Vikumatseðill

VikumatseðillVikumatseðillVikumatseðillVikumatseðill

Ég verð að viðurkenna að þó að snjórinn hafi sína kosti þá gleðst ég yfir því að rýrnun hans þessa dagana. Við áttum skemmtilega daga í brekkunni í vetur en í dag fögnum við því að geta farið með strákana niður á Klambratún með nýju Penny-hjólabrettin sem þeir fengu í jólagjöf. Ég vona að það verði hægt að renna sér þar á klakalausum og nokkuð sandlitlum stígum.

Vikumatseðillinn er hér á sínum stað. Ég veit að pylsugratínið á fimmtudeginum er tilhlökkunarefni hjá fjölskyldunni minni en mér þykir föstudagurinn standa upp úr þessa vikuna, enda sjálfur bóndadagurinn þá.

Bresk fiskibaka

Mánudagur: Bresk fiskbaka að hætti Gordon Ramsey er æðislegur réttur og þó það taki svolítinn tíma að útbúa hana þá finnst mér tímanum klárlega vel varið.

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Þriðjudagur: Ljúffengur pestó og fetafylltur kjöthleifur er réttur sem ég fæ ekki nóg af.

Basiliku og parmesan tómatsúpa

Miðvikudagur: Basiliku og parmesan tómatsúpa passar vel í miðri viku og mér þykir kjörið að bera hana fram með uppáhalds brauðinu mínu, New York Times brauði.

Pylsugratín með kartöflumús

Fimmtudagur: Pylsugratín með kartöflumús er réttur sem vekur alltaf lukku hjá fjölskyldunni.

KasjúhnetukjúklingurKlessukökumuffins

Föstudagur: Bóndadagur! Ég elska daga sem þessa. Í ár hef ég hug á að elda kasjúhnetukjúkling og bjóða síðan upp á  klessukökumöffins í eftirrétt.

IMG_8796

Með helgarkaffinu: Skúffukaka og ískalt mjólkurglas svíkur seint. Þessi uppskrift er ein af uppáhalds!

Ein athugasemd á “Vikumatseðill

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s