklúbbinn, sem smáréttur eða forréttur. Það má leika sér endalaust með fyllinguna og það er t.d. sniðugt að setja líka ruccola eða spínat í þær. Mér þykir passa vel að bera þær fram með sýrðum rjóma með graslauk og lauki.

Frábærar fylltar tortillur

Fylltar tortillur

 • tortilla pönnukökur
 • Philadelphia rjómaostur
 • Filippo Berio pestó
 • hráskinka og/eða salami
 • rauð paprika, skorin fínt
 • rauðlaukur, skorinn fínt
 • hunang
 • furuhnetur
 • tamarin sósa (má sleppa)
 • ostur, t.d. hvítmygluostur, fetaostur eða mozzarella
 • hvítlauksolía (eða önnur olía)

Þurrristið furuhneturnar á pönnu. Þegar þær eru farnar að fá gylltan lit eru þær tilbúnar (passið að þær brenni ekki). Mér þykir gott að hella smá tamarin sósu yfir undir lokin og láta hana sjóða inn í hneturnar. Fyrir 1 poka (ca 70 g) af furuhnetum er passlegt að nota 1 msk af tamarin sósu.

Smyrjið tortillupönukökurnar með rjómaosti. Smyrjið síðan pestó yfir hálfa tortilluna og raðið síðan hráskinku, papriku og rauðlauki yfir. Sáldrið smá hunangi yfir. Setjið ristaðar furunhetur yfir og nokkrar ostsneiðar. Klemmið vel saman og penslið með hvítlauksolíu. Grillið á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.

Frábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillur

Ein athugasemd á “Frábærar fylltar tortillur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s