Nýtt í eldhúsinu og dásamlegar franskar kartöflur

Á laugardaginn skein sólin og miðbærinn var fullur af lífi. Við röltum um Laugarveginn, fengum okkur núðlusúpu á Skólavörðustígnum og litum í nýju búðina hennar Heru Bjarkar, Púkó & Smart. Búðin er full af fallegum hlutum og má meðal annars finna þar góðgæti frá hinum danska Nicolas Vahé. Mig langaði í allt en lét mér nægja parmesan og basiliku salt í fallegri glerflösku með kvörn á. Síðan kolféll ég fyrir barstólnum sem búðarkonan sat á og fór það svo að við keyptum hann undan rassinum á henni. Hún átti þrjá og við keyptum tvo. Mig hefur lengið langað í hvíta, einfalda barstóla í eldhúsið en ekki fundið þá réttu fyrr en núna og ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað ég varð hamingjusöm þegar ég sá þá.

Þegar heim var komið var ákveðið að grilla hamborgara. Ég gat ekki beðið með að prófa nýja saltið og ákvað að gera heimagerðar franskar kartöflur til að hafa með hamborgurunum. Það þarf nú ekki að kenna neinum að gera franskar, kartöfurnar voru hreinsaðar og skornar niður, steiktar á pönnu upp úr góðri ólivuolíu til að fá fallega húð á þær og síðan kryddaðar með nýja parmesan og basiliku saltinu og pipar. Herlegheitunum var síðan skellt í heitan ofninn þar til þær voru tilbúnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s