Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiÁ morgun byrja ég að vinna eftir sumarfrí sem leið óvenju hratt. Við ferðuðumst hringinn í kringum landið og enduðum á þjóðhátíð í eyjum. Við fórum í göngur, í silfurbergsnámu, skoðuðum Austfirðina og borðuðum helling af góðum mat. Alveg eins og sumarfrí eiga að vera! Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Þetta hefur verið mikið grillsumar og ég hef enn ekki fengið nóg. Þennan kjúklingarétt grilluðum við okkur áður en við héldum í hringferðina og hann vakti lukku bæði hjá fullorðnum og börnum. Ég bar kjúklinginn fram með grilluðum paprikum og rauðlauk, nýjum kartöflum (setti þær líka á grillið í álpappír með smjöri og salti) og kaldri pestósósu sem fór stórvel með.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Mér þykir sú aðferð að grilla í álpappírspökkum vera frábær, það er hægt að undirbúa matinn áður og þarf ekkert að hugsa um hann á meðan maturinn stendur á grillinu. Einfaldast í heimi og frábært fyrir matarboðið!

Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Toppurinn

  • 1 fetakubbur (250 g)
  • 1 dl hakkaðir sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl grænar ólífur
  • 1 dl svartar ólífur

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í grófan massa. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá er hægt að nota töfrasprota eða hreinlega hakka allt vel saman með góðum hníf.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukikjúkl.m.ólífum20Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Fyrir kjúklinginn

  • 1 poki kjúklingabringur frá Rose Poultry (900 g)
  • PAM sprey
  • salt og pipar
  • Filippo Berio sun dried tomato pesto
  • hvítmygluostur, t.d. Auður, Ljúflingur, Kastali…

Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Rífið álpappír í um það bil stærðinni 30 x 45 cm og spreyið með PAM. Athugið að í einn álpappírspakka fer ein kjúklingabringa, þannig að það er 1 pakki á mann. Leggið kjúklingabringuna í miðjan álpappírinn og saltið og piprið. Setjið 2 msk af pestói yfir bringuna og síðan 3 msk af ólífuhrærunni.  Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur. Takið af grillinu, opnið pakkann að ofan og leggið nokkrar sneiðar af hvítmygluosti yfir. Lokið pakkanum aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Köld sósa

  • 100 g Philadelphia rjómaostur
  • 3 tsk Filippo Berio Classic Pesto (grænt)
  • 2 msk vatn
  • salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og vinnið saman.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Ristaðar furuhnetur með tamarin sósu

  • 1 poki furuhnetur (ca 70 g)
  • 1 msk Tamarin sósa

Ristið furuhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru gylltar á lit. Hellið þá tamarin sósunni yfir og ristið áfram þar til sósan hefur þornað á hnetunum (tekur enga stund, kannski 30 sek.).Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Grilluð humarpizza

Grilluð humarpizzaÉg hef verið netlaus undanfarna daga en hef núna komið mér fyrir á netkaffihúsi til að blogga og svala netþörfinni. Ótrúlegt hvað netið skiptir orðið miklu máli í hversdagslífinu. Það er ekki einu sinni hægt að athuga með veðurspánna án þess. Og það sem verra er, ég hef ekki getað sett hingað inn bestu pizzuuppskrift sem hægt er að hugsa sér, grilluð humarpizza með hvítlaukssmjöri, parmesan og fleiri ómótstæðinlegum hráefnum.

Grilluð humarpizza

Þessi pizza er svo gjörsamlega ómótstæðileg að við grilluðum okkur hana tvo daga í röð um daginn. Það er svo lekkert að bjóða upp á hana með köldu hvítvínsglasi, hvort sem er í forrétt, aðalrétt eða fyrir saumaklúbbinn. Síðan er stórsnjallt að útbúa hana og geyma í ísskáp þar til hún fer á grillið. Þá þarf ekkert að gera eftir að gestirnir koma annað en að opna hvítvínsflösku og setja pizzurnar á grillið. Þetta getur ekki klikkað!Grilluð humarpizza

Grilluð humarpizza (uppskriftin miðast við eina pizzu)

  • álpappír
  • PAM sprey
  • salt og pipar
  • tortilla
  • 25 g smjör
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 msk parmesan (Parmareggio), finrifinn
  • 2 plómutómatar, hakkaðir og látið renna af þeim
  • fersk basilika
  • 60 g skelflettur humar frá Sælkerafiski
  • 1 msk parmesan (Parmareggio), fínrifinn
  • 2 lúkur pizza ostur
  • 30 g ferskur mozzarella í bitum

Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir. Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum. Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.

Grilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizza

Teriyaki kjúklingur með steiktum hrísgrjónum

Teriyaki kjúklingurUndanfarnir dagar hafa verið brjálæðislega annasamir. Það er svo furðulegt hvernig þetta getur verið, það koma tímabil sem eru róleg og svo fer allt á fullt. Nú er allt á fullu og þá skiptir öllu að skipuleggja dagana vel.Teriyaki kjúklingur

Í gær voru átta manns hér í mat og ég gerði mér auðvelt fyrir og grillaði teriyaki kjúkling sem ég bar fram með steiktum hrísgrjónum. Svo brjálæðislega gott! Þetta er fullkominn réttur til að bjóða upp á, hvort sem tíminn er knappur eða ekki. Kjúklingurinn er settur í marineringu kvöldið áður og þar sem ég notaði kjúklingalundir þurftu þær bara örskamma stund á grillinu. Steiktu hrísgrjónin er hægt að undirbúa með því að sjóða hrísgrjónin kvöldið áður og þá tekur enga stund að klára réttinn.Teriyaki kjúklingur

Kjúklingurinn verður dásamlegur í þessari marineringu, svo bragðgóður og mjúkur. Ég studdist við þessa uppskrift af steiktu hrísgrjónunum (ég sleppti kjúklingnum sem er gefinn upp í uppskriftinni). Teriyaki kjúklingur

Teriyaki kjúklingur

  • 1 poki kjúklingalundir frá Rose Poultry (700 g)
  • 1 flaska Teriyaki marinade frá Blue Dragon (150 ml)
  • safi úr 1 sítrónu
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1 tsk sesam olía
  • 1 tsk hunang

Blandið saman teriyaki marinade, sítrónusafa, hvítlauksrifum, sesam olíu og hunangi í skál. Skolið og þerrið kjúklingalundirnar og setjið í hreinan plastpoka (t.d. stóran nestispoka af rúllu). Hellið marineringunni yfir og blandið vel saman við kjúklinginn. Lofttæmið pokann og geymið í ísskáp í 20-24 klst.Teriyaki kjúklingur

Takið kjúklinginn úr pokanum og grillið.Teriyaki kjúklingur

Dásamlegur BBQ kjúklingur – með öllu í einum pakka!

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Á morgun er síðasti vinnudagur minn fyrir sumarfrí og ég get varla beðið. Það verður svo notalegt að fara í frí og gott að fá tíma til að sinna því sem hefur setið á hakanum. Það sem stendur efst á to-do listanum er að fara með krakkana á franska kartöflustaðinn sem var að opna í miðbænum. Það er búið að bíða eftir þeirri ferð síðan við lásum í blöðunum að það stæði til að opna hann. Hvað ég get sagt, sonur minn elskar franskar (og ég líka). Vonandi stendur staðurinn undir væntingum.

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

Annað sem hefur verið ákveðið að gera í fríinu er að fara Austfirðina með vinafólki okkar. Þar ætlum við að bjóða þeim upp á grillaðan kjúkling sem við gerðum hér heima um daginn og erum enn að dásama. Þetta er besti grillréttur sem við vitum um. Hann er algjör draumur fyrir matarboð því það er hægt að gera réttinn alveg kláran áður en gestirnir koma og það eru engar skálar eða áhöld sem þarf að vaska upp eftir matinn. Það fer allt saman í álpappír á grillið og þaðan fer maturinn beint á diskana. Hentugt og hreint út sagt súpergott!

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

BBQ-kjúklingur með öllu í einum pakka – gerið ráð fyrir 1 pakka fyrir börn og 2 pökkum fyrir fullorðna

  • álpappír, rifinn í ca 30 x 45 cm fyrir hvern pakka.
  • PAM sprey
  • Hunt´s Honey Hickory BBQ Sauce
  • kartöflur, skornar í sneiðar
  • sætar kartöflur, skornar í sneiðar
  • Philadelphia rjómaostur
  • úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
  • græn paprika, hökkuð
  • rauð paprika, hökkuð
  • rauðlaukur, hakkaður
  • sveppir, sneiddir
  • salt og pipar
  • cheddar ostur, rifinn

Fyrir hvern pakka: Rífið álpappír í stærðinni 30 x 45 cm. Spreyið yfir álpappírinn með PAM og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu í miðjuna á álpappírnum. Skerið kartöflur í sneiðar og leggið yfir (miðið við 1 – 1 ½ kartöflu í hvern pakka). Setjið smá Philadelphia rjómaost yfir (u.þ.b. 1- 1½ msk), og þar á eftir sætar kartöflusneiðar yfir í svipuðu magni og kartöflurnar. Setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir og leggið þar á eftir úrbeinað kjúklingalæri yfir. Saltið og piprið og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir. Hakkið papriku og rauðlauk, sneiðið sveppi og leggið efst. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur.

Takið af grillinu, opnið pakkana að ofan og stráið rifnum cheddar yfir. Lokið aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.

Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!Dásamlegur BBQ kjúklingur - með öllu í einum pakka!

 

Frábærar fylltar tortillur

Frábærar fylltar tortillurEins og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski áttað sig á þá eyddi ég helginni á Akureyri. Við keyrðum norður á fimmtudagskvöldinu og áttum yndislega helgi í góða veðrinu fyrir norðan. Föstudeginum var eytt í glampandi sól og hita og um kvöldið fórum við út að borða á Rub 23 (sushipizzan þar er orðin ómissandi í Akureyrarferðum). Á laugardeginum keyrðum við á Húsavík, í Ásbyrgi og á Dettifoss og enduðum á að sækja okkur tælenskan þegar við komum aftur á Akureyri. Á sunnudeginum keyrðum við heim og mér leið eins og ég væri að koma úr sumarfríi, svo afslappandi hafði helgin verið.

Frábærar fylltar tortillur

Þar sem við lögðum af stað í seinna fallinu á fimmtudeginum þá vorum við búin að kaupa osta, pestó, baquette, gott álegg, rauðvín og fleira góðgæti til að gæða okkur á þegar við komum norður. Í gærkvöldi nýttum við það sem eftir var af góðgætinu í tortillur sem fengu að fara á grillið þar til þær voru heitar í gegn og osturinn var bráðnaður. Við áttum rauðvínstár sem við fengum okkur með og úr varð heljarinnar veisla.

Frábærar fylltar tortillur

Þessar fylltu tortillur eru frábærar sem léttur hádegis- eða kvöldverður með salati en passa líka vel í saumaklúbbinn, sem smáréttur eða forréttur. Það má leika sér endalaust með fyllinguna og það er t.d. sniðugt að setja líka ruccola eða spínat í þær. Mér þykir passa vel að bera þær fram með sýrðum rjóma með graslauk og lauki.

Frábærar fylltar tortillur

Fylltar tortillur

  • tortilla pönnukökur
  • Philadelphia rjómaostur
  • Filippo Berio pestó
  • hráskinka og/eða salami
  • rauð paprika, skorin fínt
  • rauðlaukur, skorinn fínt
  • hunang
  • furuhnetur
  • tamarin sósa (má sleppa)
  • ostur, t.d. hvítmygluostur, fetaostur eða mozzarella
  • hvítlauksolía (eða önnur olía)

Þurrristið furuhneturnar á pönnu. Þegar þær eru farnar að fá gylltan lit eru þær tilbúnar (passið að þær brenni ekki). Mér þykir gott að hella smá tamarin sósu yfir undir lokin og láta hana sjóða inn í hneturnar. Fyrir 1 poka (ca 70 g) af furuhnetum er passlegt að nota 1 msk af tamarin sósu.

Smyrjið tortillupönukökurnar með rjómaosti. Smyrjið síðan pestó yfir hálfa tortilluna og raðið síðan hráskinku, papriku og rauðlauki yfir. Sáldrið smá hunangi yfir. Setjið ristaðar furunhetur yfir og nokkrar ostsneiðar. Klemmið vel saman og penslið með hvítlauksolíu. Grillið á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.

Frábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillurFrábærar fylltar tortillur