Pylsugratín með kartöflumús

Pylsugratín með kartöflumús

Í kvöld mun Öggi sjá um að reiða fram kvöldmat fyrir sig og krakkana því ég er á leiðinni í saumaklúbb. Að ósk krakkanna mun hann bjóða upp á soðnar pylsur og það er beðið með eftirvæntingu eftir að veislan hefjist 🙂

Pylsugratín með kartöflumús

Ég eldaði hins vegar pylsurétt í síðustu viku sem Ögga þótti svo góður að hann geymdi það litla sem eftir var af honum og borðaði sem forrétt kvöldið eftir. Hann hlakkaði til allan daginn að komast heim í þennan litla afgang sem beið hans. Hann getur verið fyndinn þegar kemur að mat og mun seint teljast kröfuharður.

Pylsugratín með kartöflumús

Ég held að mér þyki allur matur verða extra góður þegar hann er borin fram með kartöflumús. Hakk og spaghetti bolognese með kartöflumús þykir mér frábær blanda (prófið!) og mér þóttu þessar pylsur í ljúffengri sósu og þaktar með kartöflumús æðislegar. Það þarf varla að taka það fram að krakkarnir voru himinlifandi með matinn sem var hann hin fullkomna máltíð í þeirra augum.

Pylsugratín með kartöflumús

  • 1-1,5 kg kartöflur
  • smjör
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • 10 pylsur (1 pakki)
  • 150 g beikonkurl
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2,5 dl rjómi (1 peli)
  • 2 dl chilisósa (ath. ekki sweet chili)

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar. Stappið með vel af bræddu smjöri og hrærið eggi saman við. Smakkið til með salti og pipar (og jafnvel má sykri). Leggið til hliðar.

Hitið ofninn í 225°. Skerið pylsurnar í bita og leggið í eldfast form. Dreifið beikonkurlinu yfir og setjið í miðjan ofn í um 15 mínútur, eða þar til pylsurnar og beikonið hafa fengið fallegan lit. Á meðan er sýrðum rjóma, rjóma og chilisósu hrært saman.

Takið pylsurnar og beikonið úr ofninum, hellið sósunni yfir og dreifið kartöflumúsinni yfir. Setjið fatið aftur í ofninn í 15 mínútur eða þar til kartöflumúsin hefur fengði fallegan lit.

13 athugasemdir á “Pylsugratín með kartöflumús

  1. Ég eldaði þetta í dag og tókst að brenna mig á nánast öllum fingrum þegar ég ætlaði að setja eldfastamótið inn í ofn í annað sinn! þessi réttur verður í minnum hafður.
    Takk 🙂

  2. Ætli það væri hægt að nota pakkamús í þennan rétt ? Á ekki nægilega mikið af kartöflum og nenni ekki út í búð !

    1. Ég hef svo litla reynslu af pakkamúsinni að ég þori varla að svara þessu. Get samt varla ímyndað mér annað en það gangi! Um að gera að prófa bara 🙂

      >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s