Skúffukaka

Það eiga flestir sína uppáhalds uppskrift af skúffuköku og ég held að þetta sé mín. Ég gerði hana fyrst fyrir mörgum árum þegar ég eignaðist hina ein sönnu Bonniers Kokbok. Bókin er algjör biblía, hnausþykk og stútfull af uppskriftum. Mér þykir mjög vænt um hana og man enn hvað ég varð hissa þegar Kristín vinkona mín gaf mér hana í afmælisgjöf. Ég skil ekki hvernig hún nennti að burðast með hana á milli landa fyrir mig og hugsa alltaf hlýlega til hennar þegar ég dreg bókina fram.

Ég get svarið það að bókin opnast sjálfkrafa á þessari uppskrift, svo oft hef ég bakað hana. Blaðsiðan ber þess líka merki og er öll í blettum. Ef eitthvað þá gera þeir hana bara meira sjarmerandi.

Botninn

  • 200 gr smjör
  • 5 egg
  • 4 dl sykur
  • 4 dl hveiti
  • 1 dl kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 dl mjólk

Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúffukökuform. Bræðið smjörið og látið það kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og siktið það út í degið. Setjið smjör og mjólk út í og hrærið þar til degið verður slétt. Hellið deginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20-25 mínútur.

Glassúr

  • 75 gr smjör
  • 1/2 dl sterkt kaffi
  • 4 dl flórsykur
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk vanillusykur

Bræðið smjörið. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við brætt smjörið og kaffið.

Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en glassúrið er sett á. Setjið kókosmjöið yfir kökuna og njótið.

12 athugasemdir á “Skúffukaka

  1. Þetta lítur mjög vel út. Miðar þú við ofnskúffu(form) eða svona minna skúffuform (sem maður getur sett lok á (með hvítum höldum) og tekið með sér)? 🙂

    1. Ég held að þér sé alveg óhætt að setja stíft krem á kökuna. Ég hef sjálf notað hana í afmæliskökur sem ég hef skreytt með stífu smjörkremi án vandræða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s